A og B, guðfræði, hagfræði og ABBA Hákon Þór Sindrason skrifar 21. október 2011 15:30 Góð vísa er sjaldan of oft kveðin eins og amma var vön að segja og hér er eitthvað úr fyrri skrifum höfundar sett í nýjan búning. Tilefnið er meðal annars að þrjú ár eru liðin frá hruni, fyrirheit stjórnvalda í kjölfar þess voru meðal annars um upplýstara og gegnsærra þjóðfélag. Mjög miklu er ennþá ábótavant og svokölluð B vinnubrögð og spilling er algeng. Hægt er að skoða tvö þjóðfélög A og B og spyrja sig hvoru muni vegna betur og borgurum þess. Í þjóðfélagi A er ráðið í stöður eftir hæfni viðkomandi þar sem menntun og reynsla er talin nauðsynleg til ákveðinna starfa. Ákveðið jafnræði er milli kynja og skoðana og skilningur á að eftir höfðinu dansa limirnir. Hér er átt við að stjórnendur og hæfni þeirra hafa áhrif á allt fyrirtækið eða stofnunina, og þar með framleiðni. Slíkt þjóðfélag ræður til að mynda guðfræðing til starfa í kirkju til að messa yfir hjörðinni, og myndi því ekki velja hagfræðing eða sálfræðing með djáknapróf þrátt fyrir trúarhita og ræðuleikni. Í þjóðfélagi B er minni áhersla á að sá hæfasti sé ráðinn í hverja stöðu. Stöðuveitingar ráðast oft af tengslum ættar, einhverskonar hagsmunum eða jafnvel pólitískum skoðunum viðkomandi. Stöður eru jafnvel athvarf fyrir fyrrum stjórnmálamenn eða leiðitama ungliða. Það er mjög oft á kostnað fagmenntunar tilheyrandi starfa og getur átt við allt frá stöðuveitingum í opinberum fyrirtækjum til dómskerfis. Slíkt þjóðfélag myndi jafnvel ráða guðfræðing til að hafa yfirumsjón með hinum verðmæta eignarhlut ríkisins, og þar með fólksins, í bönkunum. Það væri meira að segja þrátt fyrir að viðkomandi hefði áður komið að einkavæðingu og sölu þessara sömu banka, þar sem mjög vafasamri aðferðafræði við sölu var beitt. Þessir sömu bankar urðu báðir gjaldþrota! Það á að vera skýlaus krafa í upplýstu lýðræðisþjóðfélagi að hæfasta fólkið með tilheyrandi fagmenntun og reynslu sé jafnan ráðið til starfa hverju sinni. B ráðningarnar og vinnubrögð hafa í tímans rás kostað þjóðfélagið hundruð eða jafnvel þúsundir milljarða. Ég geng reyndar reyndar svo langt að telja að þetta hafi verið ein af orsökum hrunsins. Vanhæfir stjórnendur eru ein af ástæðum þess að Íslendingar þurfa að vinna meira og lengur en aðrar þjóðir til að halda uppi góðum lífskjörum. Það að afleggja B vinnubrögð er hagur fólksins og framtíðarhagur þjóðfélagsins og krafa framtíðarinnar, það er komi tími til að segja stopp. Vilt þú tilheyra A eða B? Af hvorri tegundinni verður hið nýja Ísland? Svo slegið sé á léttari strengi þá er það stundum ágætt meðal frá ruglinu í þjóðfélaginu að setja ABBA á fóninn í bílnum þegar lagt er af stað í daginn, í stað þess að hlusta á umfjallanir á öldum ljósvakans af nýjum spillingarmálum, gjaldþrotum og slíku. Þetta ráð fékk höfundur í ágætu erindi hjá Margréti Kristmundsdóttur á fundi Samtaka atvinnulífsins nýverið. Greinin var einnig send hæstvirtum fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, ásamt tengil á ABBA lagið „Money, Money, Money“. Þeir fara jú ásamt öðrum með ráðstöfun peninga okkar, þar með talið til mannaráðninga! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Góð vísa er sjaldan of oft kveðin eins og amma var vön að segja og hér er eitthvað úr fyrri skrifum höfundar sett í nýjan búning. Tilefnið er meðal annars að þrjú ár eru liðin frá hruni, fyrirheit stjórnvalda í kjölfar þess voru meðal annars um upplýstara og gegnsærra þjóðfélag. Mjög miklu er ennþá ábótavant og svokölluð B vinnubrögð og spilling er algeng. Hægt er að skoða tvö þjóðfélög A og B og spyrja sig hvoru muni vegna betur og borgurum þess. Í þjóðfélagi A er ráðið í stöður eftir hæfni viðkomandi þar sem menntun og reynsla er talin nauðsynleg til ákveðinna starfa. Ákveðið jafnræði er milli kynja og skoðana og skilningur á að eftir höfðinu dansa limirnir. Hér er átt við að stjórnendur og hæfni þeirra hafa áhrif á allt fyrirtækið eða stofnunina, og þar með framleiðni. Slíkt þjóðfélag ræður til að mynda guðfræðing til starfa í kirkju til að messa yfir hjörðinni, og myndi því ekki velja hagfræðing eða sálfræðing með djáknapróf þrátt fyrir trúarhita og ræðuleikni. Í þjóðfélagi B er minni áhersla á að sá hæfasti sé ráðinn í hverja stöðu. Stöðuveitingar ráðast oft af tengslum ættar, einhverskonar hagsmunum eða jafnvel pólitískum skoðunum viðkomandi. Stöður eru jafnvel athvarf fyrir fyrrum stjórnmálamenn eða leiðitama ungliða. Það er mjög oft á kostnað fagmenntunar tilheyrandi starfa og getur átt við allt frá stöðuveitingum í opinberum fyrirtækjum til dómskerfis. Slíkt þjóðfélag myndi jafnvel ráða guðfræðing til að hafa yfirumsjón með hinum verðmæta eignarhlut ríkisins, og þar með fólksins, í bönkunum. Það væri meira að segja þrátt fyrir að viðkomandi hefði áður komið að einkavæðingu og sölu þessara sömu banka, þar sem mjög vafasamri aðferðafræði við sölu var beitt. Þessir sömu bankar urðu báðir gjaldþrota! Það á að vera skýlaus krafa í upplýstu lýðræðisþjóðfélagi að hæfasta fólkið með tilheyrandi fagmenntun og reynslu sé jafnan ráðið til starfa hverju sinni. B ráðningarnar og vinnubrögð hafa í tímans rás kostað þjóðfélagið hundruð eða jafnvel þúsundir milljarða. Ég geng reyndar reyndar svo langt að telja að þetta hafi verið ein af orsökum hrunsins. Vanhæfir stjórnendur eru ein af ástæðum þess að Íslendingar þurfa að vinna meira og lengur en aðrar þjóðir til að halda uppi góðum lífskjörum. Það að afleggja B vinnubrögð er hagur fólksins og framtíðarhagur þjóðfélagsins og krafa framtíðarinnar, það er komi tími til að segja stopp. Vilt þú tilheyra A eða B? Af hvorri tegundinni verður hið nýja Ísland? Svo slegið sé á léttari strengi þá er það stundum ágætt meðal frá ruglinu í þjóðfélaginu að setja ABBA á fóninn í bílnum þegar lagt er af stað í daginn, í stað þess að hlusta á umfjallanir á öldum ljósvakans af nýjum spillingarmálum, gjaldþrotum og slíku. Þetta ráð fékk höfundur í ágætu erindi hjá Margréti Kristmundsdóttur á fundi Samtaka atvinnulífsins nýverið. Greinin var einnig send hæstvirtum fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, ásamt tengil á ABBA lagið „Money, Money, Money“. Þeir fara jú ásamt öðrum með ráðstöfun peninga okkar, þar með talið til mannaráðninga!
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun