Viðskipti innlent

Seðlabanka Íslands er ekki tryggt nægilegt sjálfstæði

Bankanum er ekki tryggt nægilegt sjálfstæði, að því er segir í skýrslu Evrópusambandsins.
Bankanum er ekki tryggt nægilegt sjálfstæði, að því er segir í skýrslu Evrópusambandsins.

Sjálfstæði Seðlabanka Íslands gagnvart stjórnvöldum er ekki nægilega tryggt í íslenskri löggjöf. Þetta hefur dregið úr trúverðugleika og virkni peningastefnu íslenskra stjórnvalda, segir greiningarskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Skýrslan var kynnt var í vikunni. Meginniðurstaða hennar er að Ísland fullnægi öllum skilyrðum sem umsóknarríki um aðild að sambandinu.

Í skýrslunni segir að þótt Seðlabanka Íslands sé tryggt sjálfstæði í störfum sínum sé stofnanalegt sjálfstæði bankans ekki nægilega tryggt. Í sumum tilvikum sé honum uppálagt að taka við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum. Seðlabankinn sé í eigu ríkisins og stjórnskipulega á ábyrgð viðskipta- og efnahagsráðuneytisins.

Það geti haft áhrif á sjálfstæði bankans. Því þurfi að breyta með lögum.

Eins er sjálfstæði þeirra einstaklinga sem taka ákvarðanir innan stofnana Seðlabankans ekki talið nægilega tryggt. Þar er vísað til seðlabankastjóra, peningastefnunefndar og bankaráðs.

Auk ákvæða um sjálfstæði Seðlabankans þurfi að herða reglur íslenskra laga um bann við lánveitingum Seðlabankans til íslenska ríkisins til þess að ryðja úr vegi þeim lagalegu hindrunum sem eru í vegi fyrir því að Ísland fái aðild að Efnahags- og myntbandalaginu. - pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×