Viðskipti erlent

Breskir bankar berjast við Philip Green um skuldir Baugs

Auðjöfurinn Philip Green er ekki einn um að hafa áhuga á að kaupa skuldir Baugs í Bretlandi. Breskir bankar munu einnig hafa áhuga á kaupunum að því er kemur fram í breska blaðinu Guardian.

Í ljós hefur komið að Kaupþing átti hlut í Mosaic Fashion og Jane Norman og Glitnir átti stöðu í House of Fraser, Whistles og Aurum sem aftur á Goldsmiths.

Samkvæmt fréttinni í Guardian hafa nokkrir stóriri bankar í Bretlandi áhuga á að kaupa lánasafn Kaupþings í landinu. ""Allar leiðir liggja til Kaupþings," segir háttsettur bankamaður í samtali við Guardian. "Nokkrar viðræður eru í gangi, með hagsmuni hluthafa í huga, þar sem rætt er hvernig hægt er að skipuleggja framhaldið."

Ráðgjafafyrirtækið KPMG er nú með fólk bæði í Reykjavík og London sem vinnur hörðum höndum að því að finna lausn á málinu fyrir Baug Group.

Eins og fram hefur komið er Philip Green reiðubúinn að nota allt að 2 milljörðum punda eða hátt í 400 milljarða kr. til kaupa á skuldum Baugs gegn hlut í félaginu. Guardian segir að skuldirnar sem tengjast Kaupþingi og Glitni séu um einn milljarður punda af þessari upphæð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×