Gildi skólabókasafna Siggerður Ólöf Sigurðardóttir skrifar 21. október 2011 06:00 Á tímum framfara og þróunar á flestum sviðum er merkilegt að skoða stöðu bókasafna í grunnskólum landsins. Hraði samfélagsins kallar á að allir nemendur þurfi að öðlast færni til að vinna sjálfstætt og að meta þá gnótt upplýsinga sem okkur berast á degi hverjum. Netið er flestum nútíma Íslendingum jafn nauðsynlegt og að eiga í sig og á. Þessi miðill er ekki hættulaus. Siðferði á netinu og hvernig umgangast skuli skrif á netinu lærist sumum of seint. Sjaldan verður okkur hugsað til þess hver sinnir menntun barnanna okkar í að vega og meta þessa kunnáttu sína og hver ber ábyrgð á að allir öðlist færni til að vinna með Netið og netmiðla. Einnig gleymist oft að undirstaða alls náms er læsi. Þó að allt nám sé mikilvægt þá er nauðsynlegt að skila nemendum út í lífið með kunnáttu og færni í upplýsingalæsi. Að þeirri kennslu kemur skólasafnið sem nú hefur víða verið skorið niður þannig að ekki eru keyptar bækur, hvorki skáldrit né fræðirit. Öll skólasöfn hafa mátt þola niðurskurð á starfsemi en þar sem ekki er starfsemi eru ekki líkur á að kennsla í upplýsingalæsi sé sem skyldi. Gott skólasafn styður við allt annað nám. Það á að koma að eflingu upplýsingalæsis og styðja við aðra læsisþætti í samvinnu við hinar ýmsu námsgreinar og styðja þannig bæði kennara og nemendur til samþætts náms. Staðsetning skiptir vissulega máli. Það dugar þó ekki ef skólasafnið er ekki vel mannað. Það skiptir máli að starfsmaður hafi menntun við hæfi og sé virkur í síbreytilegu skólasamfélagi. Þessi staða er sérstök þegar litið er til þess hversu mikið má bæta nám nemenda með bættri kennslu í upplýsinga- og tæknimennt. Gera má þeim námið mun léttara og áhugaverðara ef þeir ættu meira val um fjölbreyttar leiðir til náms. Einnig bætir það möguleika til framhaldsnáms og bættra starfskjara. Sá sem lærir að nýta skólasafn til upplýsingaöflunar og stuðnings við sitt nám er mun líklegri til að verða færari til að afla sér þekkingar á eigin forsendum og jafnvel til að halda við sinni menntun. Sú mötun á námsefni sem nú er algeng er vissulega oft fljótlegri leið og kannski ódýrari ef eingöngu er verið að hugsa um einn dag í einu. Mötunin verður þó til lengri tíma litið til þess að nemendur leita ekki lausna, þeir gefast auðveldlega upp, þá skortir færni til að efla þroska sinn sem virkir þjóðfélagsþegnar í síbreytilegu umhverfi. Við höfum ekki efni á að nemendur heltist úr lestinni á unglingsaldri vegna þess að námsframboðið hefur ekki mætt þörfum þeirra. Eflum skólasöfnin. Til þess þarf einungis áherslubreytingu og vitundarvakningu sem við höfum ekki efni á að draga mikið lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á tímum framfara og þróunar á flestum sviðum er merkilegt að skoða stöðu bókasafna í grunnskólum landsins. Hraði samfélagsins kallar á að allir nemendur þurfi að öðlast færni til að vinna sjálfstætt og að meta þá gnótt upplýsinga sem okkur berast á degi hverjum. Netið er flestum nútíma Íslendingum jafn nauðsynlegt og að eiga í sig og á. Þessi miðill er ekki hættulaus. Siðferði á netinu og hvernig umgangast skuli skrif á netinu lærist sumum of seint. Sjaldan verður okkur hugsað til þess hver sinnir menntun barnanna okkar í að vega og meta þessa kunnáttu sína og hver ber ábyrgð á að allir öðlist færni til að vinna með Netið og netmiðla. Einnig gleymist oft að undirstaða alls náms er læsi. Þó að allt nám sé mikilvægt þá er nauðsynlegt að skila nemendum út í lífið með kunnáttu og færni í upplýsingalæsi. Að þeirri kennslu kemur skólasafnið sem nú hefur víða verið skorið niður þannig að ekki eru keyptar bækur, hvorki skáldrit né fræðirit. Öll skólasöfn hafa mátt þola niðurskurð á starfsemi en þar sem ekki er starfsemi eru ekki líkur á að kennsla í upplýsingalæsi sé sem skyldi. Gott skólasafn styður við allt annað nám. Það á að koma að eflingu upplýsingalæsis og styðja við aðra læsisþætti í samvinnu við hinar ýmsu námsgreinar og styðja þannig bæði kennara og nemendur til samþætts náms. Staðsetning skiptir vissulega máli. Það dugar þó ekki ef skólasafnið er ekki vel mannað. Það skiptir máli að starfsmaður hafi menntun við hæfi og sé virkur í síbreytilegu skólasamfélagi. Þessi staða er sérstök þegar litið er til þess hversu mikið má bæta nám nemenda með bættri kennslu í upplýsinga- og tæknimennt. Gera má þeim námið mun léttara og áhugaverðara ef þeir ættu meira val um fjölbreyttar leiðir til náms. Einnig bætir það möguleika til framhaldsnáms og bættra starfskjara. Sá sem lærir að nýta skólasafn til upplýsingaöflunar og stuðnings við sitt nám er mun líklegri til að verða færari til að afla sér þekkingar á eigin forsendum og jafnvel til að halda við sinni menntun. Sú mötun á námsefni sem nú er algeng er vissulega oft fljótlegri leið og kannski ódýrari ef eingöngu er verið að hugsa um einn dag í einu. Mötunin verður þó til lengri tíma litið til þess að nemendur leita ekki lausna, þeir gefast auðveldlega upp, þá skortir færni til að efla þroska sinn sem virkir þjóðfélagsþegnar í síbreytilegu umhverfi. Við höfum ekki efni á að nemendur heltist úr lestinni á unglingsaldri vegna þess að námsframboðið hefur ekki mætt þörfum þeirra. Eflum skólasöfnin. Til þess þarf einungis áherslubreytingu og vitundarvakningu sem við höfum ekki efni á að draga mikið lengur.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun