Betri stjórnmál Eysteinn Eyjólfsson skrifar 18. október 2011 06:00 Fyrir landsfundi Samfylkingarinnar, sem haldinn verður 21.-23. október nk., liggja umfangsmiklar tillögur sem fela í sér grundvallar endurskipulagningu á starfi flokksins. Tillögurnar eru afrakstur eins og hálfs árs umbótastarfs innan Samfylkingarinnar sem hófst skipulega í kjölfar útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis í apríl 2010 og tók vinnuferlið m.a. mið af niðurstöðum skýrslunnar. Flokkurinn skipaði eigin umbótanefnd sem skilaði í desember 2010 ítarlegri greiningu og umbótatillögum sem ræddar voru á fundum í öllum aðildarfélögum um allt land. Afrakstur þessa mikla starfs liggur nú fyrir landsfundi til umræðu og afgreiðslu. Tekið er á öllum lykilþáttum í flokksstarfinu í tillögunum. Þær stuðla að auknum áhrifum flokksmanna með virkara lýðræði í flokknum, öflugra málefnastarfi, sterkari og áhrifameiri aðildarfélögum, skilvirkara flokksskipulagi og vinnubrögðum, virkari tengslum flokksforystu og félagsmanna og auknu samtali og samráði Samfylkingarfólks í þéttbýli og á landsbyggðinni. Fyrir landsfundinum liggja m.a. tillögur um skipan þriggja manna sátta- og siðanefndar Samfylkingarinnar, tillaga að siðareglum sem ráðherrum, þingmönnum, sveitarstjórnarfulltrúum og öðrum sem starfa í nafni Samfylkingarinnar beri að hafa í heiðri í störfum sínum, tillaga að skuldbindandi reglum um aðferðir við val á framboðslista, sem fela m.a. í sér að opnum prófkjörum verði hætt og tillaga um skýrari reglur um fjármál flokksins og frambjóðenda hans. Framkvæmdastjórn flokksins leggur fyrir landsfundinn vel á fimmta tug lagabreytingatillagna byggða á umbótastarfinu og tillögum laganefndar. Auk þess liggja fyrir landsfundinum tillögur að ályktunum málefnanefnda, afrakstur metnaðarfulls málefnastarfs sem hundruð flokksmanna hafa unnið að af krafti frá áramótum. Tillögurnar eru nú til umræðu í aðildarfélögunum flokksins, eins og aðrar tillögur sem liggja fyrir landsfundinum, svo tryggja megi vandaðri vinnu á landsfundi og betri stjórnmál en rík krafa var um slíkt af hendi flokksmanna. Jafnaðarmönnum, og öðrum áhugamönnum um betri stjórnmál, er bent á að kynna sér tillögurnar á landsfundur.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Fyrir landsfundi Samfylkingarinnar, sem haldinn verður 21.-23. október nk., liggja umfangsmiklar tillögur sem fela í sér grundvallar endurskipulagningu á starfi flokksins. Tillögurnar eru afrakstur eins og hálfs árs umbótastarfs innan Samfylkingarinnar sem hófst skipulega í kjölfar útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis í apríl 2010 og tók vinnuferlið m.a. mið af niðurstöðum skýrslunnar. Flokkurinn skipaði eigin umbótanefnd sem skilaði í desember 2010 ítarlegri greiningu og umbótatillögum sem ræddar voru á fundum í öllum aðildarfélögum um allt land. Afrakstur þessa mikla starfs liggur nú fyrir landsfundi til umræðu og afgreiðslu. Tekið er á öllum lykilþáttum í flokksstarfinu í tillögunum. Þær stuðla að auknum áhrifum flokksmanna með virkara lýðræði í flokknum, öflugra málefnastarfi, sterkari og áhrifameiri aðildarfélögum, skilvirkara flokksskipulagi og vinnubrögðum, virkari tengslum flokksforystu og félagsmanna og auknu samtali og samráði Samfylkingarfólks í þéttbýli og á landsbyggðinni. Fyrir landsfundinum liggja m.a. tillögur um skipan þriggja manna sátta- og siðanefndar Samfylkingarinnar, tillaga að siðareglum sem ráðherrum, þingmönnum, sveitarstjórnarfulltrúum og öðrum sem starfa í nafni Samfylkingarinnar beri að hafa í heiðri í störfum sínum, tillaga að skuldbindandi reglum um aðferðir við val á framboðslista, sem fela m.a. í sér að opnum prófkjörum verði hætt og tillaga um skýrari reglur um fjármál flokksins og frambjóðenda hans. Framkvæmdastjórn flokksins leggur fyrir landsfundinn vel á fimmta tug lagabreytingatillagna byggða á umbótastarfinu og tillögum laganefndar. Auk þess liggja fyrir landsfundinum tillögur að ályktunum málefnanefnda, afrakstur metnaðarfulls málefnastarfs sem hundruð flokksmanna hafa unnið að af krafti frá áramótum. Tillögurnar eru nú til umræðu í aðildarfélögunum flokksins, eins og aðrar tillögur sem liggja fyrir landsfundinum, svo tryggja megi vandaðri vinnu á landsfundi og betri stjórnmál en rík krafa var um slíkt af hendi flokksmanna. Jafnaðarmönnum, og öðrum áhugamönnum um betri stjórnmál, er bent á að kynna sér tillögurnar á landsfundur.is.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar