Viðskipti erlent

Mikil sveifla á Wall Street

Vikan hefur aldrei verið verri á bandarískum hlutabréfamarkaði. Helstu hlutabréfavísitölur tóku mikla dýfu í byrjun dags en jöfnuðu sig þegar nær dró lokum viðskiptadagsins. Associated Press-fréttastofan eftir miðlara á gólfinu á Wall Street að fjárfestar láti stjórnast nokkuð af þeim óróleika og taugaveiklun sem einkennt hafi markaðina upp á síðkastið og ýmist haldið að sér höndum eða selt frá sér eignir. Litlu virðist hins vegar skipta að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, flutti ávarp í beinni útsendingu þar sem hann taldi kjark í fjárfesta og sagðist fullviss um að viðamiklar björgunaraðgerðir stjórnvalda nái að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,49 prósent í dag og hefur nú fallið um 18,2 prósent í vikunni. Fjárfestar hafa ekki átt eins slæma viku síðan í júlí árið 1933. Þá lækkaði vísitalan sex daga í röð. Á fjórða áratugnum lækkaði hún hins vegar einum degi skemur. Dow Jones-vísitalan hefur til dæmis ekki verið lægri í rúm fimm ár. Á sama tíma hækkaði Nasdaq-vísitalan um 0,27 prósent.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×