Viðskipti erlent

Norðmenn hyggjast skipta Glitnisnafninu út

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Starfsmenn verðbréfafyrirtækis Glitnis í Noregi hafa keypt reksturinn og ætla að láta það verða sitt fyrsta verk að skipta Glitnisnafninu út.

Sveinung Hartvedt fer fyrir kaupendahópnum og segir í viðtali við norska dagblaðið Smaalenenes Avis að síðustu dagar hafi ekki verið þrautalausir. Hann vill ekki gefa kaupverðið upp en segir það þó hafa verið sanngjarnt. Hartvedt ber stjórnendum Glitnis á Íslandi vel söguna og segir þá hafa verið hina þægilegustu viðskiptis. Um 80 mannst starfa hjá fyrirtækinu í Noregi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×