Viðskipti erlent

Olíuverð ekki lægra í rúmt ár

Verð á framvirkum samningum á hráolíu féll um rúm 5,4 dali á tunnu í dag og stendur verði ðnú í 81 dal á tunnu. Verðfallið nemur sex prósentum. Verðlækkunin síðustu daga skýrist af hrakspám um efnahagssamdrátt og mun minni einkaneyslu. Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór hæst í rúma 147 dali á tunnu um miðjan júlí síðastliðinn. Verð á annarri hrávöru hefur lækkað talsvert á sama tíma en olíuverðið hefur ekki lækkað með þvílíkum hraða og í vikunni í um fjögur ár, líkt og Bloomberg-fréttaveitan bendir á í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×