Viðskipti erlent

Norski tryggingarsjóðurinn tapar 16 milljörðum kr. á Kaupþingi

Tryggingarsjóður bankana í Noregi mun tapa einum milljarði norskra króna eða um 16 milljörðum kr. á falli Kaupþings þar í landi.

Samkvæmt frétt á vefsíðunni E24.no munu um 1.000 viðskiptavinir Kaupþings í Noregi fá greiddar til baka innistæður sínar í bankanum. Fram kemur að eftir að þetta fé hefur verið borgað út eigi tryggingarsjóðurinn 16 milljarða norskra króna eftir til að mæta öðrum áföllum.

Fyrir helgina ákvað norska stjórnin að tryggja allar innistæður hjá Kaupþingi upp að 2 milljónum norskra kr. Það er síðan Tryggingarsjóður bankana sem borgar það sem upp á vantar hjá fyrrgreindum viðskiptavinum Kaupþings.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×