Grettistaki lyft í jöfnun skattbyrða Össur Skarphéðinsson skrifar 22. október 2011 06:00 Við myndun núverandi ríkisstjórnar var það eitt af yfirlýstum markmiðum að breyta þeirri ranglátu ójafnaðarstefnu sem einkenndi skattkerfið eftir tólf ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Strax á fyrstu mánuðum var unnið að því að innleiða nýja skattastefnu sem byggðist á sjónarmiðum jöfnuðar. Sú stefna er hófleg að því leyti að hún stillir Íslandi rétt um miðbik OECD-ríkjanna, og hefur að auki verið blessuð í bak og fyrir af AGS sem sjálfbær skattastefna. Núna, tveimur árum eftir að Jóhanna og Steingrímur hófu að breyta skattkerfinu, er hægt að mæla árangurinn. Niðurstaðan er sú, að á einungis tveimur árum hefur tekist að færa yfir á hin breiðari bök samfélagsins verulegar skattbyrðar af millistéttinni og láglaunafólki, sem sannarlega liðu fyrir gömlu skattastefnuna. Það er sögulegur árangur á svo skömmum tíma. Árangursríkar jöfnunaraðgerðirJóhanna og Steingrímur slógu nýjan tón strax sumarið 2009 þegar þau birtu „Áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum“. Þar var lýst með skýrum hætti leiðum til að mæta tekjufalli ríkissjóðs og hnitmiðuðum aðgerðum til að vinda ofan af ranglátri skattastefnu. Aðall hinnar nýju stefnu sem byggð var á norræna módelinu var félagslegt öryggi, jafnræði og sanngjörn dreifing skattbyrða. Þó allt innan marka hóflegra skattahækkana, sem óhjákvæmilegar voru til að mæta gríðarlegum herkostnaði við hrunið. Jóhanna og Steingrímur lýstu yfir að þessum markmiðum yrði einkum náð með þriggja þrepa skattkerfi, hækkun á fjármagnstekjuskatti með frítekjumarki fyrir lágar vaxtatekjur, og auðlegðarskatti á mestu eignir. Stjórnarandstaðan heldur því fram í síbylju að norræna velferðarstjórnin okkar hafi reynst sama ójafnaðarstjórn og hinar fyrri. Því fer fjarri. Nú höfum við loksins gögn sem sýna að ný skattastefna ríkisstjórnarinnar flytur verulegar byrðar af sköttum frá lágtekjufólki og millistéttinni yfir á þá ríkustu í samfélaginu sem hafa sterkari bök. Þetta má sjá svart á hvítu í tölum sem fjármálaráðherra hefur látið vinna um þróun skattbyrði hjóna og sambúðarfólks. Þau eru byggð á tölulegum upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra um álagningu skatta á miðju þessu ári á tekjur ársins 2010 og á eignir í lok þess. Þá voru ofangreindar skattaaðgerðir komnar til framkvæmda og því unnt að mæla árangurinn. Millistétt og lágtekjufólk njótaNiðurstaða mælingarinnar er mjög skýr. Í anda norræna módelsins hefur verulegur tilflutningur á skattbyrði átt sér stað frá fólki með lægri tekjur yfir á hátekjufólk: 1. Helmingur hjóna, ca. 31.000 hjón, greiðir nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatta þ.m.t. fjármagnstekjuskatt en þau gerðu árið 2008. Að hækkun bóta meðtalinni er fjöldi þeirra sem greiða lægra hlutfall í skatt um 37.000. 2. 65% hjóna greiða engan eða innan við 1% fjármagnstekjuskatt og 77% hjóna greiða nú lægri fjármagnstekjuskatt en þau hefðu gert skv. 10% flötum skatti, sem áður var. 3. Auðlegðarskattur er að jafnaði um 0,8% heildartekna hjóna. 75% skattsins greiða 15% tekjuhæstu hjónin og yfir 50% auðlegðarskatts eru greidd af þeim efstu tveimur prósentunum í samfélaginu sem hæstar tekjur hafa. 4. Vegna breytts fjármagnstekjuskatts og auðlegðarskatts er skatthlutfall í efsta hluta tekjuskalans ekki lengur lægra en í neðri hlutum hans svo sem áður var. Breiðu bökin bera meira. 5. Skatthlutföll, einnig að auðlegðarskatti meðtöldum, voru á árinu 2010 í öllum tekjubilum neðri hluta tekjuskalans lægri en þau voru á árinu 2008. Þeir sem hafa minna úr að spila, greiða nú lægri skatta en í loftbólugóðærinu. Sögulegur árangur ríkisstjórnarSamkvæmt þessum sögulegu tölum er ljóst að í fjármálaráðherratíð Steingríms undir öruggri stjórnarforystu Jóhönnu er búið að innleiða norræna módelið svo um munar í skattkerfi Íslendinga. Á aðeins tveimur árum hefur tekist að flytja þungar skattbyrðar af fólki í millistétt og lágtekjufólki yfir á þá sem hafa fjárhagslegan hrygg til að bera þyngri byrðar. Hátekjufólkið og stóreignaliðið á ekki að njóta skjóls af ranglátri ójafnaðarstefnu skattkerfis Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Það á að leggja sinn réttláta skerf til uppbyggingar samfélagsins eins og aðrir þegnar. Þetta er þróunin víða um lönd þar sem þeir sem meira mega sín hafa stigið fram og beinlínis spurt af hverju þeir njóti sérstakra skattfríðinda, sbr. fræg ummæli auðmannsins Warrens Buffet í Bandaríkjunum. Undir forystu Jóhönnu og Steingríms hefur skattkerfið verið notað eins og áveita til að dreifa og jafna tekjum samfélagsins til þeirra sem þurfa, frá þeim sem hafa meira en nóg. Þetta er norræna módelið. Þetta er íslensk jafnaðarstefna. Þessi árangur í jöfnun gegnum skattkerfið er ótvíræður sigur fyrir jafnaðarstefnu núverandi ríkisstjórnar. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Við myndun núverandi ríkisstjórnar var það eitt af yfirlýstum markmiðum að breyta þeirri ranglátu ójafnaðarstefnu sem einkenndi skattkerfið eftir tólf ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Strax á fyrstu mánuðum var unnið að því að innleiða nýja skattastefnu sem byggðist á sjónarmiðum jöfnuðar. Sú stefna er hófleg að því leyti að hún stillir Íslandi rétt um miðbik OECD-ríkjanna, og hefur að auki verið blessuð í bak og fyrir af AGS sem sjálfbær skattastefna. Núna, tveimur árum eftir að Jóhanna og Steingrímur hófu að breyta skattkerfinu, er hægt að mæla árangurinn. Niðurstaðan er sú, að á einungis tveimur árum hefur tekist að færa yfir á hin breiðari bök samfélagsins verulegar skattbyrðar af millistéttinni og láglaunafólki, sem sannarlega liðu fyrir gömlu skattastefnuna. Það er sögulegur árangur á svo skömmum tíma. Árangursríkar jöfnunaraðgerðirJóhanna og Steingrímur slógu nýjan tón strax sumarið 2009 þegar þau birtu „Áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum“. Þar var lýst með skýrum hætti leiðum til að mæta tekjufalli ríkissjóðs og hnitmiðuðum aðgerðum til að vinda ofan af ranglátri skattastefnu. Aðall hinnar nýju stefnu sem byggð var á norræna módelinu var félagslegt öryggi, jafnræði og sanngjörn dreifing skattbyrða. Þó allt innan marka hóflegra skattahækkana, sem óhjákvæmilegar voru til að mæta gríðarlegum herkostnaði við hrunið. Jóhanna og Steingrímur lýstu yfir að þessum markmiðum yrði einkum náð með þriggja þrepa skattkerfi, hækkun á fjármagnstekjuskatti með frítekjumarki fyrir lágar vaxtatekjur, og auðlegðarskatti á mestu eignir. Stjórnarandstaðan heldur því fram í síbylju að norræna velferðarstjórnin okkar hafi reynst sama ójafnaðarstjórn og hinar fyrri. Því fer fjarri. Nú höfum við loksins gögn sem sýna að ný skattastefna ríkisstjórnarinnar flytur verulegar byrðar af sköttum frá lágtekjufólki og millistéttinni yfir á þá ríkustu í samfélaginu sem hafa sterkari bök. Þetta má sjá svart á hvítu í tölum sem fjármálaráðherra hefur látið vinna um þróun skattbyrði hjóna og sambúðarfólks. Þau eru byggð á tölulegum upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra um álagningu skatta á miðju þessu ári á tekjur ársins 2010 og á eignir í lok þess. Þá voru ofangreindar skattaaðgerðir komnar til framkvæmda og því unnt að mæla árangurinn. Millistétt og lágtekjufólk njótaNiðurstaða mælingarinnar er mjög skýr. Í anda norræna módelsins hefur verulegur tilflutningur á skattbyrði átt sér stað frá fólki með lægri tekjur yfir á hátekjufólk: 1. Helmingur hjóna, ca. 31.000 hjón, greiðir nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatta þ.m.t. fjármagnstekjuskatt en þau gerðu árið 2008. Að hækkun bóta meðtalinni er fjöldi þeirra sem greiða lægra hlutfall í skatt um 37.000. 2. 65% hjóna greiða engan eða innan við 1% fjármagnstekjuskatt og 77% hjóna greiða nú lægri fjármagnstekjuskatt en þau hefðu gert skv. 10% flötum skatti, sem áður var. 3. Auðlegðarskattur er að jafnaði um 0,8% heildartekna hjóna. 75% skattsins greiða 15% tekjuhæstu hjónin og yfir 50% auðlegðarskatts eru greidd af þeim efstu tveimur prósentunum í samfélaginu sem hæstar tekjur hafa. 4. Vegna breytts fjármagnstekjuskatts og auðlegðarskatts er skatthlutfall í efsta hluta tekjuskalans ekki lengur lægra en í neðri hlutum hans svo sem áður var. Breiðu bökin bera meira. 5. Skatthlutföll, einnig að auðlegðarskatti meðtöldum, voru á árinu 2010 í öllum tekjubilum neðri hluta tekjuskalans lægri en þau voru á árinu 2008. Þeir sem hafa minna úr að spila, greiða nú lægri skatta en í loftbólugóðærinu. Sögulegur árangur ríkisstjórnarSamkvæmt þessum sögulegu tölum er ljóst að í fjármálaráðherratíð Steingríms undir öruggri stjórnarforystu Jóhönnu er búið að innleiða norræna módelið svo um munar í skattkerfi Íslendinga. Á aðeins tveimur árum hefur tekist að flytja þungar skattbyrðar af fólki í millistétt og lágtekjufólki yfir á þá sem hafa fjárhagslegan hrygg til að bera þyngri byrðar. Hátekjufólkið og stóreignaliðið á ekki að njóta skjóls af ranglátri ójafnaðarstefnu skattkerfis Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Það á að leggja sinn réttláta skerf til uppbyggingar samfélagsins eins og aðrir þegnar. Þetta er þróunin víða um lönd þar sem þeir sem meira mega sín hafa stigið fram og beinlínis spurt af hverju þeir njóti sérstakra skattfríðinda, sbr. fræg ummæli auðmannsins Warrens Buffet í Bandaríkjunum. Undir forystu Jóhönnu og Steingríms hefur skattkerfið verið notað eins og áveita til að dreifa og jafna tekjum samfélagsins til þeirra sem þurfa, frá þeim sem hafa meira en nóg. Þetta er norræna módelið. Þetta er íslensk jafnaðarstefna. Þessi árangur í jöfnun gegnum skattkerfið er ótvíræður sigur fyrir jafnaðarstefnu núverandi ríkisstjórnar. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar