Lyf og heilsa sektuð um 130 milljónir fyrir markaðsmisnotkun 26. febrúar 2010 10:04 Mynd Vigfús Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt er í dag er komist að þeirri niðurstöðu að Lyf og heilsa hf. (L&h) hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með aðgerðum sem höfðu það markmið að hindra að nýr keppinautur í lyfsölu á Akranesi næði fótfestu á markaðnum. Í tilkynningu segir að aðgerðirnar voru til þess fallnar að senda skýr skilaboð til annarra aðila um að ekki myndi borga sig að reyna að keppa við L&h. Telur Samkeppniseftirlitið að brotin hafi verið alvarleg og leggur sekt á L&h að fjárhæð 130 milljónir kr. Aðdragandi málsins er að sumarið 2007 hóf nýtt apótek á Akranesi, Apótek Vesturlands (AV), samkeppni við apótek í eigu L&h sem var fyrir á staðnum. Í kjölfarið barst Samkeppniseftirlitinu ábending um að L&h hefðu gripið til aðgerða til að hindra að AV næði að hasla sér völl á Akranesi. Samkeppniseftirlitið ákvað að taka málið til rannsóknar og framkvæmdi húsleit hjá L&h þann 17. September 2007. Rannsókn málsins hefur verið umfangsmikil og lauk gagnaöflun í nóvember 2009. L&h hafa við meðferð málsins hafnað því alfarið að fyrirtækið væri markaðsráðandi. Þurfti Samkeppniseftirlitið því að taka þetta atriði til skoðunar, skilgreina samkeppnismarkaði málsins og meta stöðu fyrirtækja á honum. Hefur ákvörðunin að geyma ítarlega greiningu á markaði fyrir smásölu lyfja, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Á árinu 2006 ógilti Samkeppniseftirlitið samruna systurfélags L&h (DAC ehf.) við Lyfjaver, sem er keppinautur L&h. Í því máli var lagt til grundvallar að L&h og Lyfja væru í sameiginlega markaðsráðandi stöðu á höfuðborgarsvæðinu og að samruninn hefði styrkt hina sameiginlegu markaðsráðandi stöðu. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðunina. Í sameiginlegri markaðsráðandi stöðu felst í aðalatriðum að mögulegt er fyrir viðkomandi fyrirtæki að samhæfa hegðun sína á markaðnum án þess að þurfa að taka tillit til keppinauta eða neytenda. Eru fyrirtækin þannig í stöðu til þess að takmarka samkeppni og hækka verð. Í ljósi mótmæla L&h þurfti í þessu máli að rannsaka hvort þessi staða væri enn fyrir hendi. Gögn sem aflað var í húsleitinni hjá L&h staðfesta þetta. Gögn málsins sýna að L&h urðu þess áskynja í lok ársins 2006 að fyrirhugað væri að opna nýtt apótek á Akranesi en L&h ráku á þessum tíma eina apótekið þar. Ljóst er að L&h höfðu skýran ásetning til þess að koma í veg fyrir þessa nýju samkeppni m.a. með eftirfarandi aðgerðum: Fyrirsvarsmenn L&h höfðu samband við lyfjafræðinginn sem vann að stofnun AV og reyndu að fá hann til að hætta við opnun apóteks á Akranesi og gerast þess í stað starfsmaður L&h. Lyfjafræðingurinn hafnaði þessu tilboði. Innan L&h var rætt um að vera fyrri til og opna annað apótek á Akranesi (lágvöruverðsapótek). Var sagt að þetta myndi „girða alveg fyrir aðra samkeppni hér". L&h beittu sér gagnvart Högum, eiganda Bónuss sem er í sama húsnæði og AV hafði tryggt sér sölupláss, í því skyni að hindra innkomu hins nýja keppinautar. Í samskiptum við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið beittu L&h sér gegn því að AV fengi lyfsöluleyfi. Þessar aðgerðir dugðu ekki til að koma í veg fyrir að AV hæfi starfsemi og gripu L&h þá til markaðslegra aðgerða gegn keppinautnum. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt er í dag er komist að þeirri niðurstöðu að Lyf og heilsa hf. (L&h) hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með aðgerðum sem höfðu það markmið að hindra að nýr keppinautur í lyfsölu á Akranesi næði fótfestu á markaðnum. Í tilkynningu segir að aðgerðirnar voru til þess fallnar að senda skýr skilaboð til annarra aðila um að ekki myndi borga sig að reyna að keppa við L&h. Telur Samkeppniseftirlitið að brotin hafi verið alvarleg og leggur sekt á L&h að fjárhæð 130 milljónir kr. Aðdragandi málsins er að sumarið 2007 hóf nýtt apótek á Akranesi, Apótek Vesturlands (AV), samkeppni við apótek í eigu L&h sem var fyrir á staðnum. Í kjölfarið barst Samkeppniseftirlitinu ábending um að L&h hefðu gripið til aðgerða til að hindra að AV næði að hasla sér völl á Akranesi. Samkeppniseftirlitið ákvað að taka málið til rannsóknar og framkvæmdi húsleit hjá L&h þann 17. September 2007. Rannsókn málsins hefur verið umfangsmikil og lauk gagnaöflun í nóvember 2009. L&h hafa við meðferð málsins hafnað því alfarið að fyrirtækið væri markaðsráðandi. Þurfti Samkeppniseftirlitið því að taka þetta atriði til skoðunar, skilgreina samkeppnismarkaði málsins og meta stöðu fyrirtækja á honum. Hefur ákvörðunin að geyma ítarlega greiningu á markaði fyrir smásölu lyfja, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Á árinu 2006 ógilti Samkeppniseftirlitið samruna systurfélags L&h (DAC ehf.) við Lyfjaver, sem er keppinautur L&h. Í því máli var lagt til grundvallar að L&h og Lyfja væru í sameiginlega markaðsráðandi stöðu á höfuðborgarsvæðinu og að samruninn hefði styrkt hina sameiginlegu markaðsráðandi stöðu. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðunina. Í sameiginlegri markaðsráðandi stöðu felst í aðalatriðum að mögulegt er fyrir viðkomandi fyrirtæki að samhæfa hegðun sína á markaðnum án þess að þurfa að taka tillit til keppinauta eða neytenda. Eru fyrirtækin þannig í stöðu til þess að takmarka samkeppni og hækka verð. Í ljósi mótmæla L&h þurfti í þessu máli að rannsaka hvort þessi staða væri enn fyrir hendi. Gögn sem aflað var í húsleitinni hjá L&h staðfesta þetta. Gögn málsins sýna að L&h urðu þess áskynja í lok ársins 2006 að fyrirhugað væri að opna nýtt apótek á Akranesi en L&h ráku á þessum tíma eina apótekið þar. Ljóst er að L&h höfðu skýran ásetning til þess að koma í veg fyrir þessa nýju samkeppni m.a. með eftirfarandi aðgerðum: Fyrirsvarsmenn L&h höfðu samband við lyfjafræðinginn sem vann að stofnun AV og reyndu að fá hann til að hætta við opnun apóteks á Akranesi og gerast þess í stað starfsmaður L&h. Lyfjafræðingurinn hafnaði þessu tilboði. Innan L&h var rætt um að vera fyrri til og opna annað apótek á Akranesi (lágvöruverðsapótek). Var sagt að þetta myndi „girða alveg fyrir aðra samkeppni hér". L&h beittu sér gagnvart Högum, eiganda Bónuss sem er í sama húsnæði og AV hafði tryggt sér sölupláss, í því skyni að hindra innkomu hins nýja keppinautar. Í samskiptum við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið beittu L&h sér gegn því að AV fengi lyfsöluleyfi. Þessar aðgerðir dugðu ekki til að koma í veg fyrir að AV hæfi starfsemi og gripu L&h þá til markaðslegra aðgerða gegn keppinautnum.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun