Gildi skólabókasafna Siggerður Ólöf Sigurðardóttir skrifar 21. október 2011 06:00 Á tímum framfara og þróunar á flestum sviðum er merkilegt að skoða stöðu bókasafna í grunnskólum landsins. Hraði samfélagsins kallar á að allir nemendur þurfi að öðlast færni til að vinna sjálfstætt og að meta þá gnótt upplýsinga sem okkur berast á degi hverjum. Netið er flestum nútíma Íslendingum jafn nauðsynlegt og að eiga í sig og á. Þessi miðill er ekki hættulaus. Siðferði á netinu og hvernig umgangast skuli skrif á netinu lærist sumum of seint. Sjaldan verður okkur hugsað til þess hver sinnir menntun barnanna okkar í að vega og meta þessa kunnáttu sína og hver ber ábyrgð á að allir öðlist færni til að vinna með Netið og netmiðla. Einnig gleymist oft að undirstaða alls náms er læsi. Þó að allt nám sé mikilvægt þá er nauðsynlegt að skila nemendum út í lífið með kunnáttu og færni í upplýsingalæsi. Að þeirri kennslu kemur skólasafnið sem nú hefur víða verið skorið niður þannig að ekki eru keyptar bækur, hvorki skáldrit né fræðirit. Öll skólasöfn hafa mátt þola niðurskurð á starfsemi en þar sem ekki er starfsemi eru ekki líkur á að kennsla í upplýsingalæsi sé sem skyldi. Gott skólasafn styður við allt annað nám. Það á að koma að eflingu upplýsingalæsis og styðja við aðra læsisþætti í samvinnu við hinar ýmsu námsgreinar og styðja þannig bæði kennara og nemendur til samþætts náms. Staðsetning skiptir vissulega máli. Það dugar þó ekki ef skólasafnið er ekki vel mannað. Það skiptir máli að starfsmaður hafi menntun við hæfi og sé virkur í síbreytilegu skólasamfélagi. Þessi staða er sérstök þegar litið er til þess hversu mikið má bæta nám nemenda með bættri kennslu í upplýsinga- og tæknimennt. Gera má þeim námið mun léttara og áhugaverðara ef þeir ættu meira val um fjölbreyttar leiðir til náms. Einnig bætir það möguleika til framhaldsnáms og bættra starfskjara. Sá sem lærir að nýta skólasafn til upplýsingaöflunar og stuðnings við sitt nám er mun líklegri til að verða færari til að afla sér þekkingar á eigin forsendum og jafnvel til að halda við sinni menntun. Sú mötun á námsefni sem nú er algeng er vissulega oft fljótlegri leið og kannski ódýrari ef eingöngu er verið að hugsa um einn dag í einu. Mötunin verður þó til lengri tíma litið til þess að nemendur leita ekki lausna, þeir gefast auðveldlega upp, þá skortir færni til að efla þroska sinn sem virkir þjóðfélagsþegnar í síbreytilegu umhverfi. Við höfum ekki efni á að nemendur heltist úr lestinni á unglingsaldri vegna þess að námsframboðið hefur ekki mætt þörfum þeirra. Eflum skólasöfnin. Til þess þarf einungis áherslubreytingu og vitundarvakningu sem við höfum ekki efni á að draga mikið lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á tímum framfara og þróunar á flestum sviðum er merkilegt að skoða stöðu bókasafna í grunnskólum landsins. Hraði samfélagsins kallar á að allir nemendur þurfi að öðlast færni til að vinna sjálfstætt og að meta þá gnótt upplýsinga sem okkur berast á degi hverjum. Netið er flestum nútíma Íslendingum jafn nauðsynlegt og að eiga í sig og á. Þessi miðill er ekki hættulaus. Siðferði á netinu og hvernig umgangast skuli skrif á netinu lærist sumum of seint. Sjaldan verður okkur hugsað til þess hver sinnir menntun barnanna okkar í að vega og meta þessa kunnáttu sína og hver ber ábyrgð á að allir öðlist færni til að vinna með Netið og netmiðla. Einnig gleymist oft að undirstaða alls náms er læsi. Þó að allt nám sé mikilvægt þá er nauðsynlegt að skila nemendum út í lífið með kunnáttu og færni í upplýsingalæsi. Að þeirri kennslu kemur skólasafnið sem nú hefur víða verið skorið niður þannig að ekki eru keyptar bækur, hvorki skáldrit né fræðirit. Öll skólasöfn hafa mátt þola niðurskurð á starfsemi en þar sem ekki er starfsemi eru ekki líkur á að kennsla í upplýsingalæsi sé sem skyldi. Gott skólasafn styður við allt annað nám. Það á að koma að eflingu upplýsingalæsis og styðja við aðra læsisþætti í samvinnu við hinar ýmsu námsgreinar og styðja þannig bæði kennara og nemendur til samþætts náms. Staðsetning skiptir vissulega máli. Það dugar þó ekki ef skólasafnið er ekki vel mannað. Það skiptir máli að starfsmaður hafi menntun við hæfi og sé virkur í síbreytilegu skólasamfélagi. Þessi staða er sérstök þegar litið er til þess hversu mikið má bæta nám nemenda með bættri kennslu í upplýsinga- og tæknimennt. Gera má þeim námið mun léttara og áhugaverðara ef þeir ættu meira val um fjölbreyttar leiðir til náms. Einnig bætir það möguleika til framhaldsnáms og bættra starfskjara. Sá sem lærir að nýta skólasafn til upplýsingaöflunar og stuðnings við sitt nám er mun líklegri til að verða færari til að afla sér þekkingar á eigin forsendum og jafnvel til að halda við sinni menntun. Sú mötun á námsefni sem nú er algeng er vissulega oft fljótlegri leið og kannski ódýrari ef eingöngu er verið að hugsa um einn dag í einu. Mötunin verður þó til lengri tíma litið til þess að nemendur leita ekki lausna, þeir gefast auðveldlega upp, þá skortir færni til að efla þroska sinn sem virkir þjóðfélagsþegnar í síbreytilegu umhverfi. Við höfum ekki efni á að nemendur heltist úr lestinni á unglingsaldri vegna þess að námsframboðið hefur ekki mætt þörfum þeirra. Eflum skólasöfnin. Til þess þarf einungis áherslubreytingu og vitundarvakningu sem við höfum ekki efni á að draga mikið lengur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun