Alvarlegir geðsjúkdómar: Eru þeir læknanlegir? Margrét Eiríksdóttir skrifar 22. október 2011 06:00 Sennilega hefur enginn sjúkdómaflokkur verið eins tengdur vanþekkingu og fordómum og alvarlegir geðsjúkdómar. Læknisfræðilegar skilgreiningar á alvarlegum geðsjúkdómi fela í sér að sá sjúki hafi einkenni geðrofs (psykosis) og þarfnist meðferðar þeirra vegna í 2 ár eða lengur. Enn fremur að sjúklingurinn þjáist vegna sjúkdómseinkenna sinna eða hafi skerta færni til náms, starfs eða samskipta þeirra vegna. Langflestir sem leita aðstoðar heilbrigðisstarfsmanna vegna slíkra veikinda fá sjúkdómsgreiningar um geðklofa (schizophrenia), geðhvarfasýki (maniodepressive disorder) eða persónuleikaröskun (personality disorder). Það mun láta nærri að einn af hverjum hundrað fullorðnum Íslendingum takist á við alvarlega geðsjúkdóma samkvæmt þessari skilgreiningu. Fordómar varðandi þessa sjúkdóma fela m.a. í sér að þeir séu ólæknandi. Rannsóknir sýna þó fram á að svo er ekki. Um það bil helmingur þeirra sem fá sjúkdómsgreiningar um geðklofa nær sér að fullu. Meiri hluta hinna sem ekki ná fullum bata tekst að halda sjúkdómseinkennum í skefjum með viðeigandi aðstoð. Þeir sem það geta meta lífsgæði sín oftast þokkaleg. Bati þeirra virðist að miklu leyti vera undir því kominn hversu samfelldan og viðeigandi stuðning og þjónustu þeir fá frá heilbrigðis- og félagskerfi sínu. Íslenskar og erlendar rannsóknir á þessu sviði benda til að margþættur félagslegur stuðningur sé einstaklega mikilvægur fyrir bata þeirra sem takast á við alvarlega geðsjúkdóma. Á höfuðborgarsvæðinu hefur Rauði krossinn á síðustu tveimur áratugum byggt upp og tekið veigamikinn þátt í rekstri þriggja athvarfa: Vinjar, Dvalar og Lækjar. Athvörfin þrjú eru öll rekin samkvæmt hugmyndafræði sem sniðin er sérstaklega að félagslegum þörfum fólks með alvarlega geðsjúkdóma. Langflestir sem sækja athvörfin hafa reynslu af slíkum sjúkdómum. Í nýlegri rannsókn sem gerð var meðal gesta í athvörfunum þremur kom fram að gestirnir töldu að alvarlegir geðsjúkdómar hefðu haft neikvæð áhrif á gervallt líf þeirra. Þau töldu bata sinn felast í því að draga úr eða vinna gegn þessum neikvæðu eða skemmandi áhrifum. Að þeirra mati var sjúklingurinn sjálfur mikilvægur gerandi í eigin bata með því að horfast í augu við sjúkdóminn og hætta að fara í felur með hann. Að sættast við veikindin og öðlast þekkingu og skilning á sjúkdómnum töldu þátttakendur mikilvægt. Að ölast þekkingu á sjálfum sér, kynnast styrkleikum sínum og hæfileikum töldu þau veita von og trú á eigin getu til að njóta sín í lífinu þrátt fyrir geðsjúkdóminn. Álit þátttakenda var að mikilvægur drifkraftur þessarar sjálfshjálparvinnu væri sammannleg nærvera þeirra sem hafa sameiginlega reynslu af því að takast á við alvarlega geðsjúkdóma. Í þeirra tilfelli var það þátttaka í starfi viðkomandi athvarfs sem færði þeim slíka sammannlega nærveru. Vinatengsl þróuðust milli gesta og milli starfsmanna og gesta. Tengslin við athvarfið voru sterk og gestirnir héldu áfram sambandi og komu í heimsóknir eftir að þeir höfðu náð tökum á veikindum sínum og voru farnir að takast á við önnur verkefni í lífinu. Það er ljóst af ofansögðu að veran í athvarfinu var gríðarlega mikilvæg í bataferli þeirra sem tóku þátt í rannsókninni. Það er því sorgleg staðreynd sem ekki virðist umflúin að elsta athvarfinu, Vin í Reykjavík, verði lokað bráðlega. Ástæða þess er að hvorki Rauði krossinn né félagsmálayfirvöld í Reykjavík sjá sér fært að kosta reksturinn. Í ljósi þess sem hefur verið sagt hér að framan má ljóst vera að þá verður krónum kastað en aurar sparaðir. Velunnarar Vinjar leita nú leiða til að afstýra lokun athvarfsins. Hvaða lóð getur þú lagt á vogarskálarnar kæri lesandi til að afstýra því ömurlega slysi að Vin verði lögð niður? Margt smátt gerir eitt stórt og margar hendur vinna létt verk. Að lokum vil ég óska okkur öllum innilega til hamingju með 10. október, daginn sem sameinar okkur öll sem höfum áhuga á geðheilsu og geðheilbrigði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sennilega hefur enginn sjúkdómaflokkur verið eins tengdur vanþekkingu og fordómum og alvarlegir geðsjúkdómar. Læknisfræðilegar skilgreiningar á alvarlegum geðsjúkdómi fela í sér að sá sjúki hafi einkenni geðrofs (psykosis) og þarfnist meðferðar þeirra vegna í 2 ár eða lengur. Enn fremur að sjúklingurinn þjáist vegna sjúkdómseinkenna sinna eða hafi skerta færni til náms, starfs eða samskipta þeirra vegna. Langflestir sem leita aðstoðar heilbrigðisstarfsmanna vegna slíkra veikinda fá sjúkdómsgreiningar um geðklofa (schizophrenia), geðhvarfasýki (maniodepressive disorder) eða persónuleikaröskun (personality disorder). Það mun láta nærri að einn af hverjum hundrað fullorðnum Íslendingum takist á við alvarlega geðsjúkdóma samkvæmt þessari skilgreiningu. Fordómar varðandi þessa sjúkdóma fela m.a. í sér að þeir séu ólæknandi. Rannsóknir sýna þó fram á að svo er ekki. Um það bil helmingur þeirra sem fá sjúkdómsgreiningar um geðklofa nær sér að fullu. Meiri hluta hinna sem ekki ná fullum bata tekst að halda sjúkdómseinkennum í skefjum með viðeigandi aðstoð. Þeir sem það geta meta lífsgæði sín oftast þokkaleg. Bati þeirra virðist að miklu leyti vera undir því kominn hversu samfelldan og viðeigandi stuðning og þjónustu þeir fá frá heilbrigðis- og félagskerfi sínu. Íslenskar og erlendar rannsóknir á þessu sviði benda til að margþættur félagslegur stuðningur sé einstaklega mikilvægur fyrir bata þeirra sem takast á við alvarlega geðsjúkdóma. Á höfuðborgarsvæðinu hefur Rauði krossinn á síðustu tveimur áratugum byggt upp og tekið veigamikinn þátt í rekstri þriggja athvarfa: Vinjar, Dvalar og Lækjar. Athvörfin þrjú eru öll rekin samkvæmt hugmyndafræði sem sniðin er sérstaklega að félagslegum þörfum fólks með alvarlega geðsjúkdóma. Langflestir sem sækja athvörfin hafa reynslu af slíkum sjúkdómum. Í nýlegri rannsókn sem gerð var meðal gesta í athvörfunum þremur kom fram að gestirnir töldu að alvarlegir geðsjúkdómar hefðu haft neikvæð áhrif á gervallt líf þeirra. Þau töldu bata sinn felast í því að draga úr eða vinna gegn þessum neikvæðu eða skemmandi áhrifum. Að þeirra mati var sjúklingurinn sjálfur mikilvægur gerandi í eigin bata með því að horfast í augu við sjúkdóminn og hætta að fara í felur með hann. Að sættast við veikindin og öðlast þekkingu og skilning á sjúkdómnum töldu þátttakendur mikilvægt. Að ölast þekkingu á sjálfum sér, kynnast styrkleikum sínum og hæfileikum töldu þau veita von og trú á eigin getu til að njóta sín í lífinu þrátt fyrir geðsjúkdóminn. Álit þátttakenda var að mikilvægur drifkraftur þessarar sjálfshjálparvinnu væri sammannleg nærvera þeirra sem hafa sameiginlega reynslu af því að takast á við alvarlega geðsjúkdóma. Í þeirra tilfelli var það þátttaka í starfi viðkomandi athvarfs sem færði þeim slíka sammannlega nærveru. Vinatengsl þróuðust milli gesta og milli starfsmanna og gesta. Tengslin við athvarfið voru sterk og gestirnir héldu áfram sambandi og komu í heimsóknir eftir að þeir höfðu náð tökum á veikindum sínum og voru farnir að takast á við önnur verkefni í lífinu. Það er ljóst af ofansögðu að veran í athvarfinu var gríðarlega mikilvæg í bataferli þeirra sem tóku þátt í rannsókninni. Það er því sorgleg staðreynd sem ekki virðist umflúin að elsta athvarfinu, Vin í Reykjavík, verði lokað bráðlega. Ástæða þess er að hvorki Rauði krossinn né félagsmálayfirvöld í Reykjavík sjá sér fært að kosta reksturinn. Í ljósi þess sem hefur verið sagt hér að framan má ljóst vera að þá verður krónum kastað en aurar sparaðir. Velunnarar Vinjar leita nú leiða til að afstýra lokun athvarfsins. Hvaða lóð getur þú lagt á vogarskálarnar kæri lesandi til að afstýra því ömurlega slysi að Vin verði lögð niður? Margt smátt gerir eitt stórt og margar hendur vinna létt verk. Að lokum vil ég óska okkur öllum innilega til hamingju með 10. október, daginn sem sameinar okkur öll sem höfum áhuga á geðheilsu og geðheilbrigði.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun