Viðskipti erlent

Philip Green setur tímamörk á kaup sín á skuldum Baugs

Auðmaðurinn Philip Green segir í samtali við Daily Mail að kaup hans á hátt í 2 milljarða punda af skuldum Baugs Group verði að eiga sér stað innan næstu tveggja sólarhringa ef af þeim á að verða á annað borð.

Green mun eiga fund með Gunnari Sigurðssyni forstjóra Baugs snemma í dag til að ræða málið. Skuldirnar sem um ræðir standa á bakvið 29% hlut í Moss Bros, 20% hlut í French Connection og 7% hlut í Debenhams.

Auk þessara hluta telur eignasafn Baugs í Bretlandi stórverslanirnar House of Fraiser og Hamleys og hlut í matvörukeðjunni Iceland.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×