Innflutningur á jarðvegi Sigurgeir Ólafsson skrifar 21. október 2011 16:30 Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, hefur ítrekað gagnrýnt að heimilt sé að flytja inn jarðveg og telur hann hafa borið með sér skaðvalda eins og spánarsnigil og folaflugu. Eftir er að koma í ljós hversu alvarlegir skaðvaldar þeir eiga eftir að verða hér á landi. Þar sem ég átti þátt í að móta þær reglur sem um þetta gilda tel ég rétt að gera nánari grein fyrir þeim. Ísland hefur skuldbundið sig með aðild að alþjóðasáttmálum að nota ekki plöntuheilbrigðisreglur til að hefta viðskipti og að beita ekki slíkum reglum nema þær séu tæknilega réttlætanlegar og rökstuddar. Skilgreina á hvaða skaðvaldar það eru sem menn vilja verjast og setja þá á lista. Heilbrigðisvottorð með plöntum og plöntuafurðum hafa verið stöðluð á alþjóðavísu. Reglur Íslands eru sambærilegar og jafnvel strangari en reglur annarra Evrópuþjóða og hefur innflutningur á plöntum frá Evrópu verið samfelldur um aldaraðir. Almennt er innflutningur á mold bannaður bæði samkvæmt dýra- og plöntusjúkdómalöggjöfinni en undanþegin er þó tvenns konar mold. Annars vegar er leyfður innflutningur á svokallaðri mómosamold (sphagnum) til ræktunar en það er mold sem tekin er úr mógröfum þar sem aldrei hefur verið ræktað og oft blönduð ólífrænum áburði. Hún má ekki innihalda búfjáráburð eða ferskan trjábörk. Hættan á að með þessari mold berist skaðvaldar er óveruleg. Hins vegar er leyfð sú mold sem fylgir plöntum. Ég lít svo á að gagnrýni Erlings lúti að þessum innflutningi. Litið er svo á að heilbrigðisvottorð sem gefið er út fyrir plöntuna nái einnig yfir þá mold sem umlykur ræturnar og á að votta að þeir skaðvaldar sem innflutningslandið vill verjast og hefur gefið upp á listum fylgi ekki plöntunum. Vissulega er vottorð engin gulltrygging þegar plöntur eru fluttar inn í þúsundatali. Vandamálið eins og ég sé það eru ekki síst skaðvaldar sem enn hafa ekki borist hingað en eru almennt útbreiddir í ræktunarlandinu, lúta þar engu sérstöku eftirliti eða takmörkunum og eru þar jafnvel ekki taldir hættulegir. Slíkir skaðvaldar gætu reynst hættulegri hér á landi. Erfitt er að setja allar þessar lífverur á bannlista sem ber að gera samkvæmt alþjóðlegum vinnureglum og að loknu áhættumati. Þegar reglugerð um innflutning á plöntum var samin árið 1990 var farin sú leið að banna innflutning ættkvísla okkar helstu skógartrjáa og tegunda grænmetisplantna í gróðurhúsum. Rökin voru einmitt þau að það væru það margar tegundir skaðvalda sem enn hefðu ekki borist hingað en sem hefðu almenna útbreiðslu á þessum plöntum í nágrannalöndum okkar. Ylræktarbændur hafa sjálfir alið upp sínar grænmetisplöntur af fræi. Þeir sem framleiða pottaplöntur og afskorin blóm eru mjög háðir því að geta flutt inn smáplöntur og græðlinga og gætu ekki byggt ræktun sína eingöngu á fræsáningum. Ísland hefur ekki enn innleitt reglur ESB um plöntuheilbrigði og hefur því enn svigrúm til að setja hvaða reglur sem er séu þær tæknilega réttlætanlegar og rökstuddar. Fari menn þá leið að útvíkka það bann sem gildir um skógar- og grænmetisplöntur og láta það ná yfir allar garð- og stofuplöntur mun það hafa veruleg áhrif á það úrval plantna sem garðáhugamenn hafa til ræktunar. Lokað yrði þar með m.a. á innflutning ávaxta- og berjaplantna sem mikill áhugi er fyrir nú. Krafa um rótarþvott hefði svipuð áhrif. Það er mikil einföldun að segja að hér sé hægt að rækta þessar plöntur allar upp af fræi. Menn verða líka að hafa í huga að þótt slíkt bann yrði sett þá værum við ekki þar með laus við að fá til landsins nýja skaðvalda. Þrátt fyrir bann við innflutningi á víði og ösp fengum við hingað ryðsveppi á gljávíði og alaskaösp, annaðhvort með farfuglum eða með loftstraumum. Asparglyttan barst nýlega til landsins þrátt fyrir að innflutningur helstu hýsla hennar sé bannaður. Ýmis skordýr berast hingað reglulega með suðlægum vindum og eru aðmíralsfiðrildin skrautlegu gott dæmi um það. Loks megum við ekki gleyma hinum umfangsmiklu gámaflutningum þar sem ýmis dýr geta gerst laumufarþegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, hefur ítrekað gagnrýnt að heimilt sé að flytja inn jarðveg og telur hann hafa borið með sér skaðvalda eins og spánarsnigil og folaflugu. Eftir er að koma í ljós hversu alvarlegir skaðvaldar þeir eiga eftir að verða hér á landi. Þar sem ég átti þátt í að móta þær reglur sem um þetta gilda tel ég rétt að gera nánari grein fyrir þeim. Ísland hefur skuldbundið sig með aðild að alþjóðasáttmálum að nota ekki plöntuheilbrigðisreglur til að hefta viðskipti og að beita ekki slíkum reglum nema þær séu tæknilega réttlætanlegar og rökstuddar. Skilgreina á hvaða skaðvaldar það eru sem menn vilja verjast og setja þá á lista. Heilbrigðisvottorð með plöntum og plöntuafurðum hafa verið stöðluð á alþjóðavísu. Reglur Íslands eru sambærilegar og jafnvel strangari en reglur annarra Evrópuþjóða og hefur innflutningur á plöntum frá Evrópu verið samfelldur um aldaraðir. Almennt er innflutningur á mold bannaður bæði samkvæmt dýra- og plöntusjúkdómalöggjöfinni en undanþegin er þó tvenns konar mold. Annars vegar er leyfður innflutningur á svokallaðri mómosamold (sphagnum) til ræktunar en það er mold sem tekin er úr mógröfum þar sem aldrei hefur verið ræktað og oft blönduð ólífrænum áburði. Hún má ekki innihalda búfjáráburð eða ferskan trjábörk. Hættan á að með þessari mold berist skaðvaldar er óveruleg. Hins vegar er leyfð sú mold sem fylgir plöntum. Ég lít svo á að gagnrýni Erlings lúti að þessum innflutningi. Litið er svo á að heilbrigðisvottorð sem gefið er út fyrir plöntuna nái einnig yfir þá mold sem umlykur ræturnar og á að votta að þeir skaðvaldar sem innflutningslandið vill verjast og hefur gefið upp á listum fylgi ekki plöntunum. Vissulega er vottorð engin gulltrygging þegar plöntur eru fluttar inn í þúsundatali. Vandamálið eins og ég sé það eru ekki síst skaðvaldar sem enn hafa ekki borist hingað en eru almennt útbreiddir í ræktunarlandinu, lúta þar engu sérstöku eftirliti eða takmörkunum og eru þar jafnvel ekki taldir hættulegir. Slíkir skaðvaldar gætu reynst hættulegri hér á landi. Erfitt er að setja allar þessar lífverur á bannlista sem ber að gera samkvæmt alþjóðlegum vinnureglum og að loknu áhættumati. Þegar reglugerð um innflutning á plöntum var samin árið 1990 var farin sú leið að banna innflutning ættkvísla okkar helstu skógartrjáa og tegunda grænmetisplantna í gróðurhúsum. Rökin voru einmitt þau að það væru það margar tegundir skaðvalda sem enn hefðu ekki borist hingað en sem hefðu almenna útbreiðslu á þessum plöntum í nágrannalöndum okkar. Ylræktarbændur hafa sjálfir alið upp sínar grænmetisplöntur af fræi. Þeir sem framleiða pottaplöntur og afskorin blóm eru mjög háðir því að geta flutt inn smáplöntur og græðlinga og gætu ekki byggt ræktun sína eingöngu á fræsáningum. Ísland hefur ekki enn innleitt reglur ESB um plöntuheilbrigði og hefur því enn svigrúm til að setja hvaða reglur sem er séu þær tæknilega réttlætanlegar og rökstuddar. Fari menn þá leið að útvíkka það bann sem gildir um skógar- og grænmetisplöntur og láta það ná yfir allar garð- og stofuplöntur mun það hafa veruleg áhrif á það úrval plantna sem garðáhugamenn hafa til ræktunar. Lokað yrði þar með m.a. á innflutning ávaxta- og berjaplantna sem mikill áhugi er fyrir nú. Krafa um rótarþvott hefði svipuð áhrif. Það er mikil einföldun að segja að hér sé hægt að rækta þessar plöntur allar upp af fræi. Menn verða líka að hafa í huga að þótt slíkt bann yrði sett þá værum við ekki þar með laus við að fá til landsins nýja skaðvalda. Þrátt fyrir bann við innflutningi á víði og ösp fengum við hingað ryðsveppi á gljávíði og alaskaösp, annaðhvort með farfuglum eða með loftstraumum. Asparglyttan barst nýlega til landsins þrátt fyrir að innflutningur helstu hýsla hennar sé bannaður. Ýmis skordýr berast hingað reglulega með suðlægum vindum og eru aðmíralsfiðrildin skrautlegu gott dæmi um það. Loks megum við ekki gleyma hinum umfangsmiklu gámaflutningum þar sem ýmis dýr geta gerst laumufarþegar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar