Innflutningur á jarðvegi Sigurgeir Ólafsson skrifar 21. október 2011 16:30 Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, hefur ítrekað gagnrýnt að heimilt sé að flytja inn jarðveg og telur hann hafa borið með sér skaðvalda eins og spánarsnigil og folaflugu. Eftir er að koma í ljós hversu alvarlegir skaðvaldar þeir eiga eftir að verða hér á landi. Þar sem ég átti þátt í að móta þær reglur sem um þetta gilda tel ég rétt að gera nánari grein fyrir þeim. Ísland hefur skuldbundið sig með aðild að alþjóðasáttmálum að nota ekki plöntuheilbrigðisreglur til að hefta viðskipti og að beita ekki slíkum reglum nema þær séu tæknilega réttlætanlegar og rökstuddar. Skilgreina á hvaða skaðvaldar það eru sem menn vilja verjast og setja þá á lista. Heilbrigðisvottorð með plöntum og plöntuafurðum hafa verið stöðluð á alþjóðavísu. Reglur Íslands eru sambærilegar og jafnvel strangari en reglur annarra Evrópuþjóða og hefur innflutningur á plöntum frá Evrópu verið samfelldur um aldaraðir. Almennt er innflutningur á mold bannaður bæði samkvæmt dýra- og plöntusjúkdómalöggjöfinni en undanþegin er þó tvenns konar mold. Annars vegar er leyfður innflutningur á svokallaðri mómosamold (sphagnum) til ræktunar en það er mold sem tekin er úr mógröfum þar sem aldrei hefur verið ræktað og oft blönduð ólífrænum áburði. Hún má ekki innihalda búfjáráburð eða ferskan trjábörk. Hættan á að með þessari mold berist skaðvaldar er óveruleg. Hins vegar er leyfð sú mold sem fylgir plöntum. Ég lít svo á að gagnrýni Erlings lúti að þessum innflutningi. Litið er svo á að heilbrigðisvottorð sem gefið er út fyrir plöntuna nái einnig yfir þá mold sem umlykur ræturnar og á að votta að þeir skaðvaldar sem innflutningslandið vill verjast og hefur gefið upp á listum fylgi ekki plöntunum. Vissulega er vottorð engin gulltrygging þegar plöntur eru fluttar inn í þúsundatali. Vandamálið eins og ég sé það eru ekki síst skaðvaldar sem enn hafa ekki borist hingað en eru almennt útbreiddir í ræktunarlandinu, lúta þar engu sérstöku eftirliti eða takmörkunum og eru þar jafnvel ekki taldir hættulegir. Slíkir skaðvaldar gætu reynst hættulegri hér á landi. Erfitt er að setja allar þessar lífverur á bannlista sem ber að gera samkvæmt alþjóðlegum vinnureglum og að loknu áhættumati. Þegar reglugerð um innflutning á plöntum var samin árið 1990 var farin sú leið að banna innflutning ættkvísla okkar helstu skógartrjáa og tegunda grænmetisplantna í gróðurhúsum. Rökin voru einmitt þau að það væru það margar tegundir skaðvalda sem enn hefðu ekki borist hingað en sem hefðu almenna útbreiðslu á þessum plöntum í nágrannalöndum okkar. Ylræktarbændur hafa sjálfir alið upp sínar grænmetisplöntur af fræi. Þeir sem framleiða pottaplöntur og afskorin blóm eru mjög háðir því að geta flutt inn smáplöntur og græðlinga og gætu ekki byggt ræktun sína eingöngu á fræsáningum. Ísland hefur ekki enn innleitt reglur ESB um plöntuheilbrigði og hefur því enn svigrúm til að setja hvaða reglur sem er séu þær tæknilega réttlætanlegar og rökstuddar. Fari menn þá leið að útvíkka það bann sem gildir um skógar- og grænmetisplöntur og láta það ná yfir allar garð- og stofuplöntur mun það hafa veruleg áhrif á það úrval plantna sem garðáhugamenn hafa til ræktunar. Lokað yrði þar með m.a. á innflutning ávaxta- og berjaplantna sem mikill áhugi er fyrir nú. Krafa um rótarþvott hefði svipuð áhrif. Það er mikil einföldun að segja að hér sé hægt að rækta þessar plöntur allar upp af fræi. Menn verða líka að hafa í huga að þótt slíkt bann yrði sett þá værum við ekki þar með laus við að fá til landsins nýja skaðvalda. Þrátt fyrir bann við innflutningi á víði og ösp fengum við hingað ryðsveppi á gljávíði og alaskaösp, annaðhvort með farfuglum eða með loftstraumum. Asparglyttan barst nýlega til landsins þrátt fyrir að innflutningur helstu hýsla hennar sé bannaður. Ýmis skordýr berast hingað reglulega með suðlægum vindum og eru aðmíralsfiðrildin skrautlegu gott dæmi um það. Loks megum við ekki gleyma hinum umfangsmiklu gámaflutningum þar sem ýmis dýr geta gerst laumufarþegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, hefur ítrekað gagnrýnt að heimilt sé að flytja inn jarðveg og telur hann hafa borið með sér skaðvalda eins og spánarsnigil og folaflugu. Eftir er að koma í ljós hversu alvarlegir skaðvaldar þeir eiga eftir að verða hér á landi. Þar sem ég átti þátt í að móta þær reglur sem um þetta gilda tel ég rétt að gera nánari grein fyrir þeim. Ísland hefur skuldbundið sig með aðild að alþjóðasáttmálum að nota ekki plöntuheilbrigðisreglur til að hefta viðskipti og að beita ekki slíkum reglum nema þær séu tæknilega réttlætanlegar og rökstuddar. Skilgreina á hvaða skaðvaldar það eru sem menn vilja verjast og setja þá á lista. Heilbrigðisvottorð með plöntum og plöntuafurðum hafa verið stöðluð á alþjóðavísu. Reglur Íslands eru sambærilegar og jafnvel strangari en reglur annarra Evrópuþjóða og hefur innflutningur á plöntum frá Evrópu verið samfelldur um aldaraðir. Almennt er innflutningur á mold bannaður bæði samkvæmt dýra- og plöntusjúkdómalöggjöfinni en undanþegin er þó tvenns konar mold. Annars vegar er leyfður innflutningur á svokallaðri mómosamold (sphagnum) til ræktunar en það er mold sem tekin er úr mógröfum þar sem aldrei hefur verið ræktað og oft blönduð ólífrænum áburði. Hún má ekki innihalda búfjáráburð eða ferskan trjábörk. Hættan á að með þessari mold berist skaðvaldar er óveruleg. Hins vegar er leyfð sú mold sem fylgir plöntum. Ég lít svo á að gagnrýni Erlings lúti að þessum innflutningi. Litið er svo á að heilbrigðisvottorð sem gefið er út fyrir plöntuna nái einnig yfir þá mold sem umlykur ræturnar og á að votta að þeir skaðvaldar sem innflutningslandið vill verjast og hefur gefið upp á listum fylgi ekki plöntunum. Vissulega er vottorð engin gulltrygging þegar plöntur eru fluttar inn í þúsundatali. Vandamálið eins og ég sé það eru ekki síst skaðvaldar sem enn hafa ekki borist hingað en eru almennt útbreiddir í ræktunarlandinu, lúta þar engu sérstöku eftirliti eða takmörkunum og eru þar jafnvel ekki taldir hættulegir. Slíkir skaðvaldar gætu reynst hættulegri hér á landi. Erfitt er að setja allar þessar lífverur á bannlista sem ber að gera samkvæmt alþjóðlegum vinnureglum og að loknu áhættumati. Þegar reglugerð um innflutning á plöntum var samin árið 1990 var farin sú leið að banna innflutning ættkvísla okkar helstu skógartrjáa og tegunda grænmetisplantna í gróðurhúsum. Rökin voru einmitt þau að það væru það margar tegundir skaðvalda sem enn hefðu ekki borist hingað en sem hefðu almenna útbreiðslu á þessum plöntum í nágrannalöndum okkar. Ylræktarbændur hafa sjálfir alið upp sínar grænmetisplöntur af fræi. Þeir sem framleiða pottaplöntur og afskorin blóm eru mjög háðir því að geta flutt inn smáplöntur og græðlinga og gætu ekki byggt ræktun sína eingöngu á fræsáningum. Ísland hefur ekki enn innleitt reglur ESB um plöntuheilbrigði og hefur því enn svigrúm til að setja hvaða reglur sem er séu þær tæknilega réttlætanlegar og rökstuddar. Fari menn þá leið að útvíkka það bann sem gildir um skógar- og grænmetisplöntur og láta það ná yfir allar garð- og stofuplöntur mun það hafa veruleg áhrif á það úrval plantna sem garðáhugamenn hafa til ræktunar. Lokað yrði þar með m.a. á innflutning ávaxta- og berjaplantna sem mikill áhugi er fyrir nú. Krafa um rótarþvott hefði svipuð áhrif. Það er mikil einföldun að segja að hér sé hægt að rækta þessar plöntur allar upp af fræi. Menn verða líka að hafa í huga að þótt slíkt bann yrði sett þá værum við ekki þar með laus við að fá til landsins nýja skaðvalda. Þrátt fyrir bann við innflutningi á víði og ösp fengum við hingað ryðsveppi á gljávíði og alaskaösp, annaðhvort með farfuglum eða með loftstraumum. Asparglyttan barst nýlega til landsins þrátt fyrir að innflutningur helstu hýsla hennar sé bannaður. Ýmis skordýr berast hingað reglulega með suðlægum vindum og eru aðmíralsfiðrildin skrautlegu gott dæmi um það. Loks megum við ekki gleyma hinum umfangsmiklu gámaflutningum þar sem ýmis dýr geta gerst laumufarþegar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun