Vogunarsjóðir og bankar undirbúa árás á evruna 26. febrúar 2010 11:50 Æðstu stjórnendur nokkurra stórra vogunarsjóða og banka renna nú á lyktina af blóði og gulli. Þeir hafa haldið fjölda óformlegra „hugmynda-funda" þar sem umræðuefnið er hvernig veikja megi evruna ennfrekar og græða stjarnfræðilegar upphæðir í leiðinni.Það er blaðið Wall Street Journal (WSJ) sem upplýsir um málið í dag. Þar segir að nú sé farið að tala um meir og minna skipulagða árás á evruna frá þessum vogunarsjóðum og bönkum. Markmiðið er að koma evrunni niður í einn á móti dollara fyrir áramót en gengið stendur í 1,36 í dag.Samkvæmt WSJ var haldinn „hugmynda-fundur" í fjárfestingabanka á Manhattan þann 8. febrúar s.l. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru toppmenn frá SAC Capital og Soros Fund Management. Þar var rætt um takmarkið að koma gengi evrunna gangvart dollaranum í einn á móti einum.Fram kemur í WSJ að fari svo að þessir sjóðir og bankar fari að taka stórar skortstöður gegn evrunni sé nánast sjálfgefið að hún muni veikjast töluvert frá því sem nú er. Raunar virðist ballið þegar byrjað því dagana eftir 8. febrúar kom bylgja af sölutilboðum á evrunni á alþjóðamarkaði sem olli veikingu gjaldmiðilsins.Þá upplýsir WSJ að bankar á borð við Goldman Sachs, Merill Lynch og Barclays séu farnir að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérlega árásargjörn tilboð um veðmál gegn evrunni. Fyrir 70.000 dollara geturðu veðjað á að gengi evrunnar fari í einn á móti dollara fyrir áramót. Gerist það vinnur viðkomandi milljón dollara. Líklurnar eru sum sé 14-1. Í nóvember á síðasta ári voru líkurnar 33-1. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Æðstu stjórnendur nokkurra stórra vogunarsjóða og banka renna nú á lyktina af blóði og gulli. Þeir hafa haldið fjölda óformlegra „hugmynda-funda" þar sem umræðuefnið er hvernig veikja megi evruna ennfrekar og græða stjarnfræðilegar upphæðir í leiðinni.Það er blaðið Wall Street Journal (WSJ) sem upplýsir um málið í dag. Þar segir að nú sé farið að tala um meir og minna skipulagða árás á evruna frá þessum vogunarsjóðum og bönkum. Markmiðið er að koma evrunni niður í einn á móti dollara fyrir áramót en gengið stendur í 1,36 í dag.Samkvæmt WSJ var haldinn „hugmynda-fundur" í fjárfestingabanka á Manhattan þann 8. febrúar s.l. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru toppmenn frá SAC Capital og Soros Fund Management. Þar var rætt um takmarkið að koma gengi evrunna gangvart dollaranum í einn á móti einum.Fram kemur í WSJ að fari svo að þessir sjóðir og bankar fari að taka stórar skortstöður gegn evrunni sé nánast sjálfgefið að hún muni veikjast töluvert frá því sem nú er. Raunar virðist ballið þegar byrjað því dagana eftir 8. febrúar kom bylgja af sölutilboðum á evrunni á alþjóðamarkaði sem olli veikingu gjaldmiðilsins.Þá upplýsir WSJ að bankar á borð við Goldman Sachs, Merill Lynch og Barclays séu farnir að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérlega árásargjörn tilboð um veðmál gegn evrunni. Fyrir 70.000 dollara geturðu veðjað á að gengi evrunnar fari í einn á móti dollara fyrir áramót. Gerist það vinnur viðkomandi milljón dollara. Líklurnar eru sum sé 14-1. Í nóvember á síðasta ári voru líkurnar 33-1.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira