Viðskipti innlent

Moody´s boðar lækkun á lánshæfiseinkunn Íslands

Matsfyrirtækið Moody´s boðaði í dag lækkun á lánshæfiseinkunn Íslands. Ástæðan sem Moody´s gefur fyrir þessu er að samningaviðræður í Icesave málinu hafa stöðvast.

Í nýju áliti Moody´s segir að matsfyrirtækið telur að þar sem ekki hafi tekist að ná samkomulagi í Icesave málinu muni endurskoðum á áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) tefjast ennfrekar, efnahagsbati verða veikari en ella og óstöðugleiki í stjórnmálum landsins sé líklegur.

Á heildina litið telur Moody´s að leið Íslands út úr kreppunni sé nú erfiðari en áður var talið. Kenneth Orchard yfirmaður þjóðaráhættumats hjá Moody´s segir að áður hafi Moody´s haldið að sér höndunum með að endurmeta lánshæfismatið þar sem fyrirtækið taldi að allir aðilar málsins hefðu mikilla hagsmuna að gæta við lausn deildunnar. Þetta hafi reynst of mikil bjartsýni.

Í álitinu er rætt um komandi þjóðaratkvæðagreiðslu en Moody´s telur að væntanlegur nei-meirihluti í þeirri atkvæðagreiðslu muni koma í veg fyrir verulegan fjárhagsstuðning frá Norðurlöndunum og AGS.

Þannig muni draga úr tiltrú á gjaldmiðilinn og afnámi gjaldeyrishafta seinkar. Einnig hafi þetta í för með sér að landið hefur ekki upp á neinn neyðargjaldeyrisforða að hlaupa ef það lendir í vandræðum með að fjármagna afborganir af skuldum árin 2011 og 2012.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×