Stærstu eigendur Landsbankans og Glitnis hugsanlega krafðir um bætur 28. febrúar 2010 19:14 Slitastjórnir Landsbankans og Glitnis skoða nú möguleika á því að krefja fyrrverandi stærstu eigendur bankans um skaðabætur vegna tjóns sem grunur leikur á að þeir hafi valdið bankanum. Slitastjórnir allra gömlu bankanna rannsaka nú hvort tilefni sé til að höfða skaðabótamál gegn fyrrverandi stjórnendum. Rannsóknin beinist að því hvort að þeir hafi gert einhverjar ráðstafanir sem gætu reynst bótaskyldar en slíkar kröfur eru taldar geta numið milljörðum króna. Það eru þó ekki einungis stjórnendur sem geta verið bótaskyldir. Heimildir fréttastofu herma að slitastjórn Landsbankans kanni einnig hvort að eigendur hafi með háttsemi sinni skapað bankanum tjón. Skiptir þá engu þó að viðkomandi hafi ekki átt sæti í stjórn bankans en rannsakað er hvort að þeir hafi með óbeinum hætti komið að ákvörðunartöku um lánveitingar sem voru í andstöðu við útlánareglur bankans. Gæti það t.a.m. verið lánveitingar gegn ótraustum veðum eða lánveitingar til tengdra aðila eða jafnvel í einkaverkefni þeirra. Heimildir fréttastofu herma að meðal annars Björgólfur Thor Björgólfsson sé til skoðunar. Hann átti Samson eignarhaldsfélag með föður sínum Björgólfi Guðmundssyni sem fór að jafnaði með um fjörutíu prósenta hlut í Landsbankanum. Steinunn Guðbjartsdóttir sem á sæti í slitastjórn Glitnis staðfesti í samtali við fréttastofu að einnig sé verið að skoða hvort tilefni sé til að krefja fyrrverandi eigendur bankans um skaðabætur. Samkvæmt hlutafélagalögum eru stjórnarmenn og framkvæmdastjórar skyldir til að bæta hlutafélagi það tjón sem þeir hafa valdið því í störfum sínum. Það er aftur á móti ekki fordæmalaust að hluthafar séu krafðir um skaðabætur við gjaldþrot fyrirtækis. Dómaframkvæmd sýnir að ráðandi eigendur geta talist skuggastjórnendur og borið ábyrgð samkvæmt því. Hjá Kaupþingi fengust þær upplýsingar að eigendur séu ekki til skoðunar, heldur stjórnarmenn sem sátu fyrir þeirra hönd. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Slitastjórnir Landsbankans og Glitnis skoða nú möguleika á því að krefja fyrrverandi stærstu eigendur bankans um skaðabætur vegna tjóns sem grunur leikur á að þeir hafi valdið bankanum. Slitastjórnir allra gömlu bankanna rannsaka nú hvort tilefni sé til að höfða skaðabótamál gegn fyrrverandi stjórnendum. Rannsóknin beinist að því hvort að þeir hafi gert einhverjar ráðstafanir sem gætu reynst bótaskyldar en slíkar kröfur eru taldar geta numið milljörðum króna. Það eru þó ekki einungis stjórnendur sem geta verið bótaskyldir. Heimildir fréttastofu herma að slitastjórn Landsbankans kanni einnig hvort að eigendur hafi með háttsemi sinni skapað bankanum tjón. Skiptir þá engu þó að viðkomandi hafi ekki átt sæti í stjórn bankans en rannsakað er hvort að þeir hafi með óbeinum hætti komið að ákvörðunartöku um lánveitingar sem voru í andstöðu við útlánareglur bankans. Gæti það t.a.m. verið lánveitingar gegn ótraustum veðum eða lánveitingar til tengdra aðila eða jafnvel í einkaverkefni þeirra. Heimildir fréttastofu herma að meðal annars Björgólfur Thor Björgólfsson sé til skoðunar. Hann átti Samson eignarhaldsfélag með föður sínum Björgólfi Guðmundssyni sem fór að jafnaði með um fjörutíu prósenta hlut í Landsbankanum. Steinunn Guðbjartsdóttir sem á sæti í slitastjórn Glitnis staðfesti í samtali við fréttastofu að einnig sé verið að skoða hvort tilefni sé til að krefja fyrrverandi eigendur bankans um skaðabætur. Samkvæmt hlutafélagalögum eru stjórnarmenn og framkvæmdastjórar skyldir til að bæta hlutafélagi það tjón sem þeir hafa valdið því í störfum sínum. Það er aftur á móti ekki fordæmalaust að hluthafar séu krafðir um skaðabætur við gjaldþrot fyrirtækis. Dómaframkvæmd sýnir að ráðandi eigendur geta talist skuggastjórnendur og borið ábyrgð samkvæmt því. Hjá Kaupþingi fengust þær upplýsingar að eigendur séu ekki til skoðunar, heldur stjórnarmenn sem sátu fyrir þeirra hönd.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira