Hagnaður Íslandspósts 92 milljónir í fyrra 1. mars 2010 13:23 Hagnaður varð af rekstri Íslandspósts hf. á árinu 2009 að fjárhæð 92 milljónir króna og var EBITDA um 540 milljónir króna. Heildartekjur félagsins á síðasta ári námu 6,4 milljörðum króna og drógust saman um 3,7% frá fyrra ári.Í tilkynningu segir að heildareignir voru 5,1 milljarðar króna í árslok 2009 og eigið fé nam 2,6 milljörðum króna. Félagið greiddi 80 milljónir króna í arð til ríkissjóðs á árinu.Ennfremur segir að með hruni íslenskra fjármálafyrirtækja og erfiðu efnahagsumhverfi víða um heim reyndist árið 2009 íslensku atvinnulífi erfitt. Íslandspóstur fór ekki varhluta af því og var fyrri hluti ársins sérstaklega þungur undir fæti. Mikill samdráttur varð í magni bréfa og böggla þegar á 4. ársfjórðungi 2008 og hélt magnsamdráttur áfram á árinu 2009.Tekjur Íslandspósts drógust saman um 4% milli áranna 2008 og 2009 og þótt verulegt átak hafi verið gert til hagræðingar í rekstri, þá hefur það engan veginn dugað til þess að mæta þeirri arðsemiskröfu, sem fyrirtækinu er ætlað að standa undir og nemur um 10% af eigin fé.Í ljósi aðstæðna var nokkuð dregið úr endurbótum og framkvæmdum við starfsstöðvar Íslandspósts á árinu 2009. Engu að síður var nýtt pósthús tekið í notkun á Sauðárkróki í maímánuði og póstafgeiðslan á Akureyri var flutt í nýtt húsnæði við Strandgötu í ágústmánuði.Íslandspóstur annast einkarétt ríkisins á póstþjónustu. Samhliða einkaréttinum hvílir sú skylda á fyrirtækinu að sjá um móttöku og dreifingu áritaðra bréfa allt að 2 kg og böggla allt að 20 kg um land allt og er tekjum af einkarétti að hluta ætlað að standa undir kostnaði við þá þjónustu þar sem kostnaður við póstmeðhöndlun er meiri en almenn burðargjöld standa undir.Í umræðu um samkeppnisforskot Íslandspósts og meinta misnotkun fyrirtækisins á markaðsráðandi stöðu gleymist gjarnan að setja þessi réttindi og skyldur í samhengi. Auk alþjónustuskyldunnar ber Íslandspósti að þróa þjónustu fyrirtækisins í takt við tækni-, hagfræði- og félagslegt umhverfi og þarfir notenda eins og segir í 6. gr. laga um póstþjónustu nr. 19/2002.Með almennum samdrætti í bréfanotkun, sérstakri magnminnkun vegna efnahagssamdráttar í heiminum og fyrirsjáanlegum breytingum í bréfadreifingu hér á landi við afnám einkaréttar í ársbyrjun 2011 má gera ráð fyrir verulegum samdrætti í hlutdeild Íslandspósts á markaði einkaréttarbréfa sem kallar á breytingar á dreifingu, rekstri og vöruframboði.Stjórnendur Íslandspósts hafa unnið að undirbúningi þessara beytinga um misseraskeið og hefur þeim þegar verið og mun verða mætt með breytingum á vöruframboði og dreifingu eftir því sem tilefni verða til. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Hagnaður varð af rekstri Íslandspósts hf. á árinu 2009 að fjárhæð 92 milljónir króna og var EBITDA um 540 milljónir króna. Heildartekjur félagsins á síðasta ári námu 6,4 milljörðum króna og drógust saman um 3,7% frá fyrra ári.Í tilkynningu segir að heildareignir voru 5,1 milljarðar króna í árslok 2009 og eigið fé nam 2,6 milljörðum króna. Félagið greiddi 80 milljónir króna í arð til ríkissjóðs á árinu.Ennfremur segir að með hruni íslenskra fjármálafyrirtækja og erfiðu efnahagsumhverfi víða um heim reyndist árið 2009 íslensku atvinnulífi erfitt. Íslandspóstur fór ekki varhluta af því og var fyrri hluti ársins sérstaklega þungur undir fæti. Mikill samdráttur varð í magni bréfa og böggla þegar á 4. ársfjórðungi 2008 og hélt magnsamdráttur áfram á árinu 2009.Tekjur Íslandspósts drógust saman um 4% milli áranna 2008 og 2009 og þótt verulegt átak hafi verið gert til hagræðingar í rekstri, þá hefur það engan veginn dugað til þess að mæta þeirri arðsemiskröfu, sem fyrirtækinu er ætlað að standa undir og nemur um 10% af eigin fé.Í ljósi aðstæðna var nokkuð dregið úr endurbótum og framkvæmdum við starfsstöðvar Íslandspósts á árinu 2009. Engu að síður var nýtt pósthús tekið í notkun á Sauðárkróki í maímánuði og póstafgeiðslan á Akureyri var flutt í nýtt húsnæði við Strandgötu í ágústmánuði.Íslandspóstur annast einkarétt ríkisins á póstþjónustu. Samhliða einkaréttinum hvílir sú skylda á fyrirtækinu að sjá um móttöku og dreifingu áritaðra bréfa allt að 2 kg og böggla allt að 20 kg um land allt og er tekjum af einkarétti að hluta ætlað að standa undir kostnaði við þá þjónustu þar sem kostnaður við póstmeðhöndlun er meiri en almenn burðargjöld standa undir.Í umræðu um samkeppnisforskot Íslandspósts og meinta misnotkun fyrirtækisins á markaðsráðandi stöðu gleymist gjarnan að setja þessi réttindi og skyldur í samhengi. Auk alþjónustuskyldunnar ber Íslandspósti að þróa þjónustu fyrirtækisins í takt við tækni-, hagfræði- og félagslegt umhverfi og þarfir notenda eins og segir í 6. gr. laga um póstþjónustu nr. 19/2002.Með almennum samdrætti í bréfanotkun, sérstakri magnminnkun vegna efnahagssamdráttar í heiminum og fyrirsjáanlegum breytingum í bréfadreifingu hér á landi við afnám einkaréttar í ársbyrjun 2011 má gera ráð fyrir verulegum samdrætti í hlutdeild Íslandspósts á markaði einkaréttarbréfa sem kallar á breytingar á dreifingu, rekstri og vöruframboði.Stjórnendur Íslandspósts hafa unnið að undirbúningi þessara beytinga um misseraskeið og hefur þeim þegar verið og mun verða mætt með breytingum á vöruframboði og dreifingu eftir því sem tilefni verða til.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun