Fleiri fréttir Lækkun úttektarheimilda á kortum kemur fólki í opna skjöldu Úttektarheimildir á kreditkortum hafa verið lækkaðar í mörgum tilvikum, sem hefur komið fólki í opna skjöldu. 10.10.2008 07:43 Framkvæmdir við tónlistarhúsið gætu verið í uppnámi Í ljósi nýrrar og gjörbreyttrar stöðu eru forsendur brostnar fyrir kauptilboðum Landsbanka og Kaupþings í allar eignir Nýsis sem barst félaginu í september. 10.10.2008 07:37 Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka Einn af örfáum ljósum punktum í fjármálakreppunni er að heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka. 10.10.2008 07:32 Markaðir í Asíu hrundu í nótt og í Evrópu í morgun Markaðir í Asíu hrundu í nótt í kjölfar blóðbaðsins á Wall Street í gærkvöldi. 10.10.2008 07:31 Fá starfsmenn Landsbankans greidd laun? Eiríkur Elís Þorláksson héraðsdómslögmaður hjá LEX lögmannsstofu segir ákvæði í neyðarlögunum svokölluðu sem sett voru á mánudaginn orka tvímælis. Þar segir að lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti gildi ekki. Eiríkur telur að um þetta atriði verði deilt á næstunni. 9.10.2008 21:13 Dow Jones hrundi á afmælisdeginum Gengi hlutabréfa í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors hrundi um 31 prósent á fjármálamörkuðum vestanhafs í dag eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor´s setti félagið á athugunarlista með mögulega lækkun í huga. Ástæðan fyrir þessu er minnkandi sala á nýjum bílum fyrirtækisins í Bandaríkjunum samfara hrakspám um yfirvofandi efnahagssamdrátt. 9.10.2008 21:13 Dow Jones í frjálsu falli Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll skyndilega niður um 5,14 prósent fyrir stundu og fór undir 9.000 stigin fyrir stundu. Svo virðist sem mikil lækkun á gengi hlutabréfa bandaríska bílaframleiðandans General Motors hafi dregið hlutabréfamarkaðinn með sér í fallinu. 9.10.2008 19:41 EPCOS eignast 60 % hlut í Becromal á Íslandi Þýski raftækjaframleiðandinn EPCOS kaupir Becromal SpA Ítalska fyrirtækið Becromal SpA keypt af þýska raftækjaframleiðandanum EPCOS. EPCOS eignast 60 prósent hlut í Becromal á Íslandi, en 40 prósent hlutur verður áfram í eigu íslenska orkufyrirtækisins Strokkur Energy. Útflutningstekjur af starfsemi Becromal á Íslandi verða um 110 milljónir Bandaríkjadala í fyrsta áfanga. 9.10.2008 19:31 Bauhaus frestar opnun hér á landi Poul Steffensen talsmaður byggingarvörurisans Bauhaus segir að í ljósi efnahagsaðstæðna hér á landi hafi fyrirtækið tekið ákvörðun um að fresta opnun verslunar fyrirtækisins hér á landi. Hann segir frekari frétta að vænta um málið á næstu dögum. 9.10.2008 18:35 Ekki allt rétt sem sagt er um Seðlabankann Seðlabanki Íslands segir nauðsynlegt að koma á framfæri staðreyndum um gjaldeyrisskiptasamninga og eflingu gjaldeyrisforðans því umræða um viðleitni Seðlabankans til að efla erlenda stöðu sína í ár hafi verið afar gagnrýnin og margt verið sagt sem ekki eigi við rök að styðjast. Þetta kemur fram í fyrirlýsingu frá Seðlabankanum. 9.10.2008 18:14 Birgir Bieltvedt opnar fyrir sölu á Magasin og Illum Birgir Bieltvedt meðeigandi og varaformaður stjórnar Magasin du Nord og Illum í Kaupmannahöfn hefur opnað fyrir möguleika á sölu þessara stórverslana. Í frétt í börsen í dag segir Birgir að nú sé gott augnablik fyrir hugsanlegan kaupenda. 9.10.2008 15:56 Kauphöllin í Osló lokar fyrir öll viðskipti með Glitni Kauphöllin í Osló hefur ákveðið að loka fyrir öll viðskipti með Glitni í kauphöllinni. Fyrr í morgun var lokað fyrir viðskipti með Kaupþing í kauphöllinni og á þriðjudag var lokað fyrir viðskiptin með Landsbanki Norge. 9.10.2008 15:30 Íslenska lífeyrissjóðnum lokað tímabundið Íslenski lífeyrissjóðurinn verður vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem nú eru á mörkuðum að loka í nokkra daga fyrir útgreiðslu úr sjóðnum og flutninga milli fjárfestingaleiða sjóðsins og annarra vörsluaðila. 9.10.2008 15:19 Almannasamgöngur í London tapa stórt á Kaupþingi Almannasamgöngukerfi London-borgar, Traffic of London, mun hugsnlega tapa stórum fjárhæðum í kjölfar þess að Kaupþingsbankinn Singer & Fredlander er kominn í umsjón breska fjármálaeftirlitsins. 9.10.2008 14:40 Fitch lækkar lánshæfismatið hjá Straumi Fitch Ratings hefur gert eftirfarandi breytingar á lánshæfiseinkunnum Straums. Langtímaeinkunn var lækkuð í BB úr BB+'.Skammtímaeinkunn var staðfest sem B, horfur í athugun. Stuðningseinkunn var breytt í 5 úr 3. 9.10.2008 13:55 Engin gjaldeyrisviðskipti í gangi við erlenda banka Samkvæmt frétt á Bloomberg-fréttaveitunni eru engin gjaldeyrisviðskipti nú í gangi milli Íslands og erlendra banka. Algengt skráð dagsverð á evrunni í Evrópu er nú í kringum 340 kr.. Hér heima er verðið skráð 157 kr.. 9.10.2008 13:01 Glitnir í Lúxemborg fær greiðslustöðvun Stjórn Glitnis Bank í Lúxemborg, sem er dótturfélag Glitnis, óskaði í gær eftir því að félaginu væri veitt greiðslustöðvun. 9.10.2008 12:56 Fitch segir Glitni vera gjaldþrota Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings Services tilkynnti í gær breytingu á langtíma lánshæfismatseinkunn Glitnis úr B í D. Einkunin D þýðir í raun að Fitch telji viðkomandi vera gjaldþrota. 9.10.2008 12:21 Aðalmiðlarar leystir skyldum um viðskiptavakt með ríkisbréf Rétt í þessu gaf Seðlabanki út þá tilkynningu að aðalmiðlarar eru leystir tímabundið undan öllum skyldum að því er varðar viðskiptavakt með ríkisbréf á eftirmarkaði. 9.10.2008 11:55 Kaupþing lokar Edge-reikningum í Noregi Búið er að loka fyrir úttektir á Edge-reikningum Kaupþings í Noregi og hafa sparifjáreigendur þar ekki lengur aðgang að þeim. 9.10.2008 11:11 Reykjanesbær í viðræðum um að hjálpa SpKef Reykjanesbær vinnur nú að því að koma Sparisjóði Keflavíkur til hjálpar í því óveðri sem gengur yfir íslenskt fjármálakerfi. Bæjarstjórinn Árni Sigfússon segir í samtali við Vísi að verið sé að skoða málið „mjög alvarlega“. 9.10.2008 11:09 Finnur úr stjórn VBS Finnur Sveinbjörnsson hefur sagt sig úr stjórn VBS fjárfestingarbanka. Ástæðan er sú að hann hefur tekið sæti í skilanefnd Kaupþings sem Fjármálaeftirlitið tók yfir í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 9.10.2008 11:03 Novator í viðræðum um sölu á 10% í Elisa Novator, félag Björgólfs Thor Björgólfssonar, á nú í viðræðum við hóp alþjóðlegra fjárfesta um sölu á 10% hlut sínum í finnska símafélaginu Elisa. Ásgeir Friðgeirsson talsmaður Novators segir að mikil hreyfing hafi komist á málið í vikunni. 9.10.2008 10:58 Hreint hræðilegar fréttir, segir framkvæmdastjóri SSF Friðbert Traustason framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) segir að þetta séu hreint hræðilegar fréttir sem berst nú úr Landsbankanum. 9.10.2008 10:46 Saxo Bank: "Hundfúlt að spádómur okkar rættist" Þetta er fyrirsögn í börsen í morgun þar sem rifjað er upp að greining Saxo Bank í Danmörku spáði því í febrúar að Kaupþing myndi falla. 9.10.2008 10:06 Enn misræmi á íslensku krónunni Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,38 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og stendur gengisvísitalan í 251,8 stigum. Talsvert misræmi er á gengi krónunnar hér og í öðrum löndum. 9.10.2008 09:51 Nýi Glitnir stofnaður Nýi Glitnir banki hf. hefur verið stofnaður. Þetta er líkt og gert var með Landsbankann sem varð Nýi Landsbankinn hf á dögunum í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið. Eins og með þann banka er heimilisfang Nýja Glitnis að Lindargötu 1-3 en þar er fjármálaráðuneytið einnig til húsa. 9.10.2008 09:47 Slök peningamálastefna og stórt bankakerfi orsök hrunsins Tveir þættir ráða því hvernig fór fyrir íslensku bönkunum þremur að mati Jóns Daníelssonar, dósents við London School og Economics. Það var slök peningamálastefna og of stórt bankakerfi. 9.10.2008 09:44 Kaupþingstap Tchenguiz talið nema um 180 milljörðum kr. Tap fasteignamógúlsins og stjórnarmannsins í Exista, Robert Tchenguiz , vegna Kaupþings er nú metið á einn milljarð punda eða sem svarar til um 180 milljörðum kr.. 9.10.2008 09:42 SPRON endurmetur stöðuna í ljósi örlaga Kaupþings Ekkert verður af sameiningu Kaupþings og SPRON í ljósi þess að Fjármálaeftirlitið tók yfir Kaupþing í nótt. Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON segist lítið geta tjáð sig um málið á þessari stundu, þar á bæ séu menn að endurmeta stöðuna. 9.10.2008 09:32 Stýrivaxtalækkun tikkar inn í Evrópu Talsverð hækkun er á flestum hlutabréfamörkuðum í dag. Hækkunin skýrist fyrst og fremst af óvæntri stýrivaxtalækkun seðlabanka víða um heim til að sporna við spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hugsanlegt samdráttarskeið beggja vegna Atlantsála. 9.10.2008 09:30 Segir að rússneska lánið sé að komast í höfn Bloomberg-fréttaveitan segir í morgun að Rússland og Ísland séu um það bil að ganga frá láni upp á 4 milljarða evra eða um 680 milljarða kr.. 9.10.2008 09:18 Yfirlýsing frá Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings Hér er yfirlýsing frá Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings: 9.10.2008 09:05 Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs hrapa Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri og innlendri mynt í BBB- og A-. 9.10.2008 08:52 Olíutunnan nálgast 80 dali Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað talsvert samfara hrakspám um efnahagssamdrátt og minnkandi eftirspurn í Bandaríkjunum og Evrópu og stendur hún nú í 88 dölum á tunnu í Asíu. 9.10.2008 08:49 Kaupþing lokar Edge-reikningum í Svíþjóð og Finnlandi Kaupþing hefur lokað Edge-reikningum í bæði Svíþjóð og Finnlandi. Fram kemur í frétt á börsen að allar innistæður verði borgaðar út ásamt vöxtum. 9.10.2008 08:35 Exista selur í Storebrand og Glitnir fær norskt neyðarlán Samkvæmt fréttum á vefsíðunni E24.no hefur Exista selt hlut sinn í Storebrand og Glitnir í Noregi hefur fengið stórt neyðarlán frá tryggingarsjóði innstæðna í landinu. 9.10.2008 07:42 Norsk stjónvöld tryggja allar innistæður hjá Kaupþingi í Noregi Kristin Halvorsen fjármálaráðherra Noregs segir að norsk stjórnvöld muni tryggja allar innistæður Norðmanna hjá Kaupþingi í landinu. 9.10.2008 07:40 Reiknar með að FIH bankinn verði seldur í hvelli með miklu tapi Henrik Sjögreen bankastjóri FIH bankans í Danmörku reiknar með að bankinn verði seldur í hvelli. 9.10.2008 07:26 Hækkun á Asíumörkuðum í morgun Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun eftir að fjórir seðlabankar í álfunni lækkuðu stýrivexti sína. 9.10.2008 07:21 Fitch lækkar lánshæfismatið hjá Kaupþingi Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hefur í dag lækkað lánshæfiseinkunnir Kaupþings banka hf. 9.10.2008 07:06 Nýtt lánshæfismat Fitch segir Landsbankann gjaldþrota Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch telur nú að Landsbankinn sé gjaldþrota. 9.10.2008 06:59 FME hefur tekið við rekstri Kaupþings Á grundvelli nýsettra laga grípur Fjármáleftirlitið (FME) inn í rekstur Kaupþings til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi. 9.10.2008 06:47 Bresk sveitarfélög ekki hjá Icesave Vegna fréttar Vísis fyrr í kvöld um að sveitastjórnir víðsvegar um Bretland óttist nú um hag sinn í kjölfar þess að Icesave var lokað vill Landsbankinn koma með athugasemd. 8.10.2008 22:16 Bresk sveitarfélög með milljarða hjá Icesave Sveitarstjórnir víðsvegar um Bretland óttast nú um hag sinn í kjölfar þess að Icesave var lokað. Samtök sveitarfélaga í landinu hafa nú krafist þess af breskum stjórnvöldum að þau tryggi innistæður sveitarfélaganna líkt og einstaklingunum hefur verið lofað. Að minnsta kosti 20 sveitarfélög hafa nýtt sér þjónustu Icesave og lagt þar inn fé sitt. 8.10.2008 19:49 Sjá næstu 50 fréttir
Lækkun úttektarheimilda á kortum kemur fólki í opna skjöldu Úttektarheimildir á kreditkortum hafa verið lækkaðar í mörgum tilvikum, sem hefur komið fólki í opna skjöldu. 10.10.2008 07:43
Framkvæmdir við tónlistarhúsið gætu verið í uppnámi Í ljósi nýrrar og gjörbreyttrar stöðu eru forsendur brostnar fyrir kauptilboðum Landsbanka og Kaupþings í allar eignir Nýsis sem barst félaginu í september. 10.10.2008 07:37
Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka Einn af örfáum ljósum punktum í fjármálakreppunni er að heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka. 10.10.2008 07:32
Markaðir í Asíu hrundu í nótt og í Evrópu í morgun Markaðir í Asíu hrundu í nótt í kjölfar blóðbaðsins á Wall Street í gærkvöldi. 10.10.2008 07:31
Fá starfsmenn Landsbankans greidd laun? Eiríkur Elís Þorláksson héraðsdómslögmaður hjá LEX lögmannsstofu segir ákvæði í neyðarlögunum svokölluðu sem sett voru á mánudaginn orka tvímælis. Þar segir að lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti gildi ekki. Eiríkur telur að um þetta atriði verði deilt á næstunni. 9.10.2008 21:13
Dow Jones hrundi á afmælisdeginum Gengi hlutabréfa í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors hrundi um 31 prósent á fjármálamörkuðum vestanhafs í dag eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor´s setti félagið á athugunarlista með mögulega lækkun í huga. Ástæðan fyrir þessu er minnkandi sala á nýjum bílum fyrirtækisins í Bandaríkjunum samfara hrakspám um yfirvofandi efnahagssamdrátt. 9.10.2008 21:13
Dow Jones í frjálsu falli Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll skyndilega niður um 5,14 prósent fyrir stundu og fór undir 9.000 stigin fyrir stundu. Svo virðist sem mikil lækkun á gengi hlutabréfa bandaríska bílaframleiðandans General Motors hafi dregið hlutabréfamarkaðinn með sér í fallinu. 9.10.2008 19:41
EPCOS eignast 60 % hlut í Becromal á Íslandi Þýski raftækjaframleiðandinn EPCOS kaupir Becromal SpA Ítalska fyrirtækið Becromal SpA keypt af þýska raftækjaframleiðandanum EPCOS. EPCOS eignast 60 prósent hlut í Becromal á Íslandi, en 40 prósent hlutur verður áfram í eigu íslenska orkufyrirtækisins Strokkur Energy. Útflutningstekjur af starfsemi Becromal á Íslandi verða um 110 milljónir Bandaríkjadala í fyrsta áfanga. 9.10.2008 19:31
Bauhaus frestar opnun hér á landi Poul Steffensen talsmaður byggingarvörurisans Bauhaus segir að í ljósi efnahagsaðstæðna hér á landi hafi fyrirtækið tekið ákvörðun um að fresta opnun verslunar fyrirtækisins hér á landi. Hann segir frekari frétta að vænta um málið á næstu dögum. 9.10.2008 18:35
Ekki allt rétt sem sagt er um Seðlabankann Seðlabanki Íslands segir nauðsynlegt að koma á framfæri staðreyndum um gjaldeyrisskiptasamninga og eflingu gjaldeyrisforðans því umræða um viðleitni Seðlabankans til að efla erlenda stöðu sína í ár hafi verið afar gagnrýnin og margt verið sagt sem ekki eigi við rök að styðjast. Þetta kemur fram í fyrirlýsingu frá Seðlabankanum. 9.10.2008 18:14
Birgir Bieltvedt opnar fyrir sölu á Magasin og Illum Birgir Bieltvedt meðeigandi og varaformaður stjórnar Magasin du Nord og Illum í Kaupmannahöfn hefur opnað fyrir möguleika á sölu þessara stórverslana. Í frétt í börsen í dag segir Birgir að nú sé gott augnablik fyrir hugsanlegan kaupenda. 9.10.2008 15:56
Kauphöllin í Osló lokar fyrir öll viðskipti með Glitni Kauphöllin í Osló hefur ákveðið að loka fyrir öll viðskipti með Glitni í kauphöllinni. Fyrr í morgun var lokað fyrir viðskipti með Kaupþing í kauphöllinni og á þriðjudag var lokað fyrir viðskiptin með Landsbanki Norge. 9.10.2008 15:30
Íslenska lífeyrissjóðnum lokað tímabundið Íslenski lífeyrissjóðurinn verður vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem nú eru á mörkuðum að loka í nokkra daga fyrir útgreiðslu úr sjóðnum og flutninga milli fjárfestingaleiða sjóðsins og annarra vörsluaðila. 9.10.2008 15:19
Almannasamgöngur í London tapa stórt á Kaupþingi Almannasamgöngukerfi London-borgar, Traffic of London, mun hugsnlega tapa stórum fjárhæðum í kjölfar þess að Kaupþingsbankinn Singer & Fredlander er kominn í umsjón breska fjármálaeftirlitsins. 9.10.2008 14:40
Fitch lækkar lánshæfismatið hjá Straumi Fitch Ratings hefur gert eftirfarandi breytingar á lánshæfiseinkunnum Straums. Langtímaeinkunn var lækkuð í BB úr BB+'.Skammtímaeinkunn var staðfest sem B, horfur í athugun. Stuðningseinkunn var breytt í 5 úr 3. 9.10.2008 13:55
Engin gjaldeyrisviðskipti í gangi við erlenda banka Samkvæmt frétt á Bloomberg-fréttaveitunni eru engin gjaldeyrisviðskipti nú í gangi milli Íslands og erlendra banka. Algengt skráð dagsverð á evrunni í Evrópu er nú í kringum 340 kr.. Hér heima er verðið skráð 157 kr.. 9.10.2008 13:01
Glitnir í Lúxemborg fær greiðslustöðvun Stjórn Glitnis Bank í Lúxemborg, sem er dótturfélag Glitnis, óskaði í gær eftir því að félaginu væri veitt greiðslustöðvun. 9.10.2008 12:56
Fitch segir Glitni vera gjaldþrota Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings Services tilkynnti í gær breytingu á langtíma lánshæfismatseinkunn Glitnis úr B í D. Einkunin D þýðir í raun að Fitch telji viðkomandi vera gjaldþrota. 9.10.2008 12:21
Aðalmiðlarar leystir skyldum um viðskiptavakt með ríkisbréf Rétt í þessu gaf Seðlabanki út þá tilkynningu að aðalmiðlarar eru leystir tímabundið undan öllum skyldum að því er varðar viðskiptavakt með ríkisbréf á eftirmarkaði. 9.10.2008 11:55
Kaupþing lokar Edge-reikningum í Noregi Búið er að loka fyrir úttektir á Edge-reikningum Kaupþings í Noregi og hafa sparifjáreigendur þar ekki lengur aðgang að þeim. 9.10.2008 11:11
Reykjanesbær í viðræðum um að hjálpa SpKef Reykjanesbær vinnur nú að því að koma Sparisjóði Keflavíkur til hjálpar í því óveðri sem gengur yfir íslenskt fjármálakerfi. Bæjarstjórinn Árni Sigfússon segir í samtali við Vísi að verið sé að skoða málið „mjög alvarlega“. 9.10.2008 11:09
Finnur úr stjórn VBS Finnur Sveinbjörnsson hefur sagt sig úr stjórn VBS fjárfestingarbanka. Ástæðan er sú að hann hefur tekið sæti í skilanefnd Kaupþings sem Fjármálaeftirlitið tók yfir í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 9.10.2008 11:03
Novator í viðræðum um sölu á 10% í Elisa Novator, félag Björgólfs Thor Björgólfssonar, á nú í viðræðum við hóp alþjóðlegra fjárfesta um sölu á 10% hlut sínum í finnska símafélaginu Elisa. Ásgeir Friðgeirsson talsmaður Novators segir að mikil hreyfing hafi komist á málið í vikunni. 9.10.2008 10:58
Hreint hræðilegar fréttir, segir framkvæmdastjóri SSF Friðbert Traustason framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) segir að þetta séu hreint hræðilegar fréttir sem berst nú úr Landsbankanum. 9.10.2008 10:46
Saxo Bank: "Hundfúlt að spádómur okkar rættist" Þetta er fyrirsögn í börsen í morgun þar sem rifjað er upp að greining Saxo Bank í Danmörku spáði því í febrúar að Kaupþing myndi falla. 9.10.2008 10:06
Enn misræmi á íslensku krónunni Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,38 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og stendur gengisvísitalan í 251,8 stigum. Talsvert misræmi er á gengi krónunnar hér og í öðrum löndum. 9.10.2008 09:51
Nýi Glitnir stofnaður Nýi Glitnir banki hf. hefur verið stofnaður. Þetta er líkt og gert var með Landsbankann sem varð Nýi Landsbankinn hf á dögunum í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið. Eins og með þann banka er heimilisfang Nýja Glitnis að Lindargötu 1-3 en þar er fjármálaráðuneytið einnig til húsa. 9.10.2008 09:47
Slök peningamálastefna og stórt bankakerfi orsök hrunsins Tveir þættir ráða því hvernig fór fyrir íslensku bönkunum þremur að mati Jóns Daníelssonar, dósents við London School og Economics. Það var slök peningamálastefna og of stórt bankakerfi. 9.10.2008 09:44
Kaupþingstap Tchenguiz talið nema um 180 milljörðum kr. Tap fasteignamógúlsins og stjórnarmannsins í Exista, Robert Tchenguiz , vegna Kaupþings er nú metið á einn milljarð punda eða sem svarar til um 180 milljörðum kr.. 9.10.2008 09:42
SPRON endurmetur stöðuna í ljósi örlaga Kaupþings Ekkert verður af sameiningu Kaupþings og SPRON í ljósi þess að Fjármálaeftirlitið tók yfir Kaupþing í nótt. Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON segist lítið geta tjáð sig um málið á þessari stundu, þar á bæ séu menn að endurmeta stöðuna. 9.10.2008 09:32
Stýrivaxtalækkun tikkar inn í Evrópu Talsverð hækkun er á flestum hlutabréfamörkuðum í dag. Hækkunin skýrist fyrst og fremst af óvæntri stýrivaxtalækkun seðlabanka víða um heim til að sporna við spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hugsanlegt samdráttarskeið beggja vegna Atlantsála. 9.10.2008 09:30
Segir að rússneska lánið sé að komast í höfn Bloomberg-fréttaveitan segir í morgun að Rússland og Ísland séu um það bil að ganga frá láni upp á 4 milljarða evra eða um 680 milljarða kr.. 9.10.2008 09:18
Yfirlýsing frá Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings Hér er yfirlýsing frá Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings: 9.10.2008 09:05
Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs hrapa Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri og innlendri mynt í BBB- og A-. 9.10.2008 08:52
Olíutunnan nálgast 80 dali Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað talsvert samfara hrakspám um efnahagssamdrátt og minnkandi eftirspurn í Bandaríkjunum og Evrópu og stendur hún nú í 88 dölum á tunnu í Asíu. 9.10.2008 08:49
Kaupþing lokar Edge-reikningum í Svíþjóð og Finnlandi Kaupþing hefur lokað Edge-reikningum í bæði Svíþjóð og Finnlandi. Fram kemur í frétt á börsen að allar innistæður verði borgaðar út ásamt vöxtum. 9.10.2008 08:35
Exista selur í Storebrand og Glitnir fær norskt neyðarlán Samkvæmt fréttum á vefsíðunni E24.no hefur Exista selt hlut sinn í Storebrand og Glitnir í Noregi hefur fengið stórt neyðarlán frá tryggingarsjóði innstæðna í landinu. 9.10.2008 07:42
Norsk stjónvöld tryggja allar innistæður hjá Kaupþingi í Noregi Kristin Halvorsen fjármálaráðherra Noregs segir að norsk stjórnvöld muni tryggja allar innistæður Norðmanna hjá Kaupþingi í landinu. 9.10.2008 07:40
Reiknar með að FIH bankinn verði seldur í hvelli með miklu tapi Henrik Sjögreen bankastjóri FIH bankans í Danmörku reiknar með að bankinn verði seldur í hvelli. 9.10.2008 07:26
Hækkun á Asíumörkuðum í morgun Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun eftir að fjórir seðlabankar í álfunni lækkuðu stýrivexti sína. 9.10.2008 07:21
Fitch lækkar lánshæfismatið hjá Kaupþingi Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hefur í dag lækkað lánshæfiseinkunnir Kaupþings banka hf. 9.10.2008 07:06
Nýtt lánshæfismat Fitch segir Landsbankann gjaldþrota Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch telur nú að Landsbankinn sé gjaldþrota. 9.10.2008 06:59
FME hefur tekið við rekstri Kaupþings Á grundvelli nýsettra laga grípur Fjármáleftirlitið (FME) inn í rekstur Kaupþings til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi. 9.10.2008 06:47
Bresk sveitarfélög ekki hjá Icesave Vegna fréttar Vísis fyrr í kvöld um að sveitastjórnir víðsvegar um Bretland óttist nú um hag sinn í kjölfar þess að Icesave var lokað vill Landsbankinn koma með athugasemd. 8.10.2008 22:16
Bresk sveitarfélög með milljarða hjá Icesave Sveitarstjórnir víðsvegar um Bretland óttast nú um hag sinn í kjölfar þess að Icesave var lokað. Samtök sveitarfélaga í landinu hafa nú krafist þess af breskum stjórnvöldum að þau tryggi innistæður sveitarfélaganna líkt og einstaklingunum hefur verið lofað. Að minnsta kosti 20 sveitarfélög hafa nýtt sér þjónustu Icesave og lagt þar inn fé sitt. 8.10.2008 19:49
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent