Viðskipti innlent

ÍLS leysti til sín 56 íbúðir í Kirkjugarðsblokkunum

Íbúðalánasjóður (ÍLS) leysti til sín 56 íbúðir í svokölluðum Krikjugarðsblokkum á Egilsstöðum í gærdag. Vefmiðilinn Austurglugginn greinir frá þessum.

Í frétt Austurgluggans segir að lokasala fór fram hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði á 56 íbúðum í þremur blokkum við Kaupvang á Egilsstöðum í gær.

Íbúðirnar sem um ræðir eru í þremur blokkum við Kaupvang 41 til 45 á Egilsstöðum, oftast nefndar ,,Kirkjugarðsblokkirnar" í daglegu tali. Stærð íbúðanna er um það bil 70 til 100 fermetrar hver og mismikið hvíldi á þeim, eða á bilinu frá 18 til 25 miljónir eftir stærð þeirra.

Íbúðalánasjóður leysti til sín allar íbúðirnar, á uppboðinu og verður orðinn formlegur eigandi þeirra 11. mars næstkmandi að liðnum samþykkisfresti. Það var Lárus Bjarnason sýslumaður á Seyðisfirði sem stýrði uppboðinu og mættur að hálfu Íbúðalánasjóðs Gísli M. Auðbergsson hdl. á Eskifirði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×