Viðskipti innlent

Samið við Hollendinga um IceSave-innstæður

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hollensk og íslensk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um lausn á málum hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og hollenski fjármálaráðherrann Wouter J. Bos tilkynntu þetta í kjölfar fundar sem þeir áttu. Segjast ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu og Bos kveðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda lægi nú ljós fyrir.

Samkomulag ráðherranna kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarki 20.887 evrur sem er jafngildi rúmlega 3,1 milljónar króna. Hollenska ríkisstjórnin veitir Íslandi lán til að standa undir greiðslunum og seðlabanki Hollands annast afgreiðslu krafna innstæðueigna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×