Fleiri fréttir

Opið bréf til ráðherra

Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar

Undanfarnar vikur og mánuði hef ég fyrir hönd Bandalags háskólamanna (BHM) ítrekað reynt að ná fundi ykkar vegna málefnis sem brennur á félagsmönnum BHM. Um er að ræða rétt þess hluta launafólks sem var í fæðingarorlofi mánuðina mars og/eða apríl á þessu ári og hefur ekki fengið greidda samningsbundna eingreiðslu upp á fimmtíu þúsund krónur.

Prestvígðar konur gegn ofbeldi

Guðrún Karlsdóttir skrifar

Í tilefni af kvennafrídeginum 24. október 2011 munu prestvígðar konur í þjóðkirkjunni standa fyrir kvennamessu gegn ofbeldi. Í fyrra var kvennamessa af sama tilefni og var þá ákveðið að reyna að gera þetta að árlegum viðburði.

Jafnrétti er lífsgæði

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Kynbundið ofbeldi og launamunur kynjanna eru þau svið jafnréttismála þar sem hvað mest er að vinna. Vissulega hefur grettistaki verið lyft. Með lögum hafa nektardansstaðir verið bannaðir, vændiskaup gerð refsiverð og úrræðum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum komið á fót. Ísland var eitt 11 ríkja sem í upphafi árs undirrituðu nýjan samning Evrópuráðsins gegn kynbundnu ofbeldi. Aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi er í smíðum. Meirihluti aðgerða í áætlun gegn mansali hefur komið til framkvæmda.

Meira um nýjan Landspítala

Eygló Ingadóttir skrifar

Um fátt er eins mikið rætt um þessar mundir og nýbyggingu Landspítalans sem áætlað er að rísi við Hringbraut á næstu misserum og sýnist sitt hverjum. Hæst heyrist í efasemdaröddum; að við þurfum ekki meiri steypu, að flest heilbrigðisstarfsfólk sé farið til útlanda og að staðarvalið sé afleitt.

Alvarlegir geðsjúkdómar: Eru þeir læknanlegir?

Margrét Eiríksdóttir skrifar

Sennilega hefur enginn sjúkdómaflokkur verið eins tengdur vanþekkingu og fordómum og alvarlegir geðsjúkdómar. Læknisfræðilegar skilgreiningar á alvarlegum geðsjúkdómi fela í sér að sá sjúki hafi einkenni geðrofs (psykosis) og þarfnist meðferðar þeirra vegna í 2 ár eða lengur. Enn fremur að sjúklingurinn þjáist vegna sjúkdómseinkenna sinna eða hafi skerta færni til náms, starfs eða samskipta þeirra vegna. Langflestir sem leita aðstoðar heilbrigðisstarfsmanna vegna slíkra veikinda fá sjúkdómsgreiningar um

Grettistaki lyft í jöfnun skattbyrða

Össur Skarphéðinsson skrifar

Við myndun núverandi ríkisstjórnar var það eitt af yfirlýstum markmiðum að breyta þeirri ranglátu ójafnaðarstefnu sem einkenndi skattkerfið eftir tólf ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Strax á fyrstu mánuðum var unnið að því að innleiða nýja skattastefnu sem byggðist á sjónarmiðum jöfnuðar. Sú stefna er hófleg að því leyti að hún stillir Íslandi rétt um miðbik OECD-ríkjanna, og hefur að auki verið blessuð í bak og fyrir af AGS sem sjálfbær skattastefna.

Þreyttir jafnaðarmenn

Guðmundur Örn Jónsson skrifar

Fyrir nokkrum misserum gerðist sá merki atburður að einkafyrirtæki fór að keppa við ríkisstyrktan landbúnaðinn og bjóða upp á mjólkurvörur. Þrátt fyrir að ríkisstyrkir til mjólkurframleiðslu séu líklegast hvergi hærri en hérlendis, virtist Mjólku ganga ágætlega í samkeppninni. Hrun ríkisstyrkts landbúnaðar var því í vændum þar sem engin ástæða var lengur fyrir styrkjunum. Hægt var að framleiða án þeirra.

Launajafnrétti kynjanna – barátta í hálfa öld

Guðbjartur Hannesson skrifar

Barátta fyrir launajafnrétti kynjanna á sér langa sögu, oft þyrnum stráða. Ég fer þó ekki lengra aftur í tímann en hálfa öld, til að rifja upp þegar Alþingi samþykkti árið 1961 lög um launajöfnuð kvenna og karla. Laun kvenna skyldu hækka í áföngum til jafns við laun karla fyrir sömu störf í almennri verkakvennavinnu, verksmiðjuvinnu og verslunar- og skrifstofuvinnu, fyrst með hækkun um 1/6 hluta launamismunarins og síðan árlega þar til fullum launajöfnuði væri náð árið 1967.

Betri Reykjavík fyrir fólkið

Jón Gnarr Kristinsson skrifar

Nú í vikunni opnaði Reykjavíkurborg vefinn betrireykjavik.is. Betri Reykjavík er byltingarkennd nýjung sem mun styrkja íbúalýðræði í Reykjavík svo um munar. Hér er á ferðinni stórkostlegur samráðsvettvangur. Á Betri Reykjavík mun fólk geta haft miklu meiri áhrif á umhverfi sitt, þjónustu og framkvæmdir í Reykjavík en verið hefur.

Bólusetning gegn leghálskrabbameini

Jakob Jóhannsson skrifar

Á hverju ári greinast um það bil 14 konur með leghálskrabbamein hér á landi samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Til að krabbamein myndist í leghálsi verður slímhimnan þar að hafa sýkst af svo kölluðum vörtuveirum (á ensku Human Papilloma Viruses, HPV), að öðrum kosti myndast ekkert krabbamein.

Viljum við þetta?

Svava K. Egilson skrifar

Ég tel mig vera jákvæða og lífsglaða manneskju og reyni eftir fremsta megni að líta jákvætt á þær aðstæður sem á vegi mínum verða. Ég hef ekki viljað vera með stór orð í garð ráðamanna því ég tel mig ekki hafa betri ráð og forðast að gagnrýna þær ákvarðanir sem teknar hafa verið í þessu þjóðfélagi.

Plan B: Amma borgar

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Ritari Framsóknarflokksins heldur því fram í aðsendri grein í Fréttablaðinu að verðtryggingu hafi verið komið á til þess að steypa fólki í skuldir með hjálp verðtryggingarinnar. Þarna er staðreyndum snúið á haus. Verðtryggingu var komið á til þess að koma í veg fyrir að skuldarar, meðal annars þeir sem reistu sér hurðarás um öxl, gætu fyrir tilstilli verðbólgunnar komið sér undan því að greiða skuldina.

Innflutningur á jarðvegi

Sigurgeir Ólafsson skrifar

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, hefur ítrekað gagnrýnt að heimilt sé að flytja inn jarðveg og telur hann hafa borið með sér skaðvalda eins og spánarsnigil og folaflugu. Eftir er að koma í ljós hversu alvarlegir skaðvaldar þeir eiga eftir að verða hér á landi. Þar sem ég átti þátt í að móta þær reglur sem um þetta gilda tel ég rétt að gera nánari grein fyrir þeim.

Forsendur liggja fyrir - vilji er allt sem þarf

Ólína Þorvarðardóttir skrifar

Fiskveiðifrumvarp Jóns Bjarnasonar bíður nú frekari átekta eftir að fjölmargar athugasemdir hafa komið fram við frumvarpið í meðförum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar þingsins í sumar. Þó að margir umsagnaraðilar hafi lýst sig sammála markmiðum frumvarpsins gera allir verulegar athugasemdir við framsetningu þess og útfærslur. Á það jafnt við um þá sem eru á móti fyrirhuguðum breytingum sem og stuðningsmenn áformaðra breytinga á núverandi kvótakerfi.

Ósanngjarn skattur

Lýður Þorgeirsson skrifar

Við Íslendingar finnum á eigin skinni hversu háir bifreiðaskattar eru. Sá sem flytur inn bifreið þarf að standa skil á aragrúa síhækkandi gjalda. Ein birtingarmynd þeirrar skattastefnu er að endurnýjun bílaflota landsmanna hefur nánast verið stöðvuð og má því segja að meðalaldur bílflotans aukist nánast um eitt ár á ári. Er svo nú komið að bílafloti landsins er einn sá elsti í allri Evrópu.

Bjartar brostnar vonir

Eygló Harðardóttir skrifar

Þann 6. október 2008 sat ég ásamt manni mínum í sófanum heima og hlustaði á ávarp Geirs H. Haarde. Eftir að orðunum Guð blessi Ísland sleppti sátum við og horfðum hvort á annað og veltum fyrir okkur hvað maðurinn átti eiginlega við. Hvað var að gerast?

Hvað varð um símapeningana í stækkun Landspítalans?

Gunnar Svavarsson skrifar

Ein af fjölmörgum spurningum sem berast vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Landspítala er um símapeningana eða í raun fullnustu laga nr. 133/2005. Lögin snérust um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., en í 3. gr. laganna segir að verja skuli samtals 18.000 milljónum kr. til uppbyggingar Landspítala – háskólasjúkrahúss á lóð stofnunarinnar við Hringbraut í Reykjavík.

A og B, guðfræði, hagfræði og ABBA

Hákon Þór Sindrason skrifar

Góð vísa er sjaldan of oft kveðin eins og amma var vön að segja og hér er eitthvað úr fyrri skrifum höfundar sett í nýjan búning. Tilefnið er meðal annars að þrjú ár eru liðin frá hruni, fyrirheit stjórnvalda í kjölfar þess voru meðal annars um upplýstara og gegnsærra þjóðfélag. Mjög miklu er ennþá ábótavant og svokölluð B vinnubrögð og spilling er algeng. Hægt er að skoða tvö þjóðfélög A og B og spyrja sig hvoru muni vegna betur og borgurum þess.

Velferð og atvinnulíf

Magnús Lúðvíksson skrifar

Samtök atvinnulífsins birtu í vikunni niðurstöður skoðanakönnunar um viðhorf og rekstrarhorfur aðildarfyrirtækja sinna. Voru fyrirtækin meðal annars spurð um helstu vandamál sín nú um stundir sem og brýnustu verkefni stjórnvalda.

Gildi skólabókasafna

Siggerður Ólöf Sigurðardóttir skrifar

Á tímum framfara og þróunar á flestum sviðum er merkilegt að skoða stöðu bókasafna í grunnskólum landsins. Hraði samfélagsins kallar á að allir nemendur þurfi að öðlast færni til að vinna sjálfstætt og að meta þá gnótt upplýsinga sem okkur berast á degi hverjum.

Sátt um kvótakerfi

Magnús Orri Schram skrifar

Grunnatriði við endurskoðun kvótakerfis er að breyta "eignarrétti“ útgerðarmanna í nýtingarsamninga. Þá er mikilvægt að tryggja að hér sé áfram rekinn öflugur iðnaður á viðskiptalegum forsendum sem skilar miklum verðmætum í þjóðarbúið. Um leið þarf þjóðin að fá verulega hlutdeild í arðinum sem nýtingin skapar. Við endurskoðun er ekki hægt að horfa framhjá því að núverandi kvótahafar hafa að einhverju leyti keypt kvóta á markaði og þar með lagt út fyrir væntum ávinningi af nýtingu auðlindar. Að sama skapi verða útvegsmenn að skilja kröfu almennings að fá til sín verulega stóran hluta af arði auðlindarinnar.

Hræðsluáróður gegn erfðabreyttum matvælum

Jón Hallsteinn Hallsson skrifar

Þann 7. október sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Söndru B. Jónsdóttur þar sem hún skammar íslensk stjórnvöld fyrir seinagang við setningu reglugerðar um merkingar á erfðabreyttum matvælum. Til að undirstrika mikilvægi reglugerðarinnar vísar Sandra í niðurstöður sem nýverið birtust í tímaritinu Reproductive Toxicology (1) en þar er fullyrt að mælst hafi próteinið Cry1Ab í blóði hjá hópi kvenna í Kanada. Framsetning Söndru á þeim niðurstöðum er með slíkum endemum að ekki verður orða bundist og langar mig að benda á nokkur atriði sem betur hefðu mátt fara.

Foreldrar: Ofbeldi verður ekki liðið!

Einelti bæði í skólum og á öðrum vettvangi hefur verið mikið til umræðu síðustu árin á Íslandi en einkanlega þó síðustu vikurnar í kjölfar óhugnanlegra afleiðinga þess. Einelti er eitt birtingarform andlegs ofbeldis en slíkt ofbeldi getur haft skelfingar afleiðingar. Gerandi eineltis er stundum einn en oftar eru fleiri að verki.

Máttur samvitundar

Sunna Dóra Möller og Bolli Pétur Bollason skrifar

Við hjónin fórum að velta fyrir okkur grein í Fréttablaðinu þann 14. október sl. eftir Pawel Bartoszek, þar sem því er haldið fram að kirkjan sé ekki leiðarljós í siðferðisefnum. Nú yrði það hrokafullt af okkur að halda því fram að hún sé það á sama hátt og það getur falið í sér sama hroka að halda því fram að hún sé það ekki. Það virkar víst aldrei vel þegar við alhæfum um sérstök mál og stofnanir í samfélaginu.

Atlagan að St. Jósefsspítala

Árni Gunnlaugsson skrifar

Þegar fjórtán þúsund Hafnfirðingar mótmæltu í byrjun árs 2009 þeim áformum þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, að skerða sjúkraþjónustu á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði bjóst enginn við, að það yrði síðar hlutskipti ráðherra í velferðarstjórn, Guðbjarts Hannessonar, að taka ákvörðun um lokun St. Jósefsspítalans og það gegn hans eigin fyrri fyrirheitum um áframhald þeirrar starfsemi spítalans, sem nú hefur verið tekin ákvörðun um að hætta.

Plan B á verðtrygginguna

Eygló Harðardóttir skrifar

Fyrir nokkrum áratugum varð til hin fullkomna íslenska aðferð til að steypa fólki í skuldir með hjálp verðbólgunnar. Verðtryggingu var komið á. Eftir sitja íslenskir skuldarar að drukkna í feni þess fyrirbæris.

Nýjar áherslur og nám kennara

Jón Ágúst Þorsteinsson og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir skrifar

Á Tækni- og hugverkaþingi 7. október sl. komu fram áhyggjur af stöðu og þróun menntamála hér á landi. Á undanförnum áratug höfum við menntað of fáa einstaklinga í tækni- og raunvísindum. Í dag er staðan því þannig að tækni- og hugverkafyrirtæki fá ekki tæknimenntað fólk til starfa. Greiðasta leið þessara fyrirtækja til að vaxa er að stofna dótturfyrirtæki erlendis og ráða þarlenda sérfræðinga.

Nýtt háskólasjúkrahús rísi í Fossvogi

Örn Þór Halldórsson og Einar Hjaltested skrifar

Sitt sýnist hverjum um nýtt sjúkrahús, sem ætlunin er að reisa við Hringbraut. Hingað til hafa helstu óánægjuraddir borist frá íbúum Þingholtanna auk áhugamanna um skipulagsmál, en verkefnið sætir nú æ meiri andstöðu meðal heilbrigðisstarfsfólks, þó minna hafi farið fyrir henni opinberlega.

Um skaðlega umræðu um skipanir í embætti

Ómar H. Kristmundsson skrifar

Enn einu sinni hefur farið af stað opinber umræða um skipanir í lykilembætti hjá ríkinu. Eins og oft áður hefur umræðan einkennst af mikilli tortryggni. Þessi umræða er skaðleg. Umræðan getur skaðað þann umsækjanda sem fær starfið. Sá aðili sem sækir um og fær starfið virðist í þessari umræðu vera kominn í þá einkennilegu stöðu að vera orðinn opinber persóna sem þarf að sæta óvæginni gagnrýni um að hann sé ekki hæfasti einstaklingurinn. Viðkomandi þarf að sætta sig við að vegið sé harkalega að mannorði hans og orðspor hans í starfi verði í framtíðinni tengt hinni umdeildu ráðningu. Allt þetta af þeirri ástæða að hann sækir um opinbert starf.

Atvinnuöryggi listamanna

Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir skrifar

Í apríl á þessu ári uppgötvaði ég að ég hef ekki rétt á 100% atvinnuleysisbótum. Þá fékk ég að vita að þrátt fyrir að hafa verið í fullu starfi sem sjálfstætt starfandi teiknari í þrjú ár hefði ég verið skilgreind sem hlutastarfsmaður í eigin rekstri og að ég ætti einungis rétt á 25% atvinnuleysisbótum.

Sjálfbærni forsenda velferðar

Þuríður Backman skrifar

Að öllum líkindum hefur engin ríkisstjórn tekið við jafn erfiðu verkefni og sú sem nú situr og þó víðar væri leitað. Efnahagshrunið var svo gríðarlegt að sérfræðingar í efnahagsmálum eiga erfitt með að sjá fyrir sér eða skynja umfangið.

Höfum við ekkert lært?

Jón Steinsson skrifar

Á Íslandi hefur lítil sem engin virðing verið borin fyrir menntun eða reynslu í fjármálum eða viðskiptum þegar kemur að úthlutun lykilstarfa hjá ríkinu.

Buffett tæki Samherjabréfin fram yfir Real

Magnús Halldórsson skrifar

Hvort myndi fjárfestir velja að kaupa sér hlutabréf í Real Madrid eða Samherja ef honum stæði það til boða? Það er ekki gott að segja, enda áherslur fjárfesta oft ólíkar og markmið fjárfestinga sömuleiðis. Horft er til skamms tíma, langs tíma og allt þar á milli. Ólíkar þarfir og ólíkar stefnur.

Höfum við lært eitthvað?

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Hvað höfum við lært af hruni efnahags landsins haustið 2008 og af áhrifum þess á íslenskt samfélag? Hvað hefur breyst og hvaða umbótum höfum við náð fram? Á síðastliðnum þremur árum höfum við farið í umfangsmiklar og nauðsynlegar aðgerðir í ríkisfjármálum, skorið niður kostnað við þjónustu ríkisins, sameinað stofnanir og verkefni, hagrætt og varið velferðarþjónustuna eins og mögulegt er við þessar erfiðu aðstæður.

Betri stjórnmál

Eysteinn Eyjólfsson skrifar

Fyrir landsfundi Samfylkingarinnar, sem haldinn verður 21.-23. október nk., liggja umfangsmiklar tillögur sem fela í sér grundvallar endurskipulagningu á starfi flokksins. Tillögurnar eru afrakstur eins og hálfs árs umbótastarfs innan Samfylkingarinnar sem hófst skipulega í kjölfar útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis í apríl 2010 og tók vinnuferlið m.a. mið af niðurstöðum skýrslunnar. Flokkurinn skipaði eigin umbótanefnd sem skilaði í desember 2010 ítarlegri greiningu og umbótatillögum sem ræddar voru á fundum í öllum aðildarfélögum um allt land. Afrakstur þessa mikla starfs liggur nú fyrir landsfundi til umræðu og afgreiðslu.

Þegar allt breyttist

Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar

Fimmtudaginn 25. september 2008, daginn sem Glitnismenn gengu á fund Seðlabanka Íslands til að leita eftir aðstoð ríkisins við fjármögnunarvanda bankans, eignaðist ég son. Fundur þessi markaði á vissan hátt upphaf örlagaríkrar atburðarrásar sem margir hafa lýst sem hvirfilbyl, holskeflu…eða sem upphafinu að íslenska bankahruninu.

Forsendur forstjóra Landsnets út úr korti

Í grein í Fréttablaðinu fimmtudaginn 13. október skrifaði Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, langa og ítarlega grein þar sem hann gagnrýnir ákvörðun sveitarstjórnar Voga og telur hana vera út úr korti. Ekki veit ég við hvaða kort forstjórinn miðar en þrátt fyrir það langar mig að svara honum í stuttu máli.

Einstök Íslandsveisla í Frankfurt

Össur Skarphéðinsson skrifar

Ísland er í heiðursæti á Bókamessunni í Frankfurt. Það er óhætt að segja að íslenska framlagið hefur slegið rækilega í gegn. Íslenski skálinn, sem er mjög víðfeðmur, er rofinn af stórum þverveggjum og upp á þá er varpað lifandi myndum af fólki sem situr og les.

Lánleysi kynslóðanna

Eva H. Baldursdóttir skrifar

Í dag býr stór hópur þessa samfélags við þunga skuldabyrði, aðallega vegna fjármálahruns, verðbólguskots og gífurlegrar hækkunar á verðtryggðum lánum. Ungt fólk er stór hluti þessa hóps, sem í mörgum tilvikum fær ekki úrlausn sinna mála með þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa boðið upp á. Aðgerðir sem flestar ganga út á að leysa greiðsluvanda, ekki skuldavanda. Við, höfundar þessar greinar, tilheyrum þessum hópi. Við erum ungt fólk, sem fór út á fasteignamarkaðinn á árinu 2004-2008 til að kaupa okkar fyrstu eign. Við erum lánsveðshópurinn sem fellur ekki undir 110% leiðina, sem á sama tíma horfir á skuldabaggann stækka vegna skerðingar á kaupmætti, skattahækkana, hækkana á þjónustugjöldum, allt á meðan laun hafa lækkað eða staðið í stað.

Skortur á tíma til rannsókna

Steinþór Skúlason skrifar

Þórólfur prófessor Matthíasson er harðskeyttur gagnrýnandi íslensks landbúnaðar. Það má hver hafa sína skoðun á landbúnaði eins og öðrum málum en ekki er hjá því komist að gera verulegar athugasemdir við ýmislegt í málflutningi hans.

Bældar og falskar minningar

Reynir Harðarson skrifar

Í viðtalsþætti á RÚV 9. október sl. bauðst landsmönnum að skyggnast inn í þann hrylling sem sifjaspell og kynferðisleg misnotkun barna er. Reiðin kraumar í mönnum og beinist eðlilega að yfirstjórn kirkjunnar og þá sér í lagi biskupi sem ítrekað brást konunum sem reyndu að segja sögu sína af Ólafi Skúlasyni árum saman fyrir daufum stofnanaeyrum. Guðrún Ebba Ólafsdóttir sýndi mikinn kjark og fádæma æðruleysi þegar hún kom fram fyrir alþjóð og sagði sögu sína af einlægni og yfirvegun.

Rangfærslur Þorvaldar Gylfasonar

Jónas Fr. Jónsson skrifar

Í nýlegri grein setur Þorvaldur Gylfason fram rangfærslur í minn garð. Þar er því haldið fram að svokölluð rannsóknarnefnd Alþingis (RNA) hafi talið að kanna þyrfti hvort ég, sem forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins, (ásamt ráðherrum og seðlabankastjórum) hefði gerzt brotlegur við lög með því að vanrækja skyldur mínar. Þetta er rangt eins og þeir vita sem lesið hafa skýrslu RNA.

Allir þessir hinir

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Ritstjóri Fréttablaðsins vitnar í Kristin H. Gunnarsson (12.10) sem svo að oft gleymist að þótt allir (!) hafi það heldur verra en fyrir hrun, er ekki nema (!) fimmtungur í verulegum erfiðleikum. Hinir borga af lánum sínum (upphr. ATG). Þetta notar ritstjórinn til þess að lýsa eftir umræðu um lánamál heimila á grunni blákaldra staðreynda. Eina telur hann vera þá að allar lagfæringar á lánum lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Þetta eru auðvitað mikil tíðindi og bláköld staðreynd sem almenningur hefur ekki vitað. Væri þá, Ólafur og Kristinn, eins með lagfæringar á lánum bólufyrirtækja og nokkur hundruð hrunvalda sem lánastofnanir taka á sig? Almenningur hefur væntanlega ekki heldur skilið að þær lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Líklega hefur alþýða manna aldrei fattað að almenningur leysir samfélagið að mestu út úr kreppum, með fé sínu og vinnu. Stórmerkilegt.

Frelsið er of dýrmætt

Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Nýlega lögðu átta þingmenn fram tillögu á þingi þess efnis að veita skuli lögreglunni svokallaðar „forvirkar rannsóknarheimildir“. Um er að ræða lagaheimildir til að rannsaka glæpi sem ekki hafa verið framdir að mati yfirvalda hverju sinni. Þær fela meðal annars í sér persónunjósnir, hleranir án dómsúrskurða og fleira sem gerir atlögu að frjálsu samfélagi. Vestræn lýðræðisríki búa flest við sterkt réttarríki. Þar eru réttindi sakborninga virt og grundvallarmannréttindi einstaklingsins til staðar. Friðhelgi einkalífsins er til að mynda tryggð í 71. grein stjórnarskrárinnar hérlendis og lögreglan sem og stjórnvöld hafa engar víðtækar heimildir til að virða þá grein að vettugi. Ástæðan er einföld: Lýðræðisríki hafa meiri hagsmuni af frelsinu en helsinu.

Sjá næstu 50 greinar