Viðskipti erlent

Launagreiðslur hundruð þúsunda Breta í hættu vegna bankanna

Launagreiðslur hundruða þúsunda Breta sem vinna hjá bæjar- og sveitastjórnum í landinu eru nú í uppnámi vegna falls íslensku bankana í Bretlandi. Hætta er á að þetta fólk fái ekki greidd launin sín fyrir október mánuð.

Samkvæmt frétt í blaðinu Independent hefur Samband sveitarstjórna (LGA) í Bretlandi aðeins átta daga til að forða þessum "hörmungum" frá því að gerast.

Af þessum sökum hefur LGA biðlað til breska fjármálaráðuneytisins að ráðuneytið geri ekki kröfu um að einn milljarður af skattgreiðslum sem sveitarfélögin áttu að greiða þann 20. okóber verði greiddur á gjalddaga. Það gæti leitt til þess að sveitarstjórnirnar geti staðið við launagreiðslur til starfsmanna sinna.

Í ljós hefur komið að þær rúmlega 100 bæjar- og sveitarstjórnir sem áttu reikninga hjá íslensku bönkunum í Bretlandi notuðu þessa reikninga til að annast launagreiðslur til starfsmanna sinna auk annarra hluta. Hingað til hefur verið talið að reikningarnir hafi aðeins verið notaðir til að ávaxta fé sveitarfélaganna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×