Bólusetning gegn leghálskrabbameini Jakob Jóhannsson skrifar 21. október 2011 20:00 Á hverju ári greinast um það bil 14 konur með leghálskrabbamein hér á landi samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Til að krabbamein myndist í leghálsi verður slímhimnan þar að hafa sýkst af svo kölluðum vörtuveirum (á ensku Human Papilloma Viruses, HPV), að öðrum kosti myndast ekkert krabbamein. Þekktar eru yfir 120 mismunandi gerðir af vörtuveirum en langflestar þeirra valda venjulegum vörtum í húð sem eru hættulausar. Nokkrar þessara gerða vörtuveira geta valdið krabbameini í leghálsi. Af þeim eru tvær gerðir sem orsaka 60% til 70% allra krabbameina þar og kallast þær vörtuveirur 16 og 18. Í dag eru til tvö bóluefni sem virka gegn vörtuveirum 16 og 18. Ef allar stúlkur væru bólusettar hér á landi með öðru hvoru þessara bóluefna mætti fækka tilfellum af leghálskrabbameinum úr 14 á ári allt niður í fjögur tilfelli á ári. Á þessum grunni hefur velferðarráðuneytið ákveðið að bjóða öllum stúlkum sem eru 12 og 13 ára á þessu ári bólusetningu gegn þessum veirum, þeim að kostnaðarlausu. Í framhaldi af því verður síðan árlega öllum 12 ára stúlkum boðið upp á þessa bólusetningu. Ef þátttakan í bólusetningunum verður almenn er möguleiki á að fækka dauðsföllum vegna leghálskrabbameins. Á hverju ári deyja tvær konur úr leghálskrabbameini. Konurnar eru ungar en meðalaldur þeirra við greiningu er 44 ár. Til samanburðar þá er meðalaldur þeirra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein 61 ár. Almenn bólusetning hefur því getu til að forða þeim konum sem annars mundu greinast með leghálskrabbamein frá þeirri erfiðu lífsreynslu sem því fylgir ásamt því að draga úr dánartíðni af völdum þessa sjúkdóms. Bólusetning fækkar einnig tilfellum af forstigsbreytingum leghálskrabbameins en vörtuveirur 16 og 18 eru orsakavaldar hluta þeirra. Margar konur sem greinast með forstigsbreytingar þurfa á meðferð að halda við þeim en almenn bólusetning mundi koma í veg fyrir það. Þessar tvær gerðir vörtuveira valda einnig öðrum sjaldgæfari krabbameinum eins og krabbameinum í koki, leggöngum og endaþarmsopi. Heilbrigðisyfirvöld geta ekki farið af stað með útdeilingu á ókeypis bóluefnum til stúlkna nema að minnsta kosti þremur spurningum er svarað játandi. Er hagkvæmt fyrir þjóðfélagið að 12 ára stúlkur hér á landi verði bólusettar þeim að kostnaðarlausu? Virka bóluefnin? Eru þau örugg? Hagkvæmni athugun hefur þegar farið fram á vegum Landlæknisembættisins þar sem sýnt var fram á að það að bólusetja allar 12 ára stúlkur á hverju ári á kostnað hins opinbera er hagkvæmt fyrir þjóðfélagið. Var þá bæði tekið tillit til sparnaðar í beinhörðum peningum og til þeirra lífsgæða sem vinnast með því að forða konum frá því að greinast með leghálskrabbamein. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á bóluefnunum hafa sýnt fram á að þau virka nánast 100% þegar um forstigsbreytingar að leghálskrabbameini með sýkingu af vörtuveirum 16 og 18 er að ræða en forstigsbreytingar eru nauðsynlegur undanfari myndunar á krabbameini. Bóluefnin eru því mjög virk gegn leghálskrabbameini og enn sem komið er bendir allt til að sú virkni haldist. Aukaverkanir eru fyrst og fremst tengdar stungustað eins og hjá öðrum bóluefnum en fram getur komið m.a. roði og bólga í húðinni á stungustaðnum. Ekki er vitað um alvarlegar aukaverkanir né dauðsföll tengd bólusetningum gegn leghálskrabbameini. Bóluefnin eru því örugg. Þróunin heldur áfram. Á alþjóðlegri ráðstefnu krabbameinslækna sem haldin var í Stokkhólmi í september á þessu ári kom fram að rannsóknir eru í gangi á bóluefni sem ekki eingöngu virkar gegn vörtuveirum 16 og 18 heldur einnig til fleiri gerða vörtuveira sem valda leghálskrabbameini. Fram kom að vonir eru um að með því verði jafnvel hægt að útrýma leghálskrabbameini með fyrirbyggjandi aðgerðum bólusetningar í nánustu framtíð. Um leið og mælt er með að foreldrar og forráðamenn láti bólusetja stúlkur hér á landi er hvatt til árvekni hvað varðar leghálskrabbamein með því meðal annars að halda áfram leit að leghálskrabbameini á vegum leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands. Enn sem komið er nær bólusetningin ekki til þeirra gerða vörtuveira sem valda 30% til 40% leghálskrabbameina hér á landi þó þróunin bendi til að þess verði ekki langt að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári greinast um það bil 14 konur með leghálskrabbamein hér á landi samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Til að krabbamein myndist í leghálsi verður slímhimnan þar að hafa sýkst af svo kölluðum vörtuveirum (á ensku Human Papilloma Viruses, HPV), að öðrum kosti myndast ekkert krabbamein. Þekktar eru yfir 120 mismunandi gerðir af vörtuveirum en langflestar þeirra valda venjulegum vörtum í húð sem eru hættulausar. Nokkrar þessara gerða vörtuveira geta valdið krabbameini í leghálsi. Af þeim eru tvær gerðir sem orsaka 60% til 70% allra krabbameina þar og kallast þær vörtuveirur 16 og 18. Í dag eru til tvö bóluefni sem virka gegn vörtuveirum 16 og 18. Ef allar stúlkur væru bólusettar hér á landi með öðru hvoru þessara bóluefna mætti fækka tilfellum af leghálskrabbameinum úr 14 á ári allt niður í fjögur tilfelli á ári. Á þessum grunni hefur velferðarráðuneytið ákveðið að bjóða öllum stúlkum sem eru 12 og 13 ára á þessu ári bólusetningu gegn þessum veirum, þeim að kostnaðarlausu. Í framhaldi af því verður síðan árlega öllum 12 ára stúlkum boðið upp á þessa bólusetningu. Ef þátttakan í bólusetningunum verður almenn er möguleiki á að fækka dauðsföllum vegna leghálskrabbameins. Á hverju ári deyja tvær konur úr leghálskrabbameini. Konurnar eru ungar en meðalaldur þeirra við greiningu er 44 ár. Til samanburðar þá er meðalaldur þeirra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein 61 ár. Almenn bólusetning hefur því getu til að forða þeim konum sem annars mundu greinast með leghálskrabbamein frá þeirri erfiðu lífsreynslu sem því fylgir ásamt því að draga úr dánartíðni af völdum þessa sjúkdóms. Bólusetning fækkar einnig tilfellum af forstigsbreytingum leghálskrabbameins en vörtuveirur 16 og 18 eru orsakavaldar hluta þeirra. Margar konur sem greinast með forstigsbreytingar þurfa á meðferð að halda við þeim en almenn bólusetning mundi koma í veg fyrir það. Þessar tvær gerðir vörtuveira valda einnig öðrum sjaldgæfari krabbameinum eins og krabbameinum í koki, leggöngum og endaþarmsopi. Heilbrigðisyfirvöld geta ekki farið af stað með útdeilingu á ókeypis bóluefnum til stúlkna nema að minnsta kosti þremur spurningum er svarað játandi. Er hagkvæmt fyrir þjóðfélagið að 12 ára stúlkur hér á landi verði bólusettar þeim að kostnaðarlausu? Virka bóluefnin? Eru þau örugg? Hagkvæmni athugun hefur þegar farið fram á vegum Landlæknisembættisins þar sem sýnt var fram á að það að bólusetja allar 12 ára stúlkur á hverju ári á kostnað hins opinbera er hagkvæmt fyrir þjóðfélagið. Var þá bæði tekið tillit til sparnaðar í beinhörðum peningum og til þeirra lífsgæða sem vinnast með því að forða konum frá því að greinast með leghálskrabbamein. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á bóluefnunum hafa sýnt fram á að þau virka nánast 100% þegar um forstigsbreytingar að leghálskrabbameini með sýkingu af vörtuveirum 16 og 18 er að ræða en forstigsbreytingar eru nauðsynlegur undanfari myndunar á krabbameini. Bóluefnin eru því mjög virk gegn leghálskrabbameini og enn sem komið er bendir allt til að sú virkni haldist. Aukaverkanir eru fyrst og fremst tengdar stungustað eins og hjá öðrum bóluefnum en fram getur komið m.a. roði og bólga í húðinni á stungustaðnum. Ekki er vitað um alvarlegar aukaverkanir né dauðsföll tengd bólusetningum gegn leghálskrabbameini. Bóluefnin eru því örugg. Þróunin heldur áfram. Á alþjóðlegri ráðstefnu krabbameinslækna sem haldin var í Stokkhólmi í september á þessu ári kom fram að rannsóknir eru í gangi á bóluefni sem ekki eingöngu virkar gegn vörtuveirum 16 og 18 heldur einnig til fleiri gerða vörtuveira sem valda leghálskrabbameini. Fram kom að vonir eru um að með því verði jafnvel hægt að útrýma leghálskrabbameini með fyrirbyggjandi aðgerðum bólusetningar í nánustu framtíð. Um leið og mælt er með að foreldrar og forráðamenn láti bólusetja stúlkur hér á landi er hvatt til árvekni hvað varðar leghálskrabbamein með því meðal annars að halda áfram leit að leghálskrabbameini á vegum leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands. Enn sem komið er nær bólusetningin ekki til þeirra gerða vörtuveira sem valda 30% til 40% leghálskrabbameina hér á landi þó þróunin bendi til að þess verði ekki langt að bíða.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun