Atvinnuöryggi listamanna Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir skrifar 19. október 2011 14:00 Í apríl á þessu ári uppgötvaði ég að ég hef ekki rétt á 100% atvinnuleysisbótum. Þá fékk ég að vita að þrátt fyrir að hafa verið í fullu starfi sem sjálfstætt starfandi teiknari í þrjú ár hefði ég verið skilgreind sem hlutastarfsmaður í eigin rekstri og að ég ætti einungis rétt á 25% atvinnuleysisbótum. Ég er með lítinn rekstur og er ekki með hátt reiknað endurgjald. Ég borga skatt í hverjum mánuði og tryggingargjald sem á að gefa rétt á atvinnuleysisbótum. Ég tek að mér alls konar verkefni innan hins skapandi geira, þar má nefna kennslu, uppsetningar og myndskreytingar í bækur. Eins og aðrir sjálfstætt starfandi listamenn er ég skilgreind af Vinnumálastofnun sem meðlimur í hinum svokallaða C viðmiðunarhópi. C viðmiðunarhópurinn er ætlaður öllum þeim sem starfa innan skapandi geirans; dansarar, leikarar, höfundar, myndlistarmenn og fleiri. Hugtakið viðmiðunarhópur mætti útskýra sem þau laun sem ríkið telur að umræddur einstaklingur hafi í mánaðarlaun. Samkvæmt ríkinu eru þeir sem settir eru í C viðmiðunarhópinn með mánaðarlaun á bilinu 340 þúsund til 450 þúsund. Því fer fjarri að ég nái þeim mánaðartekjum á mánuði, og reyndar þekki ég fáa sjálfstætt starfandi listamenn sem vinna fyrir þessum „meðal“ mánaðarlaunum C viðmiðunarhóps. Því má bæta við að listamannalaun frá ríkinu eru 266.737 kr. á mánuði. Það er ótækt að Vinnumálastofnun skilgreini viðmiðunarlaun heillar stéttar svo hátt að fæstir ná þessu viðmiði (og jafnvel ekki þeir sem fá borguð listalaun frá ríkinu). Í einni heimsókn minni til Vinnumálastofnunar benti indæll starfsmaður mér á að súpan sem ég væri nú lent í væri alfarið sjálfsköpuð þar sem ég gæti unnið hvar sem er á betri launum en sem sjálfstætt starfandi teiknari, eins og til dæmis sem ófaglærður starfsmaður á leikskóla. Það er á hreinu að það þarf að bæta atvinnuöryggi sjálfstætt starfandi listamanna og allra sjálfstætt starfandi einyrkja og verktaka. Ég vona að fjármálaráðuneytið taki á þessu máli og komi úrbótum af stað því það er löngu orðið tímabært. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í apríl á þessu ári uppgötvaði ég að ég hef ekki rétt á 100% atvinnuleysisbótum. Þá fékk ég að vita að þrátt fyrir að hafa verið í fullu starfi sem sjálfstætt starfandi teiknari í þrjú ár hefði ég verið skilgreind sem hlutastarfsmaður í eigin rekstri og að ég ætti einungis rétt á 25% atvinnuleysisbótum. Ég er með lítinn rekstur og er ekki með hátt reiknað endurgjald. Ég borga skatt í hverjum mánuði og tryggingargjald sem á að gefa rétt á atvinnuleysisbótum. Ég tek að mér alls konar verkefni innan hins skapandi geira, þar má nefna kennslu, uppsetningar og myndskreytingar í bækur. Eins og aðrir sjálfstætt starfandi listamenn er ég skilgreind af Vinnumálastofnun sem meðlimur í hinum svokallaða C viðmiðunarhópi. C viðmiðunarhópurinn er ætlaður öllum þeim sem starfa innan skapandi geirans; dansarar, leikarar, höfundar, myndlistarmenn og fleiri. Hugtakið viðmiðunarhópur mætti útskýra sem þau laun sem ríkið telur að umræddur einstaklingur hafi í mánaðarlaun. Samkvæmt ríkinu eru þeir sem settir eru í C viðmiðunarhópinn með mánaðarlaun á bilinu 340 þúsund til 450 þúsund. Því fer fjarri að ég nái þeim mánaðartekjum á mánuði, og reyndar þekki ég fáa sjálfstætt starfandi listamenn sem vinna fyrir þessum „meðal“ mánaðarlaunum C viðmiðunarhóps. Því má bæta við að listamannalaun frá ríkinu eru 266.737 kr. á mánuði. Það er ótækt að Vinnumálastofnun skilgreini viðmiðunarlaun heillar stéttar svo hátt að fæstir ná þessu viðmiði (og jafnvel ekki þeir sem fá borguð listalaun frá ríkinu). Í einni heimsókn minni til Vinnumálastofnunar benti indæll starfsmaður mér á að súpan sem ég væri nú lent í væri alfarið sjálfsköpuð þar sem ég gæti unnið hvar sem er á betri launum en sem sjálfstætt starfandi teiknari, eins og til dæmis sem ófaglærður starfsmaður á leikskóla. Það er á hreinu að það þarf að bæta atvinnuöryggi sjálfstætt starfandi listamanna og allra sjálfstætt starfandi einyrkja og verktaka. Ég vona að fjármálaráðuneytið taki á þessu máli og komi úrbótum af stað því það er löngu orðið tímabært.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun