Nýtt háskólasjúkrahús rísi í Fossvogi Örn Þór Halldórsson og Einar Hjaltested skrifar 19. október 2011 14:30 Sitt sýnist hverjum um nýtt sjúkrahús, sem ætlunin er að reisa við Hringbraut. Hingað til hafa helstu óánægjuraddir borist frá íbúum Þingholtanna auk áhugamanna um skipulagsmál, en verkefnið sætir nú æ meiri andstöðu meðal heilbrigðisstarfsfólks, þó minna hafi farið fyrir henni opinberlega. Þeim sem til þekkja kemur þessi gagnrýni ekki á óvart, því margsinnis hefur verið bent á það óhagræði sem felst í því að byggja við hinar lágreistu og ósamstæðu byggingar við Hringbraut, auk þess sem strangar takmarkanir eru á hæð nýbygginga, sem mun sjálfkrafa koma niður á öllu innra skipulagi þeirra. Hefur þetta m.a. í för með sér að enn skal nátengdri starfsemi komið fyrir í aðskildum byggingum, tengdum löngum neðanjarðargöngum. Árið 2001 gerðu danskir ráðgjafar viðamikla úttekt á framtíðarskipulagi Landspítalans. Var í framhaldinu mælt með því að sameinað sjúkrahús risi í Fossvoginum enda var Borgarspítalinn talinn hentugri til stækkunar, þó sjálfsagt væri að reka hluta starfseminnar áfram á Hringbraut. Fjarlægðin frá Háskóla Íslands var ekki talin skipta máli. Þó að lóðin hafi minnkað frá því að sú niðurstaða lá fyrir rúmar hún enn sameinað sjúkrahús og rúmlega það, auk þess sem hún liggur einstaklega vel við miðju allra útkalla Stór-Reykjavíkursvæðisins og helstu meginsamgönguæðum, ólíkt Hringbrautinni, en nokkrar mínútur geta skipt sköpum þegar líf sjúklings hangir á bláþræði. Tiltölulega auðvelt er að bæta við nýjum samgöngutengingum inn á lóðina auk þess sem deiliskipulag frá 1973, sem heimilar nægjanlegt byggingarmagn innan lóðarinnar, er enn formlega í gildi. Uppbygging bráðaþjónustu undanfarin ár hefur átt sér stað í Fossvoginum og talsverð starfsemi verið færð þangað frá Hringbraut. Húsnæðið hefur nýlega verið endurinnréttað og stækkað og aðstaðan því batnað til muna og vantar ekki mikið upp á að stærstur hluti bráðaþjónustunnar sé samankominn þar. Með útsjónarsemi og minna byggingarmagni er sennilega hægt að ná fram stórum hluta þeirrar rekstrarhagræðingar sem sameining spítalanna á að hafa í för með sér.Eins og þessi mynd sýnir virðist nægilegt pláss vera til staðar í Fossvogi til þess að hýsa nýjan spítala þar.Meðfylgjandi tillögur sýna glöggt hvaða uppbyggingarmöguleikar eru enn fyrir hendi við Borgarspítalann, en kostir svæðisins felast í hve auðvelt er að bæta við núverandi húsnæði í mörgum smærri áföngum með óteljandi möguleikum á innanhússtengingum á allt að átta hæðum, sem skilar sér í meira hagræði og auknu öryggi sjúklinga. Miklir fjármunir hafa komið við sögu undirbúnings fyrirhugaðs Háskólasjúkrahúss og hefur verið lagt í mikla hugmyndavinnu, sem ber að virða. Sá mikli kostnaður er þó einungis brot af þeim upphæðum sem sparast ef rétt er haldið á spöðunum við uppbyggingu sameinaðs sjúkrahúss allra landsmanna. Að okkar mati er verið að ráðast í óheyrilega dýra framkvæmd undir fölsku nafni hagræðingar og uppbyggingar heilbrigðisvísinda. Við teljum að í raun sé þessu öfugt farið og verkefnið muni að lokum soga til sín gífurlegt fjármagn beint út úr heilbrigðis- og menntakerfinu. Núverandi yfirvöld ættu að endurskoða þessa misráðnu ákvörðun fyrrverandi heilbrigðisráðherra og skoða aðra kosti en Hringbrautina. Það er ekki of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Sitt sýnist hverjum um nýtt sjúkrahús, sem ætlunin er að reisa við Hringbraut. Hingað til hafa helstu óánægjuraddir borist frá íbúum Þingholtanna auk áhugamanna um skipulagsmál, en verkefnið sætir nú æ meiri andstöðu meðal heilbrigðisstarfsfólks, þó minna hafi farið fyrir henni opinberlega. Þeim sem til þekkja kemur þessi gagnrýni ekki á óvart, því margsinnis hefur verið bent á það óhagræði sem felst í því að byggja við hinar lágreistu og ósamstæðu byggingar við Hringbraut, auk þess sem strangar takmarkanir eru á hæð nýbygginga, sem mun sjálfkrafa koma niður á öllu innra skipulagi þeirra. Hefur þetta m.a. í för með sér að enn skal nátengdri starfsemi komið fyrir í aðskildum byggingum, tengdum löngum neðanjarðargöngum. Árið 2001 gerðu danskir ráðgjafar viðamikla úttekt á framtíðarskipulagi Landspítalans. Var í framhaldinu mælt með því að sameinað sjúkrahús risi í Fossvoginum enda var Borgarspítalinn talinn hentugri til stækkunar, þó sjálfsagt væri að reka hluta starfseminnar áfram á Hringbraut. Fjarlægðin frá Háskóla Íslands var ekki talin skipta máli. Þó að lóðin hafi minnkað frá því að sú niðurstaða lá fyrir rúmar hún enn sameinað sjúkrahús og rúmlega það, auk þess sem hún liggur einstaklega vel við miðju allra útkalla Stór-Reykjavíkursvæðisins og helstu meginsamgönguæðum, ólíkt Hringbrautinni, en nokkrar mínútur geta skipt sköpum þegar líf sjúklings hangir á bláþræði. Tiltölulega auðvelt er að bæta við nýjum samgöngutengingum inn á lóðina auk þess sem deiliskipulag frá 1973, sem heimilar nægjanlegt byggingarmagn innan lóðarinnar, er enn formlega í gildi. Uppbygging bráðaþjónustu undanfarin ár hefur átt sér stað í Fossvoginum og talsverð starfsemi verið færð þangað frá Hringbraut. Húsnæðið hefur nýlega verið endurinnréttað og stækkað og aðstaðan því batnað til muna og vantar ekki mikið upp á að stærstur hluti bráðaþjónustunnar sé samankominn þar. Með útsjónarsemi og minna byggingarmagni er sennilega hægt að ná fram stórum hluta þeirrar rekstrarhagræðingar sem sameining spítalanna á að hafa í för með sér.Eins og þessi mynd sýnir virðist nægilegt pláss vera til staðar í Fossvogi til þess að hýsa nýjan spítala þar.Meðfylgjandi tillögur sýna glöggt hvaða uppbyggingarmöguleikar eru enn fyrir hendi við Borgarspítalann, en kostir svæðisins felast í hve auðvelt er að bæta við núverandi húsnæði í mörgum smærri áföngum með óteljandi möguleikum á innanhússtengingum á allt að átta hæðum, sem skilar sér í meira hagræði og auknu öryggi sjúklinga. Miklir fjármunir hafa komið við sögu undirbúnings fyrirhugaðs Háskólasjúkrahúss og hefur verið lagt í mikla hugmyndavinnu, sem ber að virða. Sá mikli kostnaður er þó einungis brot af þeim upphæðum sem sparast ef rétt er haldið á spöðunum við uppbyggingu sameinaðs sjúkrahúss allra landsmanna. Að okkar mati er verið að ráðast í óheyrilega dýra framkvæmd undir fölsku nafni hagræðingar og uppbyggingar heilbrigðisvísinda. Við teljum að í raun sé þessu öfugt farið og verkefnið muni að lokum soga til sín gífurlegt fjármagn beint út úr heilbrigðis- og menntakerfinu. Núverandi yfirvöld ættu að endurskoða þessa misráðnu ákvörðun fyrrverandi heilbrigðisráðherra og skoða aðra kosti en Hringbrautina. Það er ekki of seint.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar