Viðskipti erlent

Segir Philip Green leggja yfir 300 milljarða kr. í Baug í Bretlandi

Samkvæmt frétt í The Financial Times (FT) ætlar sir Philip Green að leggja tvo milljarða punda eða vel yfir 300 milljarða kr. inn í Baug í Bretlandi.

Eins og fram hefur komið í fréttum er Green nú staddur á Íslandi og hefur átt viðræður hér við ráðamenn og eigendur Baugs um aðkomu sína að málinu.

Philip Green segir í samtali við FT að viðræðurnar snúist um kaup hans á öllum skuldum Baugs. Hafi hann komið til landsins með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Gunnari Sigurðssyni forsjóra Baugs í Bretlandi.

"Allar eigurnar hafa verið frystar en ég vil ekki að þessi fyrirtæki fari á hausinn og það vilja Jón og Gunnar ekki heldur," segir Green.

FT segir að Baugur hafi sagt ákveðið að ekki væru allar eigur þess til sölu. Hinsvegar telur blaðið að ef Green semji um skuldirnar muni hann verða í sterkri stöðu til að semja um frekari eignarhlut að fyrirtækinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×