Viðskipti erlent

Íhuga að loka kauphöllum

MYND/AP

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að ríkisstjórnir stærstu landa heims íhugi nú að loka hlutabréfamörkuðum sínum vegna hins mikla verðfalls sem orðið hefur síðustu daga og vikur.

Fréttaveitan Bloomberg greinir frá því að Berlusconi hafi látið þessi orð falla eftir ríkisstjórnarfund í Napólí fyrr í dag. Leiðtogar frá Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Kanada og Ítalíu munu funda nú um helgina til þess að reyna að leysa hina alþjóðlegu kreppu en björgunaraðgerðir fyrir banka og lækkandi stýrivextir hafa ekki komið í veg fyrir lækkun hlutabréfa.

Því íhuga ríkin ásamt ESB að loka mörkuðum. Hafa sérfræðingar kallað eftir samhæfðum aðgerðum til þess að endurvekja traust á mörkuðum, að öðrum kosti blasi við mikil og langvarandi niðursveifla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×