Viðskipti innlent

Hollendingar áforma ekki frekari Icesave fundi

Hollendingar áforma ekki frekari samningaviðræður við Íslendinga í Icesave málinu. Þetta kemur fram í frétt á Reuters.

Reuters hefur þetta eftir heimildarmanni sem óskar nafnleyndar. Sá segir að Hollendingar verði áfram opnir fyrir samskiptum við íslensk stjórnvöld en að engar nýjar tillögur hafi verið lagðar fram af þeirra hálfu.

Í sömu frétt er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að Íslendingar..."hafi ennþá spil upp í erminni" en að hún hafi ekki útskýrt þau orð frekar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×