Viðskipti innlent

FT: Óttast að Ísland greiði ekki skuldir sínar

Í frétt í blaðinu Financial Times (FT) í dag segir að í kjölfar þess að enginn árangur náðist í Icesave viðræðunum óttist menn nú að Ísland muni ekki greiða skuldir sínar og lendi í greiðslufalli.

Í FY er haft eftir talsmanni breska fjármálaráðuneytisins að stjórnvöld bæði Bretlands og Hollands hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með að Íslendingar hefðu, þrátt fyrir samninga í hálft annað ár, ekki getað tekið besta tilboði þeirra.

Farið er yfir þau breyttu lánakjör sem Íslandi stóðu til boða og segja breskir embættismenn að þeir hafi verið mjög örlátir. Nefna þeir að vaxtahlé fyrstu tvö árin eitt og sér hefði sparað Íslendingum 400 milljónir punda eða tæpa 80 milljarða kr.

Þá er rætt um að matsfyrirtækin Fitch og Standard & Poors hafi varað við því að ef samningar í Icesave málinu næðust ekki myndu matsfyrirtækin lækka lánshæfiseinkunnir Íslands enn frekar en orðið er.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×