Viðskipti erlent

Bresk sendinefnd á leið til landsins að ræða málin

Sendinefnd á vegum breska fjármálaráðuneytisins er á leið til landsins til að ræða við íslensk stjórnvöld um bankakreppuna sem upp er komin hérlendis og áhrif hennar á innistæður Breta í íslenskum bönkum þar í landi.

Samkvæmt frétt á BBC um málið vilja breskir ráðamenn fá tryggingu fyrir því að greiddur verði um einn milljarður punda sem sveitarfélög og fleiri opinberir aðilar brunnu inni með í íslensku bönkunum í Bretlandi.

Einnig vilja þeir fá að vita hve fljótt innistæðueigendur í þessum bönkum geti fengið fé sitt endurgreitt.

Fréttamaður BBC sem staddur er í Reykjavík segir að sökum uppnámsins sem nú ríkir í íslensku efnahagslífi sé ólíklegt að Bretar fái nokkur svör um þessi atriði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×