Viðskipti erlent

IceSave-samningar við Breta í augsýn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Breski forsætisráðherrann Gordon Brown.
Breski forsætisráðherrann Gordon Brown.

Fréttir berast nú af því að samkomulag um IceSave-reikninga sé í augsýn milli Breta og Íslendinga en fulltrúar ríkjanna hafa fundað um sameiginleg hagsmunamál og ásættanlegar niðurstöður fyrir báða aðila, segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Segir þar enn fremur að verulegum árangri hafi verið náð um grundvallaratriði fyrirkomulags til að flýta fyrir greiðslum til sparifjáreigenda í Icesave. Fulltrúar ríkjanna ákváðu að vinna náið saman að lausn annarra viðfangsefna á næstu dögum.

 

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×