Fleiri fréttir

Asíu- og Evrópumarkaðir í uppsveiflu í morgun

Flestir markaðir í Asíu opnuðu í uppsveiflu í morgun sökum þess að menn þar eru bjartsýnir á að aðgerðir helstu leiðtogas heims gegn fjármálakreppunni muni bera árangur.

Royal Bank of Scotland þjóðnýttur í dag

Royal Bank of Scotland, helsti viðskiptabanki Kaupþings í Bretlandi, verður þjóðnýttur í dag. Bankinn tapaði miklum fjárhæðum þegar Kaupþing fór í þrot.

Philip Green setur tímamörk á kaup sín á skuldum Baugs

Auðmaðurinn Philip Green segir í samtali við Daily Mail að kaup hans á hátt í 2 milljarða punda af skuldum Baugs Group verði að eiga sér stað innan næstu tveggja sólarhringa ef af þeim á að verða á annað borð.

Green eignast Baug ekki á brunaútsölu

Engar líkur eru á að Philip Green eignist Baug fyrir þær fjárhæðir sem hann býður íslenska ríkinu. Erlendir og innlendir lánardrottnar íslensku bankanna eru sagðir setja sig upp á móti því að Green fái Baug á brunaútsölu. Jón Ásgeir Jóhannesson segir það koma í ljós á næstu dögum hvort að hann missi félagið.

Stjórn Icelandair Group gefur yfirlit um afkomu

Í ljósi óvenjulegra aðstæðna á fjármálamörkuðum hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að senda frá sér tilkynningu um óendurskoðað uppgjör og yfirlit um rekstur félagsins á fyrstu 8 mánuðum ársins 2008.

Íslendingum nokkrar leiðir færar í myntmálum

„Þetta er svipað og maður hefði sett farsímann sinn í þvottavélina og stillt hana á suðuþvott,“ sagði Þórólfur Matthíasson hagfræðingur þegar Sigmundur Ernir Rúnarsson spurði hann hvort útséð væri með krónuna en Þórólfur var gestur í Mannamáli Sigmundar í kvöld.

Ný framtíðarstjórn Glitnis síðar í vikunni

Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, hefur að eigin ósk látið af starfi stjórnarformanns í bráðabirgðarstjórn hins nýja Glitnis. Í hans stað kemur Þóra Margrét Hjaltested.

Segir Íslendinga hafa neyðst til að leita ásjár Rússa

Íslendingar neyddust til að leita til Rússa um fjárhagsaðstoð á ögurstundu eftir að hafa farið bónleiðir til búðar vestrænna ríkisstjórna. Þetta segir breski hagfræðiprófessorinn Richard Portes í viðtali við fréttavefinn Bloomberg í dag.

„Þeir sem vara við eru kallaðir svartsýnir“

Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur ræddi við Egil Helgason í Silfrinu í dag. Ragnar taldi upp frægar kreppur og sagði þær allar til komnar vegna afskiptaleysis, einnig þá sem nú ríki.

Austurrísk bankasamsteypa tapar 42 milljörðum kr. á Íslandi

Austurríska bankasamsteypan Erste Group Bank hefur tilkynnt að íslensku bankarnir hafi skuldað henni 300 milljónir evra eða sem svarar til um 42 milljarða kr. Verði uppgjör samsteypunnar fyrir þriðja ársfjórðung endurskoðað af þessum sökum.

Örlög Baugs ráðast um helgina

Framtíð Baugs Group ræðst um helgina. Sir Philip Green hefur boðist til að kaupa skuldir félagsins við íslenska banka á ríflegum afslætti af íslenska ríkinu.

Athugasemd frá framkvæmdastjóra Kortaþjónustunnar

Í kjölfar fréttar um tveir stærstu bankar Danmerkur, Danske Bank og Nordea Bank, hafi ákveðið að taka fyrir allar peningamillifærslur á milli Íslands og Danmerkur í dag og að allar kortafærslur um danska kortafyrirtækið BBS

IceSave-samningar við Breta í augsýn

Fréttir berast nú af því að samkomulag um IceSave-reikninga sé í augsýn milli Breta og Íslendinga en fulltrúar ríkjanna hafa fundað um sameiginleg hagsmunamál og ásættanlegar niðurstöður fyrir báða aðila, segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Samið við Hollendinga um IceSave-innstæður

Hollensk og íslensk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um lausn á málum hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Mikil sveifla á Wall Street

Vikan hefur aldrei verið verri á bandarískum hlutabréfamarkaði. Helstu hlutabréfavísitölur tóku mikla dýfu í byrjun dags en jöfnuðu sig þegar nær dró lokum viðskiptadagsins.

Einkunnirnar hrapa

Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa í vikunni ítrekað lækkað lánshæfiseinkunnir bæði ríkissjóðs og bankanna.

Hlutabréf í Evrópu hrynja áfram

Hrun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag vegna ótta fjárfesta um að aðgerðir stjórnvalda í löndunum um að blása lífi í efnhagslífið dygðu ekki.

Íhuga að loka kauphöllum

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að ríkisstjórnir stærstu landa heims íhugi nú að loka hlutabréfamörkuðum sínum vegna hins mikla verðfalls sem orðið hefur síðustu daga og vikur.

Reynt til hins ýtrasta að svara spurningum viðskiptavina

Glitnir hefur komið upp svokölluðu „spurt og svarað" svæði á heimsíðu bankans þar sem leitast er við að svara þeim spurningum sem brenna á viðskiptavinum. Svörin snúa að ýmsum atriðum sem snerta daglegt líf viðskiptavina bankans, t.d. varðandi innistæðutryggingar, verðbréfasjóði og hlutabréf, húsnæðislán og bílalán.

Halldór og Sigurjón formlega hættir hjá Landsbankanum

Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Árnason hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þeir hafi óskað eftir að láta af störfum sem bankastjórar Landsbankans í gær og að skilanefnd bankans hafi fallist á það.

Bresk sendinefnd á leið til landsins að ræða málin

Sendinefnd á vegum breska fjármálaráðuneytisins er á leið til landsins til að ræða við íslensk stjórnvöld um bankakreppuna sem upp er komin hérlendis og áhrif hennar á innistæður Breta í íslenskum bönkum þar í landi.

Verðbólga eykst í Slóvakíu

Verðbólga mældist 5,4 prósent í Slóvakíu í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum hagstofu landsins. Verðbólgan hefur ekki verið meiri síðan í desember 2004.

Olíuverð ekki lægra í rúmt ár

Verð á framvirkum samningum á hráolíu féll um rúm 5,4 dali á tunnu í dag og stendur verði ðnú í 81 dal á tunnu. Verðfallið nemur sex prósentum.

Sjá næstu 50 fréttir