Gildi skólabókasafna Siggerður Ólöf Sigurðardóttir skrifar 21. október 2011 06:00 Á tímum framfara og þróunar á flestum sviðum er merkilegt að skoða stöðu bókasafna í grunnskólum landsins. Hraði samfélagsins kallar á að allir nemendur þurfi að öðlast færni til að vinna sjálfstætt og að meta þá gnótt upplýsinga sem okkur berast á degi hverjum. Netið er flestum nútíma Íslendingum jafn nauðsynlegt og að eiga í sig og á. Þessi miðill er ekki hættulaus. Siðferði á netinu og hvernig umgangast skuli skrif á netinu lærist sumum of seint. Sjaldan verður okkur hugsað til þess hver sinnir menntun barnanna okkar í að vega og meta þessa kunnáttu sína og hver ber ábyrgð á að allir öðlist færni til að vinna með Netið og netmiðla. Einnig gleymist oft að undirstaða alls náms er læsi. Þó að allt nám sé mikilvægt þá er nauðsynlegt að skila nemendum út í lífið með kunnáttu og færni í upplýsingalæsi. Að þeirri kennslu kemur skólasafnið sem nú hefur víða verið skorið niður þannig að ekki eru keyptar bækur, hvorki skáldrit né fræðirit. Öll skólasöfn hafa mátt þola niðurskurð á starfsemi en þar sem ekki er starfsemi eru ekki líkur á að kennsla í upplýsingalæsi sé sem skyldi. Gott skólasafn styður við allt annað nám. Það á að koma að eflingu upplýsingalæsis og styðja við aðra læsisþætti í samvinnu við hinar ýmsu námsgreinar og styðja þannig bæði kennara og nemendur til samþætts náms. Staðsetning skiptir vissulega máli. Það dugar þó ekki ef skólasafnið er ekki vel mannað. Það skiptir máli að starfsmaður hafi menntun við hæfi og sé virkur í síbreytilegu skólasamfélagi. Þessi staða er sérstök þegar litið er til þess hversu mikið má bæta nám nemenda með bættri kennslu í upplýsinga- og tæknimennt. Gera má þeim námið mun léttara og áhugaverðara ef þeir ættu meira val um fjölbreyttar leiðir til náms. Einnig bætir það möguleika til framhaldsnáms og bættra starfskjara. Sá sem lærir að nýta skólasafn til upplýsingaöflunar og stuðnings við sitt nám er mun líklegri til að verða færari til að afla sér þekkingar á eigin forsendum og jafnvel til að halda við sinni menntun. Sú mötun á námsefni sem nú er algeng er vissulega oft fljótlegri leið og kannski ódýrari ef eingöngu er verið að hugsa um einn dag í einu. Mötunin verður þó til lengri tíma litið til þess að nemendur leita ekki lausna, þeir gefast auðveldlega upp, þá skortir færni til að efla þroska sinn sem virkir þjóðfélagsþegnar í síbreytilegu umhverfi. Við höfum ekki efni á að nemendur heltist úr lestinni á unglingsaldri vegna þess að námsframboðið hefur ekki mætt þörfum þeirra. Eflum skólasöfnin. Til þess þarf einungis áherslubreytingu og vitundarvakningu sem við höfum ekki efni á að draga mikið lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Á tímum framfara og þróunar á flestum sviðum er merkilegt að skoða stöðu bókasafna í grunnskólum landsins. Hraði samfélagsins kallar á að allir nemendur þurfi að öðlast færni til að vinna sjálfstætt og að meta þá gnótt upplýsinga sem okkur berast á degi hverjum. Netið er flestum nútíma Íslendingum jafn nauðsynlegt og að eiga í sig og á. Þessi miðill er ekki hættulaus. Siðferði á netinu og hvernig umgangast skuli skrif á netinu lærist sumum of seint. Sjaldan verður okkur hugsað til þess hver sinnir menntun barnanna okkar í að vega og meta þessa kunnáttu sína og hver ber ábyrgð á að allir öðlist færni til að vinna með Netið og netmiðla. Einnig gleymist oft að undirstaða alls náms er læsi. Þó að allt nám sé mikilvægt þá er nauðsynlegt að skila nemendum út í lífið með kunnáttu og færni í upplýsingalæsi. Að þeirri kennslu kemur skólasafnið sem nú hefur víða verið skorið niður þannig að ekki eru keyptar bækur, hvorki skáldrit né fræðirit. Öll skólasöfn hafa mátt þola niðurskurð á starfsemi en þar sem ekki er starfsemi eru ekki líkur á að kennsla í upplýsingalæsi sé sem skyldi. Gott skólasafn styður við allt annað nám. Það á að koma að eflingu upplýsingalæsis og styðja við aðra læsisþætti í samvinnu við hinar ýmsu námsgreinar og styðja þannig bæði kennara og nemendur til samþætts náms. Staðsetning skiptir vissulega máli. Það dugar þó ekki ef skólasafnið er ekki vel mannað. Það skiptir máli að starfsmaður hafi menntun við hæfi og sé virkur í síbreytilegu skólasamfélagi. Þessi staða er sérstök þegar litið er til þess hversu mikið má bæta nám nemenda með bættri kennslu í upplýsinga- og tæknimennt. Gera má þeim námið mun léttara og áhugaverðara ef þeir ættu meira val um fjölbreyttar leiðir til náms. Einnig bætir það möguleika til framhaldsnáms og bættra starfskjara. Sá sem lærir að nýta skólasafn til upplýsingaöflunar og stuðnings við sitt nám er mun líklegri til að verða færari til að afla sér þekkingar á eigin forsendum og jafnvel til að halda við sinni menntun. Sú mötun á námsefni sem nú er algeng er vissulega oft fljótlegri leið og kannski ódýrari ef eingöngu er verið að hugsa um einn dag í einu. Mötunin verður þó til lengri tíma litið til þess að nemendur leita ekki lausna, þeir gefast auðveldlega upp, þá skortir færni til að efla þroska sinn sem virkir þjóðfélagsþegnar í síbreytilegu umhverfi. Við höfum ekki efni á að nemendur heltist úr lestinni á unglingsaldri vegna þess að námsframboðið hefur ekki mætt þörfum þeirra. Eflum skólasöfnin. Til þess þarf einungis áherslubreytingu og vitundarvakningu sem við höfum ekki efni á að draga mikið lengur.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar