Innflutningur á jarðvegi Sigurgeir Ólafsson skrifar 21. október 2011 16:30 Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, hefur ítrekað gagnrýnt að heimilt sé að flytja inn jarðveg og telur hann hafa borið með sér skaðvalda eins og spánarsnigil og folaflugu. Eftir er að koma í ljós hversu alvarlegir skaðvaldar þeir eiga eftir að verða hér á landi. Þar sem ég átti þátt í að móta þær reglur sem um þetta gilda tel ég rétt að gera nánari grein fyrir þeim. Ísland hefur skuldbundið sig með aðild að alþjóðasáttmálum að nota ekki plöntuheilbrigðisreglur til að hefta viðskipti og að beita ekki slíkum reglum nema þær séu tæknilega réttlætanlegar og rökstuddar. Skilgreina á hvaða skaðvaldar það eru sem menn vilja verjast og setja þá á lista. Heilbrigðisvottorð með plöntum og plöntuafurðum hafa verið stöðluð á alþjóðavísu. Reglur Íslands eru sambærilegar og jafnvel strangari en reglur annarra Evrópuþjóða og hefur innflutningur á plöntum frá Evrópu verið samfelldur um aldaraðir. Almennt er innflutningur á mold bannaður bæði samkvæmt dýra- og plöntusjúkdómalöggjöfinni en undanþegin er þó tvenns konar mold. Annars vegar er leyfður innflutningur á svokallaðri mómosamold (sphagnum) til ræktunar en það er mold sem tekin er úr mógröfum þar sem aldrei hefur verið ræktað og oft blönduð ólífrænum áburði. Hún má ekki innihalda búfjáráburð eða ferskan trjábörk. Hættan á að með þessari mold berist skaðvaldar er óveruleg. Hins vegar er leyfð sú mold sem fylgir plöntum. Ég lít svo á að gagnrýni Erlings lúti að þessum innflutningi. Litið er svo á að heilbrigðisvottorð sem gefið er út fyrir plöntuna nái einnig yfir þá mold sem umlykur ræturnar og á að votta að þeir skaðvaldar sem innflutningslandið vill verjast og hefur gefið upp á listum fylgi ekki plöntunum. Vissulega er vottorð engin gulltrygging þegar plöntur eru fluttar inn í þúsundatali. Vandamálið eins og ég sé það eru ekki síst skaðvaldar sem enn hafa ekki borist hingað en eru almennt útbreiddir í ræktunarlandinu, lúta þar engu sérstöku eftirliti eða takmörkunum og eru þar jafnvel ekki taldir hættulegir. Slíkir skaðvaldar gætu reynst hættulegri hér á landi. Erfitt er að setja allar þessar lífverur á bannlista sem ber að gera samkvæmt alþjóðlegum vinnureglum og að loknu áhættumati. Þegar reglugerð um innflutning á plöntum var samin árið 1990 var farin sú leið að banna innflutning ættkvísla okkar helstu skógartrjáa og tegunda grænmetisplantna í gróðurhúsum. Rökin voru einmitt þau að það væru það margar tegundir skaðvalda sem enn hefðu ekki borist hingað en sem hefðu almenna útbreiðslu á þessum plöntum í nágrannalöndum okkar. Ylræktarbændur hafa sjálfir alið upp sínar grænmetisplöntur af fræi. Þeir sem framleiða pottaplöntur og afskorin blóm eru mjög háðir því að geta flutt inn smáplöntur og græðlinga og gætu ekki byggt ræktun sína eingöngu á fræsáningum. Ísland hefur ekki enn innleitt reglur ESB um plöntuheilbrigði og hefur því enn svigrúm til að setja hvaða reglur sem er séu þær tæknilega réttlætanlegar og rökstuddar. Fari menn þá leið að útvíkka það bann sem gildir um skógar- og grænmetisplöntur og láta það ná yfir allar garð- og stofuplöntur mun það hafa veruleg áhrif á það úrval plantna sem garðáhugamenn hafa til ræktunar. Lokað yrði þar með m.a. á innflutning ávaxta- og berjaplantna sem mikill áhugi er fyrir nú. Krafa um rótarþvott hefði svipuð áhrif. Það er mikil einföldun að segja að hér sé hægt að rækta þessar plöntur allar upp af fræi. Menn verða líka að hafa í huga að þótt slíkt bann yrði sett þá værum við ekki þar með laus við að fá til landsins nýja skaðvalda. Þrátt fyrir bann við innflutningi á víði og ösp fengum við hingað ryðsveppi á gljávíði og alaskaösp, annaðhvort með farfuglum eða með loftstraumum. Asparglyttan barst nýlega til landsins þrátt fyrir að innflutningur helstu hýsla hennar sé bannaður. Ýmis skordýr berast hingað reglulega með suðlægum vindum og eru aðmíralsfiðrildin skrautlegu gott dæmi um það. Loks megum við ekki gleyma hinum umfangsmiklu gámaflutningum þar sem ýmis dýr geta gerst laumufarþegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, hefur ítrekað gagnrýnt að heimilt sé að flytja inn jarðveg og telur hann hafa borið með sér skaðvalda eins og spánarsnigil og folaflugu. Eftir er að koma í ljós hversu alvarlegir skaðvaldar þeir eiga eftir að verða hér á landi. Þar sem ég átti þátt í að móta þær reglur sem um þetta gilda tel ég rétt að gera nánari grein fyrir þeim. Ísland hefur skuldbundið sig með aðild að alþjóðasáttmálum að nota ekki plöntuheilbrigðisreglur til að hefta viðskipti og að beita ekki slíkum reglum nema þær séu tæknilega réttlætanlegar og rökstuddar. Skilgreina á hvaða skaðvaldar það eru sem menn vilja verjast og setja þá á lista. Heilbrigðisvottorð með plöntum og plöntuafurðum hafa verið stöðluð á alþjóðavísu. Reglur Íslands eru sambærilegar og jafnvel strangari en reglur annarra Evrópuþjóða og hefur innflutningur á plöntum frá Evrópu verið samfelldur um aldaraðir. Almennt er innflutningur á mold bannaður bæði samkvæmt dýra- og plöntusjúkdómalöggjöfinni en undanþegin er þó tvenns konar mold. Annars vegar er leyfður innflutningur á svokallaðri mómosamold (sphagnum) til ræktunar en það er mold sem tekin er úr mógröfum þar sem aldrei hefur verið ræktað og oft blönduð ólífrænum áburði. Hún má ekki innihalda búfjáráburð eða ferskan trjábörk. Hættan á að með þessari mold berist skaðvaldar er óveruleg. Hins vegar er leyfð sú mold sem fylgir plöntum. Ég lít svo á að gagnrýni Erlings lúti að þessum innflutningi. Litið er svo á að heilbrigðisvottorð sem gefið er út fyrir plöntuna nái einnig yfir þá mold sem umlykur ræturnar og á að votta að þeir skaðvaldar sem innflutningslandið vill verjast og hefur gefið upp á listum fylgi ekki plöntunum. Vissulega er vottorð engin gulltrygging þegar plöntur eru fluttar inn í þúsundatali. Vandamálið eins og ég sé það eru ekki síst skaðvaldar sem enn hafa ekki borist hingað en eru almennt útbreiddir í ræktunarlandinu, lúta þar engu sérstöku eftirliti eða takmörkunum og eru þar jafnvel ekki taldir hættulegir. Slíkir skaðvaldar gætu reynst hættulegri hér á landi. Erfitt er að setja allar þessar lífverur á bannlista sem ber að gera samkvæmt alþjóðlegum vinnureglum og að loknu áhættumati. Þegar reglugerð um innflutning á plöntum var samin árið 1990 var farin sú leið að banna innflutning ættkvísla okkar helstu skógartrjáa og tegunda grænmetisplantna í gróðurhúsum. Rökin voru einmitt þau að það væru það margar tegundir skaðvalda sem enn hefðu ekki borist hingað en sem hefðu almenna útbreiðslu á þessum plöntum í nágrannalöndum okkar. Ylræktarbændur hafa sjálfir alið upp sínar grænmetisplöntur af fræi. Þeir sem framleiða pottaplöntur og afskorin blóm eru mjög háðir því að geta flutt inn smáplöntur og græðlinga og gætu ekki byggt ræktun sína eingöngu á fræsáningum. Ísland hefur ekki enn innleitt reglur ESB um plöntuheilbrigði og hefur því enn svigrúm til að setja hvaða reglur sem er séu þær tæknilega réttlætanlegar og rökstuddar. Fari menn þá leið að útvíkka það bann sem gildir um skógar- og grænmetisplöntur og láta það ná yfir allar garð- og stofuplöntur mun það hafa veruleg áhrif á það úrval plantna sem garðáhugamenn hafa til ræktunar. Lokað yrði þar með m.a. á innflutning ávaxta- og berjaplantna sem mikill áhugi er fyrir nú. Krafa um rótarþvott hefði svipuð áhrif. Það er mikil einföldun að segja að hér sé hægt að rækta þessar plöntur allar upp af fræi. Menn verða líka að hafa í huga að þótt slíkt bann yrði sett þá værum við ekki þar með laus við að fá til landsins nýja skaðvalda. Þrátt fyrir bann við innflutningi á víði og ösp fengum við hingað ryðsveppi á gljávíði og alaskaösp, annaðhvort með farfuglum eða með loftstraumum. Asparglyttan barst nýlega til landsins þrátt fyrir að innflutningur helstu hýsla hennar sé bannaður. Ýmis skordýr berast hingað reglulega með suðlægum vindum og eru aðmíralsfiðrildin skrautlegu gott dæmi um það. Loks megum við ekki gleyma hinum umfangsmiklu gámaflutningum þar sem ýmis dýr geta gerst laumufarþegar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun