Viðskipti erlent

Segir að norska stjórnin eigi að kaupa íslensku bankana

Tormod Hermansen fyrrum forstjóri Telenor segir að norsk stjónvöld eigi að kaupa íslensku bankanna, Glitni, Landsbankann og Kaupþing.

Þetta kemur fram í samtali Dagavisen við Hermansen. Hann segir að þetta væri ekki bara vinarbragð af hálfu Norðmanna í garð Íslendinga heldur einnig í þágu norska bankageirans.

Þar að auki myndu kaupin koma á stöðugleika hjá Storebrand stærsta tryggingarfélagi Noregs.

Hvað bankageirann varðar segir Hermansen að DnB Nor sé orðinn svo stór og umfangsmikill að hann tróni yfir öðrum bönkum landsins. Með kaupunum á íslensku bönkunum myndi norska stjórnin stuðla að aukinni samkeppni á norska bankamarkaðinum.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×