Lyf og heilsa sektuð um 130 milljónir fyrir markaðsmisnotkun 26. febrúar 2010 10:04 Mynd Vigfús Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt er í dag er komist að þeirri niðurstöðu að Lyf og heilsa hf. (L&h) hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með aðgerðum sem höfðu það markmið að hindra að nýr keppinautur í lyfsölu á Akranesi næði fótfestu á markaðnum. Í tilkynningu segir að aðgerðirnar voru til þess fallnar að senda skýr skilaboð til annarra aðila um að ekki myndi borga sig að reyna að keppa við L&h. Telur Samkeppniseftirlitið að brotin hafi verið alvarleg og leggur sekt á L&h að fjárhæð 130 milljónir kr. Aðdragandi málsins er að sumarið 2007 hóf nýtt apótek á Akranesi, Apótek Vesturlands (AV), samkeppni við apótek í eigu L&h sem var fyrir á staðnum. Í kjölfarið barst Samkeppniseftirlitinu ábending um að L&h hefðu gripið til aðgerða til að hindra að AV næði að hasla sér völl á Akranesi. Samkeppniseftirlitið ákvað að taka málið til rannsóknar og framkvæmdi húsleit hjá L&h þann 17. September 2007. Rannsókn málsins hefur verið umfangsmikil og lauk gagnaöflun í nóvember 2009. L&h hafa við meðferð málsins hafnað því alfarið að fyrirtækið væri markaðsráðandi. Þurfti Samkeppniseftirlitið því að taka þetta atriði til skoðunar, skilgreina samkeppnismarkaði málsins og meta stöðu fyrirtækja á honum. Hefur ákvörðunin að geyma ítarlega greiningu á markaði fyrir smásölu lyfja, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Á árinu 2006 ógilti Samkeppniseftirlitið samruna systurfélags L&h (DAC ehf.) við Lyfjaver, sem er keppinautur L&h. Í því máli var lagt til grundvallar að L&h og Lyfja væru í sameiginlega markaðsráðandi stöðu á höfuðborgarsvæðinu og að samruninn hefði styrkt hina sameiginlegu markaðsráðandi stöðu. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðunina. Í sameiginlegri markaðsráðandi stöðu felst í aðalatriðum að mögulegt er fyrir viðkomandi fyrirtæki að samhæfa hegðun sína á markaðnum án þess að þurfa að taka tillit til keppinauta eða neytenda. Eru fyrirtækin þannig í stöðu til þess að takmarka samkeppni og hækka verð. Í ljósi mótmæla L&h þurfti í þessu máli að rannsaka hvort þessi staða væri enn fyrir hendi. Gögn sem aflað var í húsleitinni hjá L&h staðfesta þetta. Gögn málsins sýna að L&h urðu þess áskynja í lok ársins 2006 að fyrirhugað væri að opna nýtt apótek á Akranesi en L&h ráku á þessum tíma eina apótekið þar. Ljóst er að L&h höfðu skýran ásetning til þess að koma í veg fyrir þessa nýju samkeppni m.a. með eftirfarandi aðgerðum: Fyrirsvarsmenn L&h höfðu samband við lyfjafræðinginn sem vann að stofnun AV og reyndu að fá hann til að hætta við opnun apóteks á Akranesi og gerast þess í stað starfsmaður L&h. Lyfjafræðingurinn hafnaði þessu tilboði. Innan L&h var rætt um að vera fyrri til og opna annað apótek á Akranesi (lágvöruverðsapótek). Var sagt að þetta myndi „girða alveg fyrir aðra samkeppni hér". L&h beittu sér gagnvart Högum, eiganda Bónuss sem er í sama húsnæði og AV hafði tryggt sér sölupláss, í því skyni að hindra innkomu hins nýja keppinautar. Í samskiptum við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið beittu L&h sér gegn því að AV fengi lyfsöluleyfi. Þessar aðgerðir dugðu ekki til að koma í veg fyrir að AV hæfi starfsemi og gripu L&h þá til markaðslegra aðgerða gegn keppinautnum. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt er í dag er komist að þeirri niðurstöðu að Lyf og heilsa hf. (L&h) hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með aðgerðum sem höfðu það markmið að hindra að nýr keppinautur í lyfsölu á Akranesi næði fótfestu á markaðnum. Í tilkynningu segir að aðgerðirnar voru til þess fallnar að senda skýr skilaboð til annarra aðila um að ekki myndi borga sig að reyna að keppa við L&h. Telur Samkeppniseftirlitið að brotin hafi verið alvarleg og leggur sekt á L&h að fjárhæð 130 milljónir kr. Aðdragandi málsins er að sumarið 2007 hóf nýtt apótek á Akranesi, Apótek Vesturlands (AV), samkeppni við apótek í eigu L&h sem var fyrir á staðnum. Í kjölfarið barst Samkeppniseftirlitinu ábending um að L&h hefðu gripið til aðgerða til að hindra að AV næði að hasla sér völl á Akranesi. Samkeppniseftirlitið ákvað að taka málið til rannsóknar og framkvæmdi húsleit hjá L&h þann 17. September 2007. Rannsókn málsins hefur verið umfangsmikil og lauk gagnaöflun í nóvember 2009. L&h hafa við meðferð málsins hafnað því alfarið að fyrirtækið væri markaðsráðandi. Þurfti Samkeppniseftirlitið því að taka þetta atriði til skoðunar, skilgreina samkeppnismarkaði málsins og meta stöðu fyrirtækja á honum. Hefur ákvörðunin að geyma ítarlega greiningu á markaði fyrir smásölu lyfja, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Á árinu 2006 ógilti Samkeppniseftirlitið samruna systurfélags L&h (DAC ehf.) við Lyfjaver, sem er keppinautur L&h. Í því máli var lagt til grundvallar að L&h og Lyfja væru í sameiginlega markaðsráðandi stöðu á höfuðborgarsvæðinu og að samruninn hefði styrkt hina sameiginlegu markaðsráðandi stöðu. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðunina. Í sameiginlegri markaðsráðandi stöðu felst í aðalatriðum að mögulegt er fyrir viðkomandi fyrirtæki að samhæfa hegðun sína á markaðnum án þess að þurfa að taka tillit til keppinauta eða neytenda. Eru fyrirtækin þannig í stöðu til þess að takmarka samkeppni og hækka verð. Í ljósi mótmæla L&h þurfti í þessu máli að rannsaka hvort þessi staða væri enn fyrir hendi. Gögn sem aflað var í húsleitinni hjá L&h staðfesta þetta. Gögn málsins sýna að L&h urðu þess áskynja í lok ársins 2006 að fyrirhugað væri að opna nýtt apótek á Akranesi en L&h ráku á þessum tíma eina apótekið þar. Ljóst er að L&h höfðu skýran ásetning til þess að koma í veg fyrir þessa nýju samkeppni m.a. með eftirfarandi aðgerðum: Fyrirsvarsmenn L&h höfðu samband við lyfjafræðinginn sem vann að stofnun AV og reyndu að fá hann til að hætta við opnun apóteks á Akranesi og gerast þess í stað starfsmaður L&h. Lyfjafræðingurinn hafnaði þessu tilboði. Innan L&h var rætt um að vera fyrri til og opna annað apótek á Akranesi (lágvöruverðsapótek). Var sagt að þetta myndi „girða alveg fyrir aðra samkeppni hér". L&h beittu sér gagnvart Högum, eiganda Bónuss sem er í sama húsnæði og AV hafði tryggt sér sölupláss, í því skyni að hindra innkomu hins nýja keppinautar. Í samskiptum við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið beittu L&h sér gegn því að AV fengi lyfsöluleyfi. Þessar aðgerðir dugðu ekki til að koma í veg fyrir að AV hæfi starfsemi og gripu L&h þá til markaðslegra aðgerða gegn keppinautnum.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira