Viðskipti erlent

Norska ríkið yfirtekur rekstur Kaupþings í Noregi

Norska ríkið hefur yfirtekið rekstur dótturfélags Kaupþings í Noregi, að tillögu norska fjármálaeftirlitsins, segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Noregs.

Þetta er gert í kjölfar þess að Kaupþing í Noregi tilkynnti á fimmtudag að öllum greiðslum og úttektum væri frestað. Fjármálaráðherra Noregs segir að innistæður norskra viðskiptavina Kaupþings í Noregi verði tryggðar.

Tryggingasjóður innlánseigenda í Noregi mun tapa 16 milljörðum íslenskra króna á falli Kaupþings þar í landi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×