Fleiri fréttir Opið bréf til fjármálaráðherra Tryggvi Gíslason skrifar Sem fyrrum skólameistari þinn skora ég á þig að hætta við að leggja niður líknardeildina við Landakotsspítala. Sparnaður upp á 50 milljónir íslenskra króna réttlætir það ekki. Síðustu stundir okkar í þessu jarðlífi eru mörgum þungbærar. Mikilsvert er að létta fólki þessar stundir. 14.10.2011 06:00 Eldfjall Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar Manneskjan á krossgötum. Manneskjan andspænis því góða og slæma í eigin lífi. Manneskjan frammi fyrir dauðanum. Manneskjan sem þarf að standa vörð um eigin virðingu og annarra. 14.10.2011 06:00 Hvað höfum við lært Heiðar Már Guðjónsson skrifar Hrunið var öllum mikið áfall en hrunið hefur jafnframt sýnt okkur hverjar brotalamir kerfisins eru. Ef enginn dregur lærdóm af hruninu er það sorglegt og ávísun á annað hrun. Hvað fór úrskeiðis? Hvernig gat það gerst að þróað samfélag fékk slíkan skell að hagkerfið dróst saman um helming á rúmu ári, mælt í alþjóðlegum myntum? 13.10.2011 20:00 Dagurinn minn Ég fer í kirkjuna mína í dag og verð vitni að því þegar yndislegt barn er borið fram til blessunar. Mér dettur í hug kort sem ég fékk fyrir nokkru frá elskulegum foreldrum, sem á stóð: „Children are always the only future the human race has. Teach them well.“ Sannarlega er engin framtíð án barna og skiptir máli hvað fyrir þeim er haft. 13.10.2011 06:00 Á að kasta Perlu fyrir svín? Friðrik Haraldsson skrifar Nýlega hrökk ég upp við vondan draum um að selja ætti Perluna í Reykjavík. Þangað hef ég um árabil farið sem leiðsögumaður með erlenda ferðamenn til að þeir geti á einum stað kynnst borginni, fengið sér í gogginn, keypt minjagripi, séð Sögusýningu og heillast af fögru útsýni ásamt því að fá upplýsingar um allt sem fyrir augu ber á fimm tungumálum. Mér skilst að 600.000 gestir komi í Perluna á ári. Mætti ætla að það væri nokkurs virði. 13.10.2011 06:00 Ísland verði grænt hagkerfi í fremstu röð Skúli Helgason skrifar Ísland getur skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi, sem grænt hagkerfi, með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Þetta er framtíðarsýn þverpólitískrar nefndar með aðild allra þingflokka á Alþingi sem nú hefur skilað niðurstöðum sínum um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi eftir tólf mánaða starf. Í skýrslunni kynnir nefndin stefnumið sem liggja til grundvallar 48 tillögum um aðgerðir til að örva þróun í átt til græns hagkerfis á Íslandi. 13.10.2011 06:00 Forsendur meirihluta sveitarstjórnar Voga út úr korti Núverandi meirihluti sveitarstjórnar Voga hefur byggt afstöðu sína um að háspennulínur þær sem Landsnet hyggst reisa skuli leggja í jörð að stórum hluta á greinargerð Almennu verkfræðistofunnar (AV) sem gerð var í mars 2008, eins og meðal annars kemur fram í frétt RÚV í kvöldfréttum sjónvarps, 11. október sl. 13.10.2011 06:00 Berjumst fyrir bókina! Fyrir skömmu birtust þau uggvænlegu tíðindi á forsíðu Fréttablaðsins að fjórðungur fimmtán ára drengja gæti ekki lesið sér til gagns. Tæp 25% – þrefalt hærra hlutfall en meðal stúlkna á sama aldri. Hrikalegt! hugsaði ég með sjálfum mér þegar ég las fréttina. Og ég spurði sjálfan mig í framhaldinu; afhverju er lesskilningur barnanna svona slakur? 13.10.2011 06:00 „Vesæla land“ Sverrir Hermannsson skrifar Enn er fyrirsögnin höfð eftir séra Matthíasi. Í áður tilvitnaðri grein í Fréttablaðinu 18.06.’06 eftir Illuga Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, segir svo: „Vandi Framsóknarflokksins er ekki sá að flokkurinn geti ekki verið stoltur af verkum sínum eða stefnu, þvert á móti.“ 12.10.2011 06:00 Um fjárveitingar til rannsókna á mataræði og heilsu á Íslandi Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala rannsakar næringu og heilsu viðkvæmra hópa í íslensku samfélagi. Verkefni stofunnar eru tvenns konar. Í fyrsta lagi er um að ræða rannsóknir sem eru nauðsynlegar í öryggisskyni. Þær gera það mögulegt að meta bæði hættu á næringarefnaskorti og hættu á ofgnótt og eitrunum vegna efna í mat og áhrif þessa í líkamanum. Í öðru lagi eru vísindarannsóknir sem auka þekkingu á tengslum næringar og heilsu á alþjóðavísu og nýtast í stærra samhengi víðs vegar um heim, einnig meðal þeirra þjóða þar sem aðstæður eru allt aðrar en hér á landi og matarskortur viðvarandi. 12.10.2011 06:00 Bókasöfn án fagfólks Ef fólk greiðir atkvæði með fótunum, þá er það ákveðnari mælikvarði en flestir aðrir. Ég hef nú tekið saman tölur um heimsóknir hjá fimm stærstu almenningsbókasöfnum landsins samkvæmt ársskýrslum á vef þeirra. Þau fengu 1.279.614 heimsóknir 2010 sem samsvarar tæpum tveimur milljóna heimsókna í almenningsbókasöfn á landsvísu, eða 6,2 heimsóknir á hvert mannsbarn. Þessi tala hækkaði um tæp 9% árið 2009 og stóð svo í stað 2010. Þá á eftir að telja heimsóknir fólks í önnur bókasöfn, skólabókasöfn, Landsbókasafn og rannsóknabókasöfn. 12.10.2011 06:00 Óskynsamleg menningar- og efnahagspólitík Hilmar Sigurðsson skrifar Árið 2006 var undirritað samkomulag milli fjármálaráðherra og menntamálaráðherra annars vegar og félaga í kvikmyndagerð hinsvegar. Samkomulagið gerði ráð fyrir uppbyggingu kvikmyndasjóða á næstu 4 árum úr um 372 m króna í 700 m árið 2010. Þessi samningur gerði kvikmyndaiðnaðinum kleift að gera lengri tíma áætlanir og þar með hefja nauðsynlega endurnýjun og fjárfestingu, m.a. í stafrænum búnaði og tækjum í ljósi þess að langtíma samningur var kominn á. 12.10.2011 06:00 Við og dýrin Mannleg reisn er sögð koma fram í umgengni við dýr. Mannúð sömuleiðis. Á ferðum sl. vetur sá ég horuð hross híma án skjóls í freðnum úthaga. Veit reyndar að slíkt er undantekning en ekki regla. Ég hef mætt troðfullum flutningabílnum sem aka þarf mörg hundruð kílómetra með sláturfé vegna hagræðingar í þeim geira. Ég hef séð skelfilegar myndir í íslensku sjónvarpi af meðferð sláturdýra í útlöndum. Eitt sinn átti ég orðastað við refaskyttu sem elti dýrin á snjósleða og ók yfir þau. Ekki steypi ég þessu öllu í einn stamp sem einhverri ákæru, heldur vegna þess að dæmin hafa lengi vakið mig til umhugsunar. 12.10.2011 06:00 Litlir heilar og stórir Sólveig Hlín Kristjánsdóttir skrifar Í viðtali í morgunútvarpinu á Rás 2 miðvikudaginn 5. október var fjallað um það hvort strákar ættu erfitt með nám í grunnskólanum. Þar vitnaði viðmælandi í skýrslu starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um námsárangur drengja og sagði að þroskamynstur stelpna og stráka væri afar mismunandi. 12.10.2011 06:00 Við færum þér dugnað, gáfur og gæsku Um miðjan september hleypti VR nýrri herferð af stokkunum sem vakið hefur mikla athygli. Herferðin snýst um að að beina sjónum almennings að því óréttlæti sem kynbundinn launamunur er en auk auglýsingar, sem hefur látið mörgum bregða í brún, þá skoraði VR á fyrirtæki að gefa konum 10% afslátt í nokkra daga til að sýna fram á hversu afkáralegt þetta misrétti væri. 12.10.2011 06:00 Áfram erfðabreytt matvæli! Á liðnum misserum hefur átt sér stað talsverð umræða um erfðabreytt matvæli og hefur sú umræða því miður einkennst af fáfræði, sleggjudómum og misskilningi. Af pistlum margra sérskipaðra matvælasérfræðinga mætti draga þá ályktun að erfðabreytt matvæli séu afkvæmi Drakúla, getin með svartagaldri og borin í blásýrupolli. Fólk hræðist erfðabreytt matvæli eins og dauðann og heimtar lögbann og viðskiptahöft. En eru erfðabreytt matvæli svo slæm? 12.10.2011 06:00 Bólusetning gegn veirum sem valda leghálskrabbameini Lára G. Sigurðardóttir og Laufey Tryggvadóttir skrifar Bólusetning með Cervarix® gegn HPV 16/18 hefst nú í haust hjá 12 og 13 ára stúlkum. Í framtíðinni verður bólusetningin hluti af almennum bólusetningum stúlkna. 12.10.2011 06:00 Árangur hefur náðst Á undanförnum tveimur árum hefur orðið 140 milljarða viðsnúningur í rekstri ríkisins og ef ekki væri fyrir vaxtakostnað væri ríkissjóður rekinn með 40 milljarða hagnaði á næsta ári. 57% af þessu aðhaldi hafa átt sér í stað í gegnum útgjöldin – 43% í gegnum tekjurnar. Engu að síður hefur ríkisstjórnin aukið útgjöld til velferðarmála, samanborið við fyrri ríkisstjórnir. Þá hafa skattar aldrei náð því að vera jafn stór hluti af landsframleiðslu í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og þeir voru í tíð ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Það þýðir að í tíð íhaldsins tók ríkið á "góðæristímum“ stærri hluta af veltu þjóðfélagsins í skatta en ríkið gerir í dag. 12.10.2011 06:00 Á hverju ætlið þið þá að lifa? Háskólagráðum? Eyþór Jóvinsson skrifar Pawel Bartoszek skrifar pistil í Fréttablaðið 7. október af svo mikilli fáfræði að það er leitun að öðru eins. Pistillinn ber nafnið „Óbyggðastefna“ sem er sannkallað réttnefni, því þar boðar hann mikla óbyggðastefnu. 11.10.2011 06:00 Sjálfsblekkingin um 2007 Kristinn H. Gunnarsson skrifar Sú sjálfsblekking er áberandi í þjóðfélaginu að hægt sé að strika út efnahagsleg áhrif hrunsins og hverfa aftur til lífskjara árins 2007. Til marks um það eru kröfur um lækkun skulda, hækkun launa og bætur fyrir lækkun íbúðaverðs. Staðreyndin er sú að lífskjörin á hátindi góðærisins fyrir hrun voru blekkingin ein, velmegun sem byggð var áralangri og ofsafenginni skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja. Það eru ekki til nein verðmæti í þjóðfélaginu til þess að standa undir fölsku lífskjörunum frá 2007. 11.10.2011 06:00 Viðurkenning á fullveldi sjálfstæðrar Palestínu Í liðinni viku mælti ég á Alþingi fyrir tillögu um að ríkisstjórninni yrði falið að viðurkenna fullveldi sjálfstæðrar Palestínu á grundvelli landamæranna eins og þau voru fyrir sex daga stríðið 1967. Nú þegar hafa 127 ríki viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki, þar af átta sem síðar hafa gengið í Evrópusambandið, og sex þeirra eru einnig innan Atlantshafsbandalagsins. Við yrðum að sönnu fyrsta ríkið í norðvesturhluta Evrópu sem tæki slíka ákvörðun og hið fyrsta í Evrópu í yfir 20 ár. 11.10.2011 06:00 Stokkhólmssamningurinn 10 ára Svandís Svavarsdóttir skrifar Í ár eru liðin 10 ár frá því að Stokkhólmssamningurinn tók gildi í Svíþjóð. Markmið samningsins er að vernda heilsu manna og umhverfið gegn áhrifum þrávirkra lífrænna efna. 11.10.2011 06:00 Krónan og frankinn Skúli Sveinsson skrifar Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, birti grein í Fréttablaðinu 3. október sl. undir fyrirsögninni "Svisslendingar tengja frankann við evruna!“ Ekki er hægt að skilja grein Andrésar á annan hátt en að með þessu hafi svissneski seðlabankinn, sem stóð einn að baki þessum aðgerðum, lýst yfir eindregnum stuðningi við evruna. 11.10.2011 06:00 Ungt fólk og áhrif þess Sindri Snær Einarsson skrifar Ungt fólk á aldrinum 15-29 ára er um 20% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það eru áhrif hópsins lítil og engin áhersla lögð á málefni hans sem heildar í þjóðfélaginu. En hvað blasir við þessum hóp? 11.10.2011 06:00 Ísland á tímamótum! - leggja allir sitt af mörkum? Steingrímur J. Sigfússon skrifar Þrjú ár eru liðin frá hruninu. Tíminn er fljótur að líða og það fennir í sporin. Þar á meðal hefur e.t.v. gleymst að rætt var opinskátt um hættuna á þjóðargjaldþroti og sjálfur himnafaðirinn beðinn að blessa landið. Ísland var á brún þjóðargjaldþrots í reynd fram í síðari hluta aprílmánaðar 2010 og var ekki sýnt hvernig úr rættist. 10.10.2011 06:00 Hvað er kennt þegar siðfræði er kennd? Svavar Hrafn Svavarsson skrifar Síðasta vetur var rædd á Alþingi tillaga um að gera heimspeki að skyldufagi í grunn- og framhaldsskólum. Mest var rætt um siðfræði. Að umræðum loknum var hún send til menntamálanefndar. Tillagan spratt af skýrslu rannsóknarnefndar og almennri umræðu um orsakir og aðdraganda hrunsins. Mér sýnist á umræðunni að ekki sé ljóst hvað sé kennt þegar siðfræði er kennd. Þó að viðfangsefnið sé ljóslega mannlegt siðferði, verður varla sagt að þeir sem kenni siðfræði kenni siðferði. Við kennum hvert öðru siðferði og lærum frá blautu barnsbeini. Við fæðumst inn í siðferði og mótumst sem siðferðisverur af samskiptum og lífsreynslu. 10.10.2011 06:00 Framtíðarsýn á You Are in Control Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Stafræna byltingin er staðreynd sem hefur breytt atvinnuháttum okkar og krefst nýs hugsunarháttar af stefnumótandi aðilum og leiðandi öflum í atvinnulífinu. Mikill vöxtur skapandi greina er ekki síst afsprengi stafrænnar byltingar. Ný listform og dreifileiðir eiga auðveldari aðgang að neytendum. Við getum nálgast neytandann á gagnvirkari hátt en áður og leiðandi álitsgjafar eru nú oft úr röðum almennings jafnt sem fjölmiðlamanna eða gagnrýnenda. Tæknifyrirtæki hafa sprottið upp og eflst af þessum sökum. Efnisgerð og listsköpun á nú orðið greiðari leið yfir landamæri og útflutningur því ekki sama ögrun og áður var. Þessi þróun þýðir að engin atvinnugrein í Evrópu eða jafnvel heiminum öllum býr við jafn hraðan hagvöxt og skapandi greinar. 10.10.2011 06:00 Gjörbreytti fjölmiðlalandslaginu Andri Þór Guðmundsson skrifar Stöð 2 og Ölgerðin hafa átt frábært samstarf í þau 25 ár sem liðin eru frá opnun Stöðvar 2. Ölgerðin er með stærstu auglýsendum landsins í sjónvarpi og það er gríðarlega mikilvægt fyrir fyrirtækið að hafa góðan aðgang að stórum hluta þjóðarinnar í gegnum metnaðarfulla dagskrá Stöðvarinnar. Stöð 2 hefur sannað sig sem mjög öflugur auglýsingamiðill. 9.10.2011 09:00 Þarna var stuð Eyþór Árnason skrifar Það gerðist einhvern tímann á hinni öldinni að geimskip með undarlegt tákn bróderað á búkinn stakkst ofan á plastpokaverksmiðjuna á Krókhálsi. 9.10.2011 11:00 Grá skýrsla um tannheilsu Íslendinga Magnús R. Gíslason skrifar Hérlendis skemmast tvisvar sinnum fleiri tennur í 12 ára börnum en hjá jafnöldrum þeirra á hinum Norðurlöndunum og skemmdirnar verða stærri hérlendis því að ekkert skipulagt eftirlit er með tönnum barna og unglinga gagnstætt því sem er hjá nágrönnum okkar. 9.10.2011 11:00 Skemmtilegri í 25 ár Ari Edwald skrifar Þegar Stöð 2 hóf útsendingar 9. október 1986 - fyrst frjálsra og einkarekinna sjónvarpsstöðva á Íslandi - hafði þjóðin í reynd ekki fengið að kynnast til fulls áhrifamætti og notagildi þessa magnaða miðils, sjónvarpsins. Það mun ekki hafa skort efasemdir um að slíkt framtak væri yfirhöfuð á færi einkaaðila og að sjónvarpsrekstur gæti staðið undir sér sem fyrirtæki á okkar smáa markaði. 9.10.2011 08:00 Ein öflugasta fréttastofa Íslands Freyr Einarsson skrifar Fréttastofa Stöðvar 2 hefur verið ein öflugusta fréttastofa landsins í 25 ár. Starfsemi Fréttastofunnar hefur breyst mikið á þessum aldarfjórðungi. Með tilkomu vefsins hefur þjónusta okkar við landsmenn aukist frá því þegar einungis voru fluttar fréttir einu sinni á dag á Stöð 2 og á klukkutímafresti yfir daginn á Bylgjunni. Í dag flytjum við landsmönnum stöðugar fréttir á frétta- og afþreyingarvef okkar Vísi, 365 daga ársins, auk reglulegra fréttatíma á Bylgjunni og Stöð 2. 9.10.2011 08:00 Ólög eyða Lúðvík Bergvinsson skrifar Forsenda jafnréttis og gagnkvæmrar virðingar í samfélaginu er að allir séu jafnir fyrir lögunum. Kjörorð lögreglu „með lögum skal land byggja en ólögum eyða“ undirstrikar mikilvægi þessa. Í þessu ljósi er athyglisvert hvernig löggjafinn tók á skýlausum brotum lánafyrirtækja á vaxtalögum, en í 17. gr. vaxtalaga eru skýr fyrirmæli um að refsa skuli þeim sem veita ólögmæt gengistryggð lán. Vandséð er hvernig fjármálafyrirtækin geta útskýrt lögbrotið en ljóst er að fyrirtækin geta ekki borið fyrir sig vanþekkingu, því í umsögn samtaka fjármálafyrirtækja til Alþingis við afgreiðslu vaxtalaga á sínum tíma, kom fram það sjónarmið þeirra að yrði frumvarpið að lögum væri fjármálafyrirtækjum óheimilt að veita gengistryggð krónulán. Frumvarpið varð að lögum. Bannið tók gildi. Þrátt fyrir það veittu fjármálafyrirtækin ólögmæt gengistryggð lán. Því verður ekki annað séð en að brotavilji fjármálafyrirtækjanna hafi verið einbeittur í þessu máli. 8.10.2011 11:00 Lífræn ræktun og lífrænn landbúnaður Lífræn ræktun, lífrænn landbúnaður og iðnaðarframleiðsla landbúnaðarafurða hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum sem og réttur neytenda til að afla sér upplýsinga um erfðabreytt matvæli. En um hvað snýst lífræn ræktun? 8.10.2011 11:00 Gagnrýnin hugsun Í Lundúnum er hægt að rekast á unga menn sem eru á góðri leið með að efnast nægilega til þess að setjast í helgan stein um fertugt. Margir þeirra hafa efnast á því að kaupa og selja sykur og tin. Eða hvaða hrávöru sem er. Samt hafa fæstir komið út fyrir stærsta bílastæði í heimi sem innfæddir kalla M25. Hvað þá út á akur eða ofan í námu. Þegar ég hef verið í samkvæmum með slíkum mönnum hef ég alltaf átt erfitt með að viðurkenna að ég tilheyrði ekki hópnum; til þess að falla inn í hef ég einfaldlega svarað að ég sé í „hugsanabransanum“. Aldrei hefur neinn kippt sér upp við slíkt svar. Menn hafa kannski helst lýst þeirri skoðun sinni að ég ætti nú að reyna að komast yfir í arðvænlegri vöruflokk. 8.10.2011 11:00 Svar við brigslum Jónas Fr. Jónsson skrifar Doktorsnemi skrifaði grein í Fréttablaðið um nýlega ráðningu á forstjóra Bankasýslu ríkisins og taldi hana minna á ráðningu mína sem forstjóra Fjármálaeftirlitsins síðsumars 2005, sem er alrangt. Heimildarvinna höfundar, Bjarna Torfasonar, er rýr, enda styðst hann við eina heimild, svokallaðan siðfræðikafla í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þar felldu þrír einstaklingar sleggjudóma yfir fjölda einstaklinga án þess að sýna þá kurteisi eða manndóm að leita andmæla fyrst. Ekki gerði höfundur tilraun til að afla sér upplýsinga hjá mér eða þeim sem tóku ákvörðun um ráðninguna, þ.e. fyrrverandi stjórn Fjármálaeftirlitsins. 8.10.2011 06:00 Aðför gegn aðildarviðræðum Aðildarumsókn Íslands að ESB virðist nú á haustdögum vera að færast nær kastljósinu eftir að hafa verið í skugga erfiðra mála sem hafa gegnumsýrt þjóðmálaumræðuna undanfarin misseri. Umræðan þessa stundina virðist þó ekki ætla að snúast um efnisatriði væntanlegs aðildarsamnings og um hvað ESB-aðild felur í sér heldur um það hvort halda beri aðildarviðræðum áfram eður ei. Háværar raddir eru uppi um að slíta beri aðildarviðræðum við ESB. Hér er á ferðinni aðför gegn aðildarviðræðum með það að markmiði að hafa efnislega umræðu um aðildarsamning af þjóðinni og koma í veg fyrir að hún geti kosið um samninginn þegar þar að kemur. 8.10.2011 06:00 Ekki gleyma D-vítamíninu - þú færð ekki nóg úr matnum Það er mikið rætt um D-vítamín þessa dagana, og það ekki að ástæðulausu. Hver rannsóknin á fætur annarri síðustu áratugi hefur sýnt að Íslendingar fá allt of lítið af þessu mikilvæga vítamíni úr fæðunni og að styrkur D-vítamíns í blóði þeirra sem hvorki taka lýsi né önnur fæðubótarefni er töluvert undir viðmiðunarmörkum. Sérstaklega er það áberandi að vetri til þegar sól er lágt á lofti og D-vítamín nær ekki að myndast í húðinni. Eftir áratuga margítrekaða áherslu á D-vítamín og lýsi í öllum opinberum ráðleggingum um mataræði, og hversu nauðsynlegt það sé að taka D-vítamín aukalega, hefur boðskapurinn loks komist rækilega til skila. 8.10.2011 06:00 Vandtaldir keppir í sláturtíðinni Þórólfur Matthíasson skrifar Í grein í Bændablaðinu 29. september sl. fjallar forstjóri Sláturfélags Suðurlands (sem notar hina útflutningsvænu skammstöfun SS á sumar vörur sínar) um ávinning sauðfjárbænda af útflutningi sauðfjárafurða. Tilefni greinar forstjórans er greinarskrif mín í Fréttablaðið undanfarið. 8.10.2011 00:01 Samfélag án aðgreiningar, virðum mannréttindi Grétar Pétur Geirsson skrifar Þó að standi í Stjórnarskránni að allir skulu vera jafnir fyrir lögum þá er það ekki þannig í raun. Menn hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum í gegnum tíðina og þurfa enn. Mannréttindi eru brotin á hverjum degi. 7.10.2011 06:00 Matvælaöryggi fórnað fyrir pólitík Sandra B. Jónsdóttir skrifar Nú eru hartnær átta ár síðan ríki Evrópusambandsins settu nýja löggjöf um merkingar erfðabreyttra matvæla (reglugerð 1830). Sú löggjöf hefur enn ekki verið tekin upp af EES, m.a. vegna neikvæðrar afstöðu íslenskra stjórnvalda, sem með því hafa misboðið rétti íslenskra neytenda til að velja og skilið heila kynslóð íslenskra barna eftir 7.10.2011 06:00 Geggjað stuð í partýinu - myndir! Edda Kristjánsdóttir skrifar Samfélagsmiðlar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir og góðir til afþreyingar, en í hófi þó. Ef við tökum Facebook sem dæmi, þá hefur sú síða sennilega minnkað persónuleg samskipti fólks, þá sérstaklega ungmenna. Samskipti ungmenna á samfélagsmiðlum hafa þó einnig góðar hliðar. Það getur t.a.m. verið mun auðveldara að tala þar saman og þægilegt að hafa samband við vini og vandamenn sem búa erlendis eða á öðru landshorni. 7.10.2011 06:00 Hvað tókst vel í bankahruninu? Tryggvi Pálsson skrifar Tímabært er að svara þessari spurningu nú eftir að sameiginlegri björgunaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er lokið og þrjú ár eru liðin frá bankahruninu. Spurningin sjálf hefði þótt undarleg skömmu eftir áfallið þegar örvæntingin og reiðin réðu ríkjum. Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem þá fór úrskeiðis en síður sagt frá því sem vel var gert. 6.10.2011 10:00 Ásættanlegur farvegur í samstarfi skóla og kirkju Bjarni Karlsson skrifar Nú hefur borgarráð ályktað í hinu langdregna og sérstaka máli er varðar samskipti reykvískra skóla við trú- og lífsskoðanafélög. Það góða er að niðurstaðan felur í sér samráðsferli sem skuli fara fram. Þar með er viðurkennt að það þurfi að ræða þessi mál betur á breiðum faglegum og félagslegum grundvelli. 6.10.2011 06:00 Kraftmikil uppgjöf Jafnréttisráðs Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar Fanney Gunnarsdóttir, fv. formaður Jafnréttisráðs, spyr hvort sú ákvörðun að afhenda jafnréttisviðurkenningu aðeins annað hvert ár sé til marks um uppgjöf hjá ráðinu (Fbl. 30.09. sl). Fanney spyr hvort Jafnréttisráð og velferðarráðherra telji að staða jafnréttismála sé það góð að árleg jafnréttisviðurkenning sé óþörf. Sjálf segist Fanney frekar vilja sjá ráðið draga fram gjallarhornið og ná eyrum landsmanna í stað þess að gefa svona eftir og hopa. 6.10.2011 06:00 Sjá næstu 50 greinar
Opið bréf til fjármálaráðherra Tryggvi Gíslason skrifar Sem fyrrum skólameistari þinn skora ég á þig að hætta við að leggja niður líknardeildina við Landakotsspítala. Sparnaður upp á 50 milljónir íslenskra króna réttlætir það ekki. Síðustu stundir okkar í þessu jarðlífi eru mörgum þungbærar. Mikilsvert er að létta fólki þessar stundir. 14.10.2011 06:00
Eldfjall Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar Manneskjan á krossgötum. Manneskjan andspænis því góða og slæma í eigin lífi. Manneskjan frammi fyrir dauðanum. Manneskjan sem þarf að standa vörð um eigin virðingu og annarra. 14.10.2011 06:00
Hvað höfum við lært Heiðar Már Guðjónsson skrifar Hrunið var öllum mikið áfall en hrunið hefur jafnframt sýnt okkur hverjar brotalamir kerfisins eru. Ef enginn dregur lærdóm af hruninu er það sorglegt og ávísun á annað hrun. Hvað fór úrskeiðis? Hvernig gat það gerst að þróað samfélag fékk slíkan skell að hagkerfið dróst saman um helming á rúmu ári, mælt í alþjóðlegum myntum? 13.10.2011 20:00
Dagurinn minn Ég fer í kirkjuna mína í dag og verð vitni að því þegar yndislegt barn er borið fram til blessunar. Mér dettur í hug kort sem ég fékk fyrir nokkru frá elskulegum foreldrum, sem á stóð: „Children are always the only future the human race has. Teach them well.“ Sannarlega er engin framtíð án barna og skiptir máli hvað fyrir þeim er haft. 13.10.2011 06:00
Á að kasta Perlu fyrir svín? Friðrik Haraldsson skrifar Nýlega hrökk ég upp við vondan draum um að selja ætti Perluna í Reykjavík. Þangað hef ég um árabil farið sem leiðsögumaður með erlenda ferðamenn til að þeir geti á einum stað kynnst borginni, fengið sér í gogginn, keypt minjagripi, séð Sögusýningu og heillast af fögru útsýni ásamt því að fá upplýsingar um allt sem fyrir augu ber á fimm tungumálum. Mér skilst að 600.000 gestir komi í Perluna á ári. Mætti ætla að það væri nokkurs virði. 13.10.2011 06:00
Ísland verði grænt hagkerfi í fremstu röð Skúli Helgason skrifar Ísland getur skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi, sem grænt hagkerfi, með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Þetta er framtíðarsýn þverpólitískrar nefndar með aðild allra þingflokka á Alþingi sem nú hefur skilað niðurstöðum sínum um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi eftir tólf mánaða starf. Í skýrslunni kynnir nefndin stefnumið sem liggja til grundvallar 48 tillögum um aðgerðir til að örva þróun í átt til græns hagkerfis á Íslandi. 13.10.2011 06:00
Forsendur meirihluta sveitarstjórnar Voga út úr korti Núverandi meirihluti sveitarstjórnar Voga hefur byggt afstöðu sína um að háspennulínur þær sem Landsnet hyggst reisa skuli leggja í jörð að stórum hluta á greinargerð Almennu verkfræðistofunnar (AV) sem gerð var í mars 2008, eins og meðal annars kemur fram í frétt RÚV í kvöldfréttum sjónvarps, 11. október sl. 13.10.2011 06:00
Berjumst fyrir bókina! Fyrir skömmu birtust þau uggvænlegu tíðindi á forsíðu Fréttablaðsins að fjórðungur fimmtán ára drengja gæti ekki lesið sér til gagns. Tæp 25% – þrefalt hærra hlutfall en meðal stúlkna á sama aldri. Hrikalegt! hugsaði ég með sjálfum mér þegar ég las fréttina. Og ég spurði sjálfan mig í framhaldinu; afhverju er lesskilningur barnanna svona slakur? 13.10.2011 06:00
„Vesæla land“ Sverrir Hermannsson skrifar Enn er fyrirsögnin höfð eftir séra Matthíasi. Í áður tilvitnaðri grein í Fréttablaðinu 18.06.’06 eftir Illuga Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, segir svo: „Vandi Framsóknarflokksins er ekki sá að flokkurinn geti ekki verið stoltur af verkum sínum eða stefnu, þvert á móti.“ 12.10.2011 06:00
Um fjárveitingar til rannsókna á mataræði og heilsu á Íslandi Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala rannsakar næringu og heilsu viðkvæmra hópa í íslensku samfélagi. Verkefni stofunnar eru tvenns konar. Í fyrsta lagi er um að ræða rannsóknir sem eru nauðsynlegar í öryggisskyni. Þær gera það mögulegt að meta bæði hættu á næringarefnaskorti og hættu á ofgnótt og eitrunum vegna efna í mat og áhrif þessa í líkamanum. Í öðru lagi eru vísindarannsóknir sem auka þekkingu á tengslum næringar og heilsu á alþjóðavísu og nýtast í stærra samhengi víðs vegar um heim, einnig meðal þeirra þjóða þar sem aðstæður eru allt aðrar en hér á landi og matarskortur viðvarandi. 12.10.2011 06:00
Bókasöfn án fagfólks Ef fólk greiðir atkvæði með fótunum, þá er það ákveðnari mælikvarði en flestir aðrir. Ég hef nú tekið saman tölur um heimsóknir hjá fimm stærstu almenningsbókasöfnum landsins samkvæmt ársskýrslum á vef þeirra. Þau fengu 1.279.614 heimsóknir 2010 sem samsvarar tæpum tveimur milljóna heimsókna í almenningsbókasöfn á landsvísu, eða 6,2 heimsóknir á hvert mannsbarn. Þessi tala hækkaði um tæp 9% árið 2009 og stóð svo í stað 2010. Þá á eftir að telja heimsóknir fólks í önnur bókasöfn, skólabókasöfn, Landsbókasafn og rannsóknabókasöfn. 12.10.2011 06:00
Óskynsamleg menningar- og efnahagspólitík Hilmar Sigurðsson skrifar Árið 2006 var undirritað samkomulag milli fjármálaráðherra og menntamálaráðherra annars vegar og félaga í kvikmyndagerð hinsvegar. Samkomulagið gerði ráð fyrir uppbyggingu kvikmyndasjóða á næstu 4 árum úr um 372 m króna í 700 m árið 2010. Þessi samningur gerði kvikmyndaiðnaðinum kleift að gera lengri tíma áætlanir og þar með hefja nauðsynlega endurnýjun og fjárfestingu, m.a. í stafrænum búnaði og tækjum í ljósi þess að langtíma samningur var kominn á. 12.10.2011 06:00
Við og dýrin Mannleg reisn er sögð koma fram í umgengni við dýr. Mannúð sömuleiðis. Á ferðum sl. vetur sá ég horuð hross híma án skjóls í freðnum úthaga. Veit reyndar að slíkt er undantekning en ekki regla. Ég hef mætt troðfullum flutningabílnum sem aka þarf mörg hundruð kílómetra með sláturfé vegna hagræðingar í þeim geira. Ég hef séð skelfilegar myndir í íslensku sjónvarpi af meðferð sláturdýra í útlöndum. Eitt sinn átti ég orðastað við refaskyttu sem elti dýrin á snjósleða og ók yfir þau. Ekki steypi ég þessu öllu í einn stamp sem einhverri ákæru, heldur vegna þess að dæmin hafa lengi vakið mig til umhugsunar. 12.10.2011 06:00
Litlir heilar og stórir Sólveig Hlín Kristjánsdóttir skrifar Í viðtali í morgunútvarpinu á Rás 2 miðvikudaginn 5. október var fjallað um það hvort strákar ættu erfitt með nám í grunnskólanum. Þar vitnaði viðmælandi í skýrslu starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um námsárangur drengja og sagði að þroskamynstur stelpna og stráka væri afar mismunandi. 12.10.2011 06:00
Við færum þér dugnað, gáfur og gæsku Um miðjan september hleypti VR nýrri herferð af stokkunum sem vakið hefur mikla athygli. Herferðin snýst um að að beina sjónum almennings að því óréttlæti sem kynbundinn launamunur er en auk auglýsingar, sem hefur látið mörgum bregða í brún, þá skoraði VR á fyrirtæki að gefa konum 10% afslátt í nokkra daga til að sýna fram á hversu afkáralegt þetta misrétti væri. 12.10.2011 06:00
Áfram erfðabreytt matvæli! Á liðnum misserum hefur átt sér stað talsverð umræða um erfðabreytt matvæli og hefur sú umræða því miður einkennst af fáfræði, sleggjudómum og misskilningi. Af pistlum margra sérskipaðra matvælasérfræðinga mætti draga þá ályktun að erfðabreytt matvæli séu afkvæmi Drakúla, getin með svartagaldri og borin í blásýrupolli. Fólk hræðist erfðabreytt matvæli eins og dauðann og heimtar lögbann og viðskiptahöft. En eru erfðabreytt matvæli svo slæm? 12.10.2011 06:00
Bólusetning gegn veirum sem valda leghálskrabbameini Lára G. Sigurðardóttir og Laufey Tryggvadóttir skrifar Bólusetning með Cervarix® gegn HPV 16/18 hefst nú í haust hjá 12 og 13 ára stúlkum. Í framtíðinni verður bólusetningin hluti af almennum bólusetningum stúlkna. 12.10.2011 06:00
Árangur hefur náðst Á undanförnum tveimur árum hefur orðið 140 milljarða viðsnúningur í rekstri ríkisins og ef ekki væri fyrir vaxtakostnað væri ríkissjóður rekinn með 40 milljarða hagnaði á næsta ári. 57% af þessu aðhaldi hafa átt sér í stað í gegnum útgjöldin – 43% í gegnum tekjurnar. Engu að síður hefur ríkisstjórnin aukið útgjöld til velferðarmála, samanborið við fyrri ríkisstjórnir. Þá hafa skattar aldrei náð því að vera jafn stór hluti af landsframleiðslu í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og þeir voru í tíð ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Það þýðir að í tíð íhaldsins tók ríkið á "góðæristímum“ stærri hluta af veltu þjóðfélagsins í skatta en ríkið gerir í dag. 12.10.2011 06:00
Á hverju ætlið þið þá að lifa? Háskólagráðum? Eyþór Jóvinsson skrifar Pawel Bartoszek skrifar pistil í Fréttablaðið 7. október af svo mikilli fáfræði að það er leitun að öðru eins. Pistillinn ber nafnið „Óbyggðastefna“ sem er sannkallað réttnefni, því þar boðar hann mikla óbyggðastefnu. 11.10.2011 06:00
Sjálfsblekkingin um 2007 Kristinn H. Gunnarsson skrifar Sú sjálfsblekking er áberandi í þjóðfélaginu að hægt sé að strika út efnahagsleg áhrif hrunsins og hverfa aftur til lífskjara árins 2007. Til marks um það eru kröfur um lækkun skulda, hækkun launa og bætur fyrir lækkun íbúðaverðs. Staðreyndin er sú að lífskjörin á hátindi góðærisins fyrir hrun voru blekkingin ein, velmegun sem byggð var áralangri og ofsafenginni skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja. Það eru ekki til nein verðmæti í þjóðfélaginu til þess að standa undir fölsku lífskjörunum frá 2007. 11.10.2011 06:00
Viðurkenning á fullveldi sjálfstæðrar Palestínu Í liðinni viku mælti ég á Alþingi fyrir tillögu um að ríkisstjórninni yrði falið að viðurkenna fullveldi sjálfstæðrar Palestínu á grundvelli landamæranna eins og þau voru fyrir sex daga stríðið 1967. Nú þegar hafa 127 ríki viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki, þar af átta sem síðar hafa gengið í Evrópusambandið, og sex þeirra eru einnig innan Atlantshafsbandalagsins. Við yrðum að sönnu fyrsta ríkið í norðvesturhluta Evrópu sem tæki slíka ákvörðun og hið fyrsta í Evrópu í yfir 20 ár. 11.10.2011 06:00
Stokkhólmssamningurinn 10 ára Svandís Svavarsdóttir skrifar Í ár eru liðin 10 ár frá því að Stokkhólmssamningurinn tók gildi í Svíþjóð. Markmið samningsins er að vernda heilsu manna og umhverfið gegn áhrifum þrávirkra lífrænna efna. 11.10.2011 06:00
Krónan og frankinn Skúli Sveinsson skrifar Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, birti grein í Fréttablaðinu 3. október sl. undir fyrirsögninni "Svisslendingar tengja frankann við evruna!“ Ekki er hægt að skilja grein Andrésar á annan hátt en að með þessu hafi svissneski seðlabankinn, sem stóð einn að baki þessum aðgerðum, lýst yfir eindregnum stuðningi við evruna. 11.10.2011 06:00
Ungt fólk og áhrif þess Sindri Snær Einarsson skrifar Ungt fólk á aldrinum 15-29 ára er um 20% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það eru áhrif hópsins lítil og engin áhersla lögð á málefni hans sem heildar í þjóðfélaginu. En hvað blasir við þessum hóp? 11.10.2011 06:00
Ísland á tímamótum! - leggja allir sitt af mörkum? Steingrímur J. Sigfússon skrifar Þrjú ár eru liðin frá hruninu. Tíminn er fljótur að líða og það fennir í sporin. Þar á meðal hefur e.t.v. gleymst að rætt var opinskátt um hættuna á þjóðargjaldþroti og sjálfur himnafaðirinn beðinn að blessa landið. Ísland var á brún þjóðargjaldþrots í reynd fram í síðari hluta aprílmánaðar 2010 og var ekki sýnt hvernig úr rættist. 10.10.2011 06:00
Hvað er kennt þegar siðfræði er kennd? Svavar Hrafn Svavarsson skrifar Síðasta vetur var rædd á Alþingi tillaga um að gera heimspeki að skyldufagi í grunn- og framhaldsskólum. Mest var rætt um siðfræði. Að umræðum loknum var hún send til menntamálanefndar. Tillagan spratt af skýrslu rannsóknarnefndar og almennri umræðu um orsakir og aðdraganda hrunsins. Mér sýnist á umræðunni að ekki sé ljóst hvað sé kennt þegar siðfræði er kennd. Þó að viðfangsefnið sé ljóslega mannlegt siðferði, verður varla sagt að þeir sem kenni siðfræði kenni siðferði. Við kennum hvert öðru siðferði og lærum frá blautu barnsbeini. Við fæðumst inn í siðferði og mótumst sem siðferðisverur af samskiptum og lífsreynslu. 10.10.2011 06:00
Framtíðarsýn á You Are in Control Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Stafræna byltingin er staðreynd sem hefur breytt atvinnuháttum okkar og krefst nýs hugsunarháttar af stefnumótandi aðilum og leiðandi öflum í atvinnulífinu. Mikill vöxtur skapandi greina er ekki síst afsprengi stafrænnar byltingar. Ný listform og dreifileiðir eiga auðveldari aðgang að neytendum. Við getum nálgast neytandann á gagnvirkari hátt en áður og leiðandi álitsgjafar eru nú oft úr röðum almennings jafnt sem fjölmiðlamanna eða gagnrýnenda. Tæknifyrirtæki hafa sprottið upp og eflst af þessum sökum. Efnisgerð og listsköpun á nú orðið greiðari leið yfir landamæri og útflutningur því ekki sama ögrun og áður var. Þessi þróun þýðir að engin atvinnugrein í Evrópu eða jafnvel heiminum öllum býr við jafn hraðan hagvöxt og skapandi greinar. 10.10.2011 06:00
Gjörbreytti fjölmiðlalandslaginu Andri Þór Guðmundsson skrifar Stöð 2 og Ölgerðin hafa átt frábært samstarf í þau 25 ár sem liðin eru frá opnun Stöðvar 2. Ölgerðin er með stærstu auglýsendum landsins í sjónvarpi og það er gríðarlega mikilvægt fyrir fyrirtækið að hafa góðan aðgang að stórum hluta þjóðarinnar í gegnum metnaðarfulla dagskrá Stöðvarinnar. Stöð 2 hefur sannað sig sem mjög öflugur auglýsingamiðill. 9.10.2011 09:00
Þarna var stuð Eyþór Árnason skrifar Það gerðist einhvern tímann á hinni öldinni að geimskip með undarlegt tákn bróderað á búkinn stakkst ofan á plastpokaverksmiðjuna á Krókhálsi. 9.10.2011 11:00
Grá skýrsla um tannheilsu Íslendinga Magnús R. Gíslason skrifar Hérlendis skemmast tvisvar sinnum fleiri tennur í 12 ára börnum en hjá jafnöldrum þeirra á hinum Norðurlöndunum og skemmdirnar verða stærri hérlendis því að ekkert skipulagt eftirlit er með tönnum barna og unglinga gagnstætt því sem er hjá nágrönnum okkar. 9.10.2011 11:00
Skemmtilegri í 25 ár Ari Edwald skrifar Þegar Stöð 2 hóf útsendingar 9. október 1986 - fyrst frjálsra og einkarekinna sjónvarpsstöðva á Íslandi - hafði þjóðin í reynd ekki fengið að kynnast til fulls áhrifamætti og notagildi þessa magnaða miðils, sjónvarpsins. Það mun ekki hafa skort efasemdir um að slíkt framtak væri yfirhöfuð á færi einkaaðila og að sjónvarpsrekstur gæti staðið undir sér sem fyrirtæki á okkar smáa markaði. 9.10.2011 08:00
Ein öflugasta fréttastofa Íslands Freyr Einarsson skrifar Fréttastofa Stöðvar 2 hefur verið ein öflugusta fréttastofa landsins í 25 ár. Starfsemi Fréttastofunnar hefur breyst mikið á þessum aldarfjórðungi. Með tilkomu vefsins hefur þjónusta okkar við landsmenn aukist frá því þegar einungis voru fluttar fréttir einu sinni á dag á Stöð 2 og á klukkutímafresti yfir daginn á Bylgjunni. Í dag flytjum við landsmönnum stöðugar fréttir á frétta- og afþreyingarvef okkar Vísi, 365 daga ársins, auk reglulegra fréttatíma á Bylgjunni og Stöð 2. 9.10.2011 08:00
Ólög eyða Lúðvík Bergvinsson skrifar Forsenda jafnréttis og gagnkvæmrar virðingar í samfélaginu er að allir séu jafnir fyrir lögunum. Kjörorð lögreglu „með lögum skal land byggja en ólögum eyða“ undirstrikar mikilvægi þessa. Í þessu ljósi er athyglisvert hvernig löggjafinn tók á skýlausum brotum lánafyrirtækja á vaxtalögum, en í 17. gr. vaxtalaga eru skýr fyrirmæli um að refsa skuli þeim sem veita ólögmæt gengistryggð lán. Vandséð er hvernig fjármálafyrirtækin geta útskýrt lögbrotið en ljóst er að fyrirtækin geta ekki borið fyrir sig vanþekkingu, því í umsögn samtaka fjármálafyrirtækja til Alþingis við afgreiðslu vaxtalaga á sínum tíma, kom fram það sjónarmið þeirra að yrði frumvarpið að lögum væri fjármálafyrirtækjum óheimilt að veita gengistryggð krónulán. Frumvarpið varð að lögum. Bannið tók gildi. Þrátt fyrir það veittu fjármálafyrirtækin ólögmæt gengistryggð lán. Því verður ekki annað séð en að brotavilji fjármálafyrirtækjanna hafi verið einbeittur í þessu máli. 8.10.2011 11:00
Lífræn ræktun og lífrænn landbúnaður Lífræn ræktun, lífrænn landbúnaður og iðnaðarframleiðsla landbúnaðarafurða hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum sem og réttur neytenda til að afla sér upplýsinga um erfðabreytt matvæli. En um hvað snýst lífræn ræktun? 8.10.2011 11:00
Gagnrýnin hugsun Í Lundúnum er hægt að rekast á unga menn sem eru á góðri leið með að efnast nægilega til þess að setjast í helgan stein um fertugt. Margir þeirra hafa efnast á því að kaupa og selja sykur og tin. Eða hvaða hrávöru sem er. Samt hafa fæstir komið út fyrir stærsta bílastæði í heimi sem innfæddir kalla M25. Hvað þá út á akur eða ofan í námu. Þegar ég hef verið í samkvæmum með slíkum mönnum hef ég alltaf átt erfitt með að viðurkenna að ég tilheyrði ekki hópnum; til þess að falla inn í hef ég einfaldlega svarað að ég sé í „hugsanabransanum“. Aldrei hefur neinn kippt sér upp við slíkt svar. Menn hafa kannski helst lýst þeirri skoðun sinni að ég ætti nú að reyna að komast yfir í arðvænlegri vöruflokk. 8.10.2011 11:00
Svar við brigslum Jónas Fr. Jónsson skrifar Doktorsnemi skrifaði grein í Fréttablaðið um nýlega ráðningu á forstjóra Bankasýslu ríkisins og taldi hana minna á ráðningu mína sem forstjóra Fjármálaeftirlitsins síðsumars 2005, sem er alrangt. Heimildarvinna höfundar, Bjarna Torfasonar, er rýr, enda styðst hann við eina heimild, svokallaðan siðfræðikafla í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þar felldu þrír einstaklingar sleggjudóma yfir fjölda einstaklinga án þess að sýna þá kurteisi eða manndóm að leita andmæla fyrst. Ekki gerði höfundur tilraun til að afla sér upplýsinga hjá mér eða þeim sem tóku ákvörðun um ráðninguna, þ.e. fyrrverandi stjórn Fjármálaeftirlitsins. 8.10.2011 06:00
Aðför gegn aðildarviðræðum Aðildarumsókn Íslands að ESB virðist nú á haustdögum vera að færast nær kastljósinu eftir að hafa verið í skugga erfiðra mála sem hafa gegnumsýrt þjóðmálaumræðuna undanfarin misseri. Umræðan þessa stundina virðist þó ekki ætla að snúast um efnisatriði væntanlegs aðildarsamnings og um hvað ESB-aðild felur í sér heldur um það hvort halda beri aðildarviðræðum áfram eður ei. Háværar raddir eru uppi um að slíta beri aðildarviðræðum við ESB. Hér er á ferðinni aðför gegn aðildarviðræðum með það að markmiði að hafa efnislega umræðu um aðildarsamning af þjóðinni og koma í veg fyrir að hún geti kosið um samninginn þegar þar að kemur. 8.10.2011 06:00
Ekki gleyma D-vítamíninu - þú færð ekki nóg úr matnum Það er mikið rætt um D-vítamín þessa dagana, og það ekki að ástæðulausu. Hver rannsóknin á fætur annarri síðustu áratugi hefur sýnt að Íslendingar fá allt of lítið af þessu mikilvæga vítamíni úr fæðunni og að styrkur D-vítamíns í blóði þeirra sem hvorki taka lýsi né önnur fæðubótarefni er töluvert undir viðmiðunarmörkum. Sérstaklega er það áberandi að vetri til þegar sól er lágt á lofti og D-vítamín nær ekki að myndast í húðinni. Eftir áratuga margítrekaða áherslu á D-vítamín og lýsi í öllum opinberum ráðleggingum um mataræði, og hversu nauðsynlegt það sé að taka D-vítamín aukalega, hefur boðskapurinn loks komist rækilega til skila. 8.10.2011 06:00
Vandtaldir keppir í sláturtíðinni Þórólfur Matthíasson skrifar Í grein í Bændablaðinu 29. september sl. fjallar forstjóri Sláturfélags Suðurlands (sem notar hina útflutningsvænu skammstöfun SS á sumar vörur sínar) um ávinning sauðfjárbænda af útflutningi sauðfjárafurða. Tilefni greinar forstjórans er greinarskrif mín í Fréttablaðið undanfarið. 8.10.2011 00:01
Samfélag án aðgreiningar, virðum mannréttindi Grétar Pétur Geirsson skrifar Þó að standi í Stjórnarskránni að allir skulu vera jafnir fyrir lögum þá er það ekki þannig í raun. Menn hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum í gegnum tíðina og þurfa enn. Mannréttindi eru brotin á hverjum degi. 7.10.2011 06:00
Matvælaöryggi fórnað fyrir pólitík Sandra B. Jónsdóttir skrifar Nú eru hartnær átta ár síðan ríki Evrópusambandsins settu nýja löggjöf um merkingar erfðabreyttra matvæla (reglugerð 1830). Sú löggjöf hefur enn ekki verið tekin upp af EES, m.a. vegna neikvæðrar afstöðu íslenskra stjórnvalda, sem með því hafa misboðið rétti íslenskra neytenda til að velja og skilið heila kynslóð íslenskra barna eftir 7.10.2011 06:00
Geggjað stuð í partýinu - myndir! Edda Kristjánsdóttir skrifar Samfélagsmiðlar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir og góðir til afþreyingar, en í hófi þó. Ef við tökum Facebook sem dæmi, þá hefur sú síða sennilega minnkað persónuleg samskipti fólks, þá sérstaklega ungmenna. Samskipti ungmenna á samfélagsmiðlum hafa þó einnig góðar hliðar. Það getur t.a.m. verið mun auðveldara að tala þar saman og þægilegt að hafa samband við vini og vandamenn sem búa erlendis eða á öðru landshorni. 7.10.2011 06:00
Hvað tókst vel í bankahruninu? Tryggvi Pálsson skrifar Tímabært er að svara þessari spurningu nú eftir að sameiginlegri björgunaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er lokið og þrjú ár eru liðin frá bankahruninu. Spurningin sjálf hefði þótt undarleg skömmu eftir áfallið þegar örvæntingin og reiðin réðu ríkjum. Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem þá fór úrskeiðis en síður sagt frá því sem vel var gert. 6.10.2011 10:00
Ásættanlegur farvegur í samstarfi skóla og kirkju Bjarni Karlsson skrifar Nú hefur borgarráð ályktað í hinu langdregna og sérstaka máli er varðar samskipti reykvískra skóla við trú- og lífsskoðanafélög. Það góða er að niðurstaðan felur í sér samráðsferli sem skuli fara fram. Þar með er viðurkennt að það þurfi að ræða þessi mál betur á breiðum faglegum og félagslegum grundvelli. 6.10.2011 06:00
Kraftmikil uppgjöf Jafnréttisráðs Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar Fanney Gunnarsdóttir, fv. formaður Jafnréttisráðs, spyr hvort sú ákvörðun að afhenda jafnréttisviðurkenningu aðeins annað hvert ár sé til marks um uppgjöf hjá ráðinu (Fbl. 30.09. sl). Fanney spyr hvort Jafnréttisráð og velferðarráðherra telji að staða jafnréttismála sé það góð að árleg jafnréttisviðurkenning sé óþörf. Sjálf segist Fanney frekar vilja sjá ráðið draga fram gjallarhornið og ná eyrum landsmanna í stað þess að gefa svona eftir og hopa. 6.10.2011 06:00
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun