Viðskipti erlent

Verðbólga eykst í Slóvakíu

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, ásamt viðskiptaráðherra Slóvakíu.
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, ásamt viðskiptaráðherra Slóvakíu.
Verðbólga mældist 5,4 prósent í Slóvakíu í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum hagstofu landsins. Verðbólgan hefur ekki verið meiri síðan í desember 2004. Þetta er 0,4 prósentustiga aukning á milli mánaða og skrifast að mestu á verðhækkun tengdu húsnæði. Þá liggur stór hluti í hækkandi orkuverði, svo sem rafmagni, gasi og vatni en sú tala hefur rokið upp um 8,9 prósent síðasta árið. Slóvakía gerðist aðildarríki Evrópusambandsins árið 2004 en tekur upp evru sem gjaldmiðil um áramótin.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×