Nýtt háskólasjúkrahús rísi í Fossvogi Örn Þór Halldórsson og Einar Hjaltested skrifar 19. október 2011 14:30 Sitt sýnist hverjum um nýtt sjúkrahús, sem ætlunin er að reisa við Hringbraut. Hingað til hafa helstu óánægjuraddir borist frá íbúum Þingholtanna auk áhugamanna um skipulagsmál, en verkefnið sætir nú æ meiri andstöðu meðal heilbrigðisstarfsfólks, þó minna hafi farið fyrir henni opinberlega. Þeim sem til þekkja kemur þessi gagnrýni ekki á óvart, því margsinnis hefur verið bent á það óhagræði sem felst í því að byggja við hinar lágreistu og ósamstæðu byggingar við Hringbraut, auk þess sem strangar takmarkanir eru á hæð nýbygginga, sem mun sjálfkrafa koma niður á öllu innra skipulagi þeirra. Hefur þetta m.a. í för með sér að enn skal nátengdri starfsemi komið fyrir í aðskildum byggingum, tengdum löngum neðanjarðargöngum. Árið 2001 gerðu danskir ráðgjafar viðamikla úttekt á framtíðarskipulagi Landspítalans. Var í framhaldinu mælt með því að sameinað sjúkrahús risi í Fossvoginum enda var Borgarspítalinn talinn hentugri til stækkunar, þó sjálfsagt væri að reka hluta starfseminnar áfram á Hringbraut. Fjarlægðin frá Háskóla Íslands var ekki talin skipta máli. Þó að lóðin hafi minnkað frá því að sú niðurstaða lá fyrir rúmar hún enn sameinað sjúkrahús og rúmlega það, auk þess sem hún liggur einstaklega vel við miðju allra útkalla Stór-Reykjavíkursvæðisins og helstu meginsamgönguæðum, ólíkt Hringbrautinni, en nokkrar mínútur geta skipt sköpum þegar líf sjúklings hangir á bláþræði. Tiltölulega auðvelt er að bæta við nýjum samgöngutengingum inn á lóðina auk þess sem deiliskipulag frá 1973, sem heimilar nægjanlegt byggingarmagn innan lóðarinnar, er enn formlega í gildi. Uppbygging bráðaþjónustu undanfarin ár hefur átt sér stað í Fossvoginum og talsverð starfsemi verið færð þangað frá Hringbraut. Húsnæðið hefur nýlega verið endurinnréttað og stækkað og aðstaðan því batnað til muna og vantar ekki mikið upp á að stærstur hluti bráðaþjónustunnar sé samankominn þar. Með útsjónarsemi og minna byggingarmagni er sennilega hægt að ná fram stórum hluta þeirrar rekstrarhagræðingar sem sameining spítalanna á að hafa í för með sér.Eins og þessi mynd sýnir virðist nægilegt pláss vera til staðar í Fossvogi til þess að hýsa nýjan spítala þar.Meðfylgjandi tillögur sýna glöggt hvaða uppbyggingarmöguleikar eru enn fyrir hendi við Borgarspítalann, en kostir svæðisins felast í hve auðvelt er að bæta við núverandi húsnæði í mörgum smærri áföngum með óteljandi möguleikum á innanhússtengingum á allt að átta hæðum, sem skilar sér í meira hagræði og auknu öryggi sjúklinga. Miklir fjármunir hafa komið við sögu undirbúnings fyrirhugaðs Háskólasjúkrahúss og hefur verið lagt í mikla hugmyndavinnu, sem ber að virða. Sá mikli kostnaður er þó einungis brot af þeim upphæðum sem sparast ef rétt er haldið á spöðunum við uppbyggingu sameinaðs sjúkrahúss allra landsmanna. Að okkar mati er verið að ráðast í óheyrilega dýra framkvæmd undir fölsku nafni hagræðingar og uppbyggingar heilbrigðisvísinda. Við teljum að í raun sé þessu öfugt farið og verkefnið muni að lokum soga til sín gífurlegt fjármagn beint út úr heilbrigðis- og menntakerfinu. Núverandi yfirvöld ættu að endurskoða þessa misráðnu ákvörðun fyrrverandi heilbrigðisráðherra og skoða aðra kosti en Hringbrautina. Það er ekki of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Sitt sýnist hverjum um nýtt sjúkrahús, sem ætlunin er að reisa við Hringbraut. Hingað til hafa helstu óánægjuraddir borist frá íbúum Þingholtanna auk áhugamanna um skipulagsmál, en verkefnið sætir nú æ meiri andstöðu meðal heilbrigðisstarfsfólks, þó minna hafi farið fyrir henni opinberlega. Þeim sem til þekkja kemur þessi gagnrýni ekki á óvart, því margsinnis hefur verið bent á það óhagræði sem felst í því að byggja við hinar lágreistu og ósamstæðu byggingar við Hringbraut, auk þess sem strangar takmarkanir eru á hæð nýbygginga, sem mun sjálfkrafa koma niður á öllu innra skipulagi þeirra. Hefur þetta m.a. í för með sér að enn skal nátengdri starfsemi komið fyrir í aðskildum byggingum, tengdum löngum neðanjarðargöngum. Árið 2001 gerðu danskir ráðgjafar viðamikla úttekt á framtíðarskipulagi Landspítalans. Var í framhaldinu mælt með því að sameinað sjúkrahús risi í Fossvoginum enda var Borgarspítalinn talinn hentugri til stækkunar, þó sjálfsagt væri að reka hluta starfseminnar áfram á Hringbraut. Fjarlægðin frá Háskóla Íslands var ekki talin skipta máli. Þó að lóðin hafi minnkað frá því að sú niðurstaða lá fyrir rúmar hún enn sameinað sjúkrahús og rúmlega það, auk þess sem hún liggur einstaklega vel við miðju allra útkalla Stór-Reykjavíkursvæðisins og helstu meginsamgönguæðum, ólíkt Hringbrautinni, en nokkrar mínútur geta skipt sköpum þegar líf sjúklings hangir á bláþræði. Tiltölulega auðvelt er að bæta við nýjum samgöngutengingum inn á lóðina auk þess sem deiliskipulag frá 1973, sem heimilar nægjanlegt byggingarmagn innan lóðarinnar, er enn formlega í gildi. Uppbygging bráðaþjónustu undanfarin ár hefur átt sér stað í Fossvoginum og talsverð starfsemi verið færð þangað frá Hringbraut. Húsnæðið hefur nýlega verið endurinnréttað og stækkað og aðstaðan því batnað til muna og vantar ekki mikið upp á að stærstur hluti bráðaþjónustunnar sé samankominn þar. Með útsjónarsemi og minna byggingarmagni er sennilega hægt að ná fram stórum hluta þeirrar rekstrarhagræðingar sem sameining spítalanna á að hafa í för með sér.Eins og þessi mynd sýnir virðist nægilegt pláss vera til staðar í Fossvogi til þess að hýsa nýjan spítala þar.Meðfylgjandi tillögur sýna glöggt hvaða uppbyggingarmöguleikar eru enn fyrir hendi við Borgarspítalann, en kostir svæðisins felast í hve auðvelt er að bæta við núverandi húsnæði í mörgum smærri áföngum með óteljandi möguleikum á innanhússtengingum á allt að átta hæðum, sem skilar sér í meira hagræði og auknu öryggi sjúklinga. Miklir fjármunir hafa komið við sögu undirbúnings fyrirhugaðs Háskólasjúkrahúss og hefur verið lagt í mikla hugmyndavinnu, sem ber að virða. Sá mikli kostnaður er þó einungis brot af þeim upphæðum sem sparast ef rétt er haldið á spöðunum við uppbyggingu sameinaðs sjúkrahúss allra landsmanna. Að okkar mati er verið að ráðast í óheyrilega dýra framkvæmd undir fölsku nafni hagræðingar og uppbyggingar heilbrigðisvísinda. Við teljum að í raun sé þessu öfugt farið og verkefnið muni að lokum soga til sín gífurlegt fjármagn beint út úr heilbrigðis- og menntakerfinu. Núverandi yfirvöld ættu að endurskoða þessa misráðnu ákvörðun fyrrverandi heilbrigðisráðherra og skoða aðra kosti en Hringbrautina. Það er ekki of seint.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun