Viðskipti innlent

Grunur um innherjasvik

Móðir, systir og mágur Gunnars Gíslasonar, fyrrverandi stjórnarmanns í Spron seldu stofnfjárbréf í sparisjóðnum fyrir tugi milljóna haustið 2006. Málið er hluti af rannsókn efnahagsbrotadeildar á meintum innherjasvikum í Spron.

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur til rannsóknar nokkur mál tengd sölu stjórnarmanna og tengdra aðila á stofnfjárbréfum í SPRON sumarið 2007. Grunur leikur á innherjaviðskiptum, en meðal seljenda bréfanna voru stjórnarmenn í Spron, eiginkona fyrrverandi sparisjóðsstjóra, dóttir stjórnarmanns í Spron og starfsmenn sparisjóðsins. Bréfin eru verðlaus í dag og sitja kaupendurnir því eftir með sárt ennið.

Fréttastofa hefur nú fengið upplýsingar um að fyrr eða í október 2006, seldu móðir, systir og mágur Gunnars Gíslasonar, þáverandi stjórnarmanns í Spron stofnfjárbréf fyrir fimmtíu milljónir króna.

Hér leikur einnig grunur á innherjaviðskiptum og mun salan vera hluti af rannsókn efnahagsbrotadeildar.

Kaupandinn fékk í þessu tilfelli 50 milljónir að láni hjá Spron til stofnfjárbréfakaupanna, en sú lánveiting kann að brjóta í bága við útlánareglur sparisjóðsins, sem heimiluðu ekki lán út á stofnfjárbréfa að öðru jöfnu. Kaupandinn situr uppi með verðlaus bréf og skuld sem hefur nær tvöfaldast.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×