Viðskipti erlent

Hópur lögfræðinga frá erlendum lífeyrissjóðum á leið til landsins

Hópur lögfræðinga frá að minnsta kosti 10 breskum og bandarískum lífeyrissjóðum er nú á leið til landsins. Þeir ætla að reyna að ná út fjármunum sem þessir sjóðir áttu inni í íslensku bönkunum áður en þeir komust í þrot.

Samkvæmt frétt í breska blaðinu The Independent er það lögmannsstofa í London sem tekið hefur að sér að reyna að ná féinu til baka. Ætlunin er að hópurinn fljúgi til Íslands nú eftir helgina og reyni að ná tali af ráðherrum og fulltrúum Seðlabanka Íslands vegna málsins.

Í Independant segir að heimildir innan fjármálaheimsins í London segir að Íslendingar verði að láta af stefnu sinni um "Ísland fyrst" og borga til baka þær erlendu skuldir sem nú eru í uppnámi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×