Móðir, systir og mágur Gunnars Gíslasonar, fyrrverandi stjórnarmanns í Spron seldu stofnfjárbréf í sparisjóðnum fyrir tugi milljóna haustið 2006. Málið er hluti af rannsókn efnahagsbrotadeildar á meintum innherjasvikum í Spron.
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur til rannsóknar nokkur mál tengd sölu stjórnarmanna og tengdra aðila á stofnfjárbréfum í SPRON sumarið 2007. Grunur leikur á innherjaviðskiptum, en meðal seljenda bréfanna voru stjórnarmenn í Spron, eiginkona fyrrverandi sparisjóðsstjóra, dóttir stjórnarmanns í Spron og starfsmenn sparisjóðsins. Bréfin eru verðlaus í dag og sitja kaupendurnir því eftir með sárt ennið.
Fréttastofa hefur nú fengið upplýsingar um að fyrr eða í október 2006, seldu móðir, systir og mágur Gunnars Gíslasonar, þáverandi stjórnarmanns í Spron stofnfjárbréf fyrir fimmtíu milljónir króna.
Hér leikur einnig grunur á innherjaviðskiptum og mun salan vera hluti af rannsókn efnahagsbrotadeildar.
Kaupandinn fékk í þessu tilfelli 50 milljónir að láni hjá Spron til stofnfjárbréfakaupanna, en sú lánveiting kann að brjóta í bága við útlánareglur sparisjóðsins, sem heimiluðu ekki lán út á stofnfjárbréfa að öðru jöfnu. Kaupandinn situr uppi með verðlaus bréf og skuld sem hefur nær tvöfaldast.
Grunur um innherjasvik
Mest lesið

Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög
Viðskipti innlent

Gengi Play í frjálsu falli
Viðskipti innlent

HBO Max streymisveitan komin til Íslands
Viðskipti innlent

Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play
Viðskipti innlent

Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play
Viðskipti innlent



Orri til liðs við Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent
Fleiri fréttir
