Viðskipti erlent

Royal Bank of Scotland þjóðnýttur í dag

Royal Bank of Scotland, helsti viðskiptabanki Kaupþings í Bretlandi, verður þjóðnýttur í dag. Bankinn tapaði miklum fjárhæðum þegar Kaupþing fór í þrot

Þjóðnýtingin fellst í því að breska fjármálaráðuneytið leggur Royal Bank of Scotland til 20 milljarða punda eða sem svarar til nær 4.000 milljörðum kr. af almannafé til að forða bankanum frá gjaldþroti. Bankinn er annar af tveimur stærstu bönkum Bretlands sem verður þjóðnýttur í dag en breska stjórnin ætlar sér einnig að yfirtaka HBOS bankann.

Samkvæmt breskum fjölmiðlum er um að ræða mestu þjóðnýtingu í sögu Bretlands frá lokum seinni heimstryjaldarinnar. Reiknað er með að tilkynnt verði um þjóðnýtinguna fyrir opnun markaða í London nú á eftir.

Royal Bank of Scotland var helsti viðskiptabanki Kaupþings í Bretlandi og tapaði miklum fjárhæðum er Kaupþing komst í þrot. Samkvæmt frétt á Bloomberg-fréttaveitunni er talið að bankinn hafi þurft að afskrifa um 500 milljónir evra sökum Kaupþings eða tæplega 70 milljarða króna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×