Opið bréf til ráðherra Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 24. október 2011 08:00 Ágætu Jóhanna, Steingrímur og Guðbjartur. Undanfarnar vikur og mánuði hef ég fyrir hönd Bandalags háskólamanna (BHM) ítrekað reynt að ná fundi ykkar vegna málefnis sem brennur á félagsmönnum BHM. Um er að ræða rétt þess hluta launafólks sem var í fæðingarorlofi mánuðina mars og/eða apríl á þessu ári og hefur ekki fengið greidda samningsbundna eingreiðslu upp á fimmtíu þúsund krónur. Formleg, skrifleg ósk um fund var send til ykkar hinn 1. september síðastliðinn og enn er beðið svars við því bréfi. Ítrekaðar fyrirspurnir í síma og tölvupósti hafa og verið árangurslausar. Umrædd eingreiðsla er umsamin kjarabót í nýgerðum samningum, en í allt er um tvær eingreiðslur að ræða. Sú seinni mun koma til greiðslu undir lok samnings og upphæð hennar er 38 þúsund krónur. Félagsmenn BHM í ríkisþjónustu voru án kjarasamnings í 26 mánuði, frá apríl 2009 til júní 2011. Stéttarfélögin innan BHM lögðu fram kröfur um tafabætur vegna þess tímabils en slíkum umleitunum var alfarið neitað af hálfu samninganefndar ykkar. Við könnumst því alls ekki við að neinn hluti nýgerðs kjarasamnings sé hugsaður sem uppbót fyrir samningslausan tíma. Að vanda, þrátt fyrir ítrekaðar óskir okkar bandalags um sértækar launaleiðréttingar til handa háskólamenntuðum, báru allar umsamdar launabreytingar mjög keim af síðustu kjarasamningum Alþýðusambands Íslands við Samtök atvinnulífsins. Okkur hefur skilist að það hafi verið ykkar ósk, ágætu ráðherrar, að allir samningar skyldu vera sem líkastir. Niðurstaða okkar samninga varð því eins og kunnugt er samhljóða samningum ASÍ að miklu leyti og birtist hluti þeirrar einsleitni í fyrrnefndri 50 þúsund króna eingreiðslu, en hún hefur í okkar tilfelli enga skírskotun til samningslauss tíma. BHM sættir sig ekki við að þeir félagsmenn sem voru í fæðingarorlofi tiltekna tvo mánuði af þeim 26 sem samningsleysi þeirra varaði séu meðhöndlaðir öðruvísi en aðrir. Við höfum gert og ítrekum nú þá kröfu að þetta fólk njóti allra þeirra kjarabóta sem samningar kveða á um. Almennt þykir okkur nóg um skerðingar á kjörum nýbakaðra foreldra um þessar mundir. Hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi var lækkuð þrívegis árin 2008 og 2009, um 180 þúsund krónur alls og er nú 300 þúsund krónur. Eins og fram kemur í lítt kynntri skýrslu velferðarráðherra um fæðingar- og foreldraorlof sem lögð var fram á síðasta löggjafarþingi hefur sú ráðstöfun þegar haft áhrif á samvistir foreldra við nýfædd börn sín, sérlega hafa feður neitað sér um þær eftir þessar breytingar. Fæðingarorlofssjóður sparaði á þessu ári rúman milljarð króna umfram áætlanir, þannig að ekki verður annað sagt en að ungar barnafjölskyldur hafi lagt sitt af mörkum til að rétta af ríkisreksturinn. Þó minnir mig að þessi hópur hafi átt að njóta sérstakrar verndar í niðurskurðinum. Nýbakaðir foreldrar hafa ekki allir setið við sama borð hvað téðar 50 þúsund krónuráhrærir. Eingreiðslan náði nefnilega ekki bara til þeirra sem falla undir kjarasamninga á vinnumarkaði, heldur líka til lífeyrisþega og atvinnuleitenda. Fólk sem var í fæðingarorlofi frá launaðri vinnu í mars og apríl sl. fékk ekki eingreiðslu, né heldur nýbakaðir foreldrar sem áður höfðu verið í virkri atvinnuleit og þegið greiðslur frá Vinnumálastofnun. Báðir þessir hópar þáðu orlofsgreiðslur frá Fæðingarorlofssjóði. Þriðji hópurinn, öryrkjar á lífeyri frá Tryggingastofnun sem á tilgreindu tímabili þáðu fæðingarstyrk frá ríkissjóði fengu hins vegar 50 þúsund króna eingreiðslu. Skilyrðið fyrir henni mun hafa verið að hafa þegið eina krónu eða meira í lífeyri á tímabilinu mars, apríl eða maí 2011. Hluti nýbakaðra foreldra fékk því þá 50 þúsund króna eingreiðslu sem samið var um á vinnumarkaði, að vísu bara sá hópur sem stendur utan hans. Þess má og geta að eingreiðslan umrædda var á vinnumarkaði greidd í réttu hlutfalli við annað hvort starfshlutfall eða réttindi hjá Vinnumálastofnun, en sambærileg skerðing var ekki viðhöfð gagnvart lífeyrisþegum. Mér reiknast svo til að miðað við fjölda fæddra barna árið 2011 sé hægt að áætla gróflega að um 2.500 manns hafi verið í fæðingarorlofi síðla vors í ár. 50 þúsund króna eingreiðsla til þess hóps myndi kosta 125 milljónir eða þar um bil. Frá þeirri upphæð getur ríkissjóður dregið skatthlutann, enda hafa laun almennt þá tilhneigingu að skila sér að hluta til aftur til ríkisins. Væri ekki rakið að leiðrétta þau mistök að hafa skilið nýbakaða foreldra á vinnumarkaði (annað hvort í starfi eða atvinnuleit) eftir óbætta hjá garði? Kostnaðurinn við það yrði aldrei nema brot af því sem þetta fólk hefur þegar sparað ríkinu á formi minna álags á Fæðingarorlofssjóð. Ég ítreka að lokum þá ósk okkar hjá BHM að fá að hitta ykkur og ræða þetta mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ágætu Jóhanna, Steingrímur og Guðbjartur. Undanfarnar vikur og mánuði hef ég fyrir hönd Bandalags háskólamanna (BHM) ítrekað reynt að ná fundi ykkar vegna málefnis sem brennur á félagsmönnum BHM. Um er að ræða rétt þess hluta launafólks sem var í fæðingarorlofi mánuðina mars og/eða apríl á þessu ári og hefur ekki fengið greidda samningsbundna eingreiðslu upp á fimmtíu þúsund krónur. Formleg, skrifleg ósk um fund var send til ykkar hinn 1. september síðastliðinn og enn er beðið svars við því bréfi. Ítrekaðar fyrirspurnir í síma og tölvupósti hafa og verið árangurslausar. Umrædd eingreiðsla er umsamin kjarabót í nýgerðum samningum, en í allt er um tvær eingreiðslur að ræða. Sú seinni mun koma til greiðslu undir lok samnings og upphæð hennar er 38 þúsund krónur. Félagsmenn BHM í ríkisþjónustu voru án kjarasamnings í 26 mánuði, frá apríl 2009 til júní 2011. Stéttarfélögin innan BHM lögðu fram kröfur um tafabætur vegna þess tímabils en slíkum umleitunum var alfarið neitað af hálfu samninganefndar ykkar. Við könnumst því alls ekki við að neinn hluti nýgerðs kjarasamnings sé hugsaður sem uppbót fyrir samningslausan tíma. Að vanda, þrátt fyrir ítrekaðar óskir okkar bandalags um sértækar launaleiðréttingar til handa háskólamenntuðum, báru allar umsamdar launabreytingar mjög keim af síðustu kjarasamningum Alþýðusambands Íslands við Samtök atvinnulífsins. Okkur hefur skilist að það hafi verið ykkar ósk, ágætu ráðherrar, að allir samningar skyldu vera sem líkastir. Niðurstaða okkar samninga varð því eins og kunnugt er samhljóða samningum ASÍ að miklu leyti og birtist hluti þeirrar einsleitni í fyrrnefndri 50 þúsund króna eingreiðslu, en hún hefur í okkar tilfelli enga skírskotun til samningslauss tíma. BHM sættir sig ekki við að þeir félagsmenn sem voru í fæðingarorlofi tiltekna tvo mánuði af þeim 26 sem samningsleysi þeirra varaði séu meðhöndlaðir öðruvísi en aðrir. Við höfum gert og ítrekum nú þá kröfu að þetta fólk njóti allra þeirra kjarabóta sem samningar kveða á um. Almennt þykir okkur nóg um skerðingar á kjörum nýbakaðra foreldra um þessar mundir. Hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi var lækkuð þrívegis árin 2008 og 2009, um 180 þúsund krónur alls og er nú 300 þúsund krónur. Eins og fram kemur í lítt kynntri skýrslu velferðarráðherra um fæðingar- og foreldraorlof sem lögð var fram á síðasta löggjafarþingi hefur sú ráðstöfun þegar haft áhrif á samvistir foreldra við nýfædd börn sín, sérlega hafa feður neitað sér um þær eftir þessar breytingar. Fæðingarorlofssjóður sparaði á þessu ári rúman milljarð króna umfram áætlanir, þannig að ekki verður annað sagt en að ungar barnafjölskyldur hafi lagt sitt af mörkum til að rétta af ríkisreksturinn. Þó minnir mig að þessi hópur hafi átt að njóta sérstakrar verndar í niðurskurðinum. Nýbakaðir foreldrar hafa ekki allir setið við sama borð hvað téðar 50 þúsund krónuráhrærir. Eingreiðslan náði nefnilega ekki bara til þeirra sem falla undir kjarasamninga á vinnumarkaði, heldur líka til lífeyrisþega og atvinnuleitenda. Fólk sem var í fæðingarorlofi frá launaðri vinnu í mars og apríl sl. fékk ekki eingreiðslu, né heldur nýbakaðir foreldrar sem áður höfðu verið í virkri atvinnuleit og þegið greiðslur frá Vinnumálastofnun. Báðir þessir hópar þáðu orlofsgreiðslur frá Fæðingarorlofssjóði. Þriðji hópurinn, öryrkjar á lífeyri frá Tryggingastofnun sem á tilgreindu tímabili þáðu fæðingarstyrk frá ríkissjóði fengu hins vegar 50 þúsund króna eingreiðslu. Skilyrðið fyrir henni mun hafa verið að hafa þegið eina krónu eða meira í lífeyri á tímabilinu mars, apríl eða maí 2011. Hluti nýbakaðra foreldra fékk því þá 50 þúsund króna eingreiðslu sem samið var um á vinnumarkaði, að vísu bara sá hópur sem stendur utan hans. Þess má og geta að eingreiðslan umrædda var á vinnumarkaði greidd í réttu hlutfalli við annað hvort starfshlutfall eða réttindi hjá Vinnumálastofnun, en sambærileg skerðing var ekki viðhöfð gagnvart lífeyrisþegum. Mér reiknast svo til að miðað við fjölda fæddra barna árið 2011 sé hægt að áætla gróflega að um 2.500 manns hafi verið í fæðingarorlofi síðla vors í ár. 50 þúsund króna eingreiðsla til þess hóps myndi kosta 125 milljónir eða þar um bil. Frá þeirri upphæð getur ríkissjóður dregið skatthlutann, enda hafa laun almennt þá tilhneigingu að skila sér að hluta til aftur til ríkisins. Væri ekki rakið að leiðrétta þau mistök að hafa skilið nýbakaða foreldra á vinnumarkaði (annað hvort í starfi eða atvinnuleit) eftir óbætta hjá garði? Kostnaðurinn við það yrði aldrei nema brot af því sem þetta fólk hefur þegar sparað ríkinu á formi minna álags á Fæðingarorlofssjóð. Ég ítreka að lokum þá ósk okkar hjá BHM að fá að hitta ykkur og ræða þetta mál.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun