Viðskipti erlent

Hlutabréf í Evrópu hrynja áfram

MYND/AP

Hrun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag vegna ótta fjárfesta um að aðgerðir stjórnvalda í löndunum um að blása lífi í efnhagslífið dygðu ekki.

FTSE 300 vísitalan lækkaði um 7,8 prósent og hefur ekki verið lægri í rúm þrjú ár. Meðal evrópskra fyrirtækja sem féllu mikið voru Bank of Scotland, Credit Suisse og Deutche Bank, eða á bilinu 16-20 prósent. Þá féllu bréf í tryggingafélögum töluvert, þar á meðal í ING Group um nærri 13 prósent.

Beðið er niðurstöðu fundar hjá sjö helstu iðnríkjum heims, seðlabönkum þeirra landa og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington en þar á að reyna að sammælast um aðgerðir gegn vandanum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×