Nýjar áherslur og nám kennara Jón Ágúst Þorsteinsson og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir skrifar 19. október 2011 15:00 Á Tækni- og hugverkaþingi 7. október sl. komu fram áhyggjur af stöðu og þróun menntamála hér á landi. Á undanförnum áratug höfum við menntað of fáa einstaklinga í tækni- og raunvísindum. Í dag er staðan því þannig að tækni- og hugverkafyrirtæki fá ekki tæknimenntað fólk til starfa. Greiðasta leið þessara fyrirtækja til að vaxa er að stofna dótturfyrirtæki erlendis og ráða þarlenda sérfræðinga. Fyrir framþróun og vöxt samfélagsins er þetta óásættanlegt ekki síst í ljósi þess að: - Atvinnuleysi á Íslandi var 6,7% í ágúst. - Stór hópur ungs fólks hefur eða er að mennta sig í greinum sem erfitt er að fá störf við á Íslandi. - Yfir 30% Íslendinga á starfsaldri hafa eingöngu grunnskólanám að baki sem er töluvert hærra hlutfall en í Skandinavíu og Norður Evrópu. Til viðbótar þessu alvarlega vandamáli varðandi menntun hér heima, eða skorti á henni, skilar unga fólkið sem hefur lokið framhaldsmenntun erlendis sér ekki endilega heim auk þess sem stór hluti þeirra sem flytja utan um þessar mundir er ungt, vel menntað fólk. Fyrsta skrefið af mörgum til úrbóta er að auka bæði gæði og magn raungreina- og stærðfræðikennslu í grunn- og framhaldsskólum og auka áherslu á nýsköpun. Forsendan er að menntun kennara sé í takti við þessar áherslur. Margoft hefur verið bent á að þeir sem fara í kennaranám velji sig frá stærðfræði og raungreinum á sinni skólagöngu og þar af leiðandi séu fáir kennarar á grunn- og framhaldsskólastigi sem hafa áhuga á þessum fræðum. Nú þegar verið er að lengja kennaranámið er tækifæri til að bæta úr þessu með því að auka sérhæfingu. Því ætti framlenging kennaranámsins mestmegnis að innihalda kennslu í raungreinum. Sú staðreynd blasir einnig við að nýjar námskrár á grunn- og framhaldsskólastigi endurspegla ekki mikilvægi þessara greina þrátt fyrir mikla umræðu í þá átt og úr því þarf að bæta. Við Íslendingar getum byggt upp gott, sterkt og öflugt samfélag ef við greinum vandann, tökum réttar ákvarðanir og skipuleggjum okkur vel á komandi mánuðum og árum. Við þurfum umfram allt að búa til mynd af því samfélagi sem við viljum skila til komandi kynslóða. Birtingarmyndin er öflug atvinnustefna sem fylgt er eftir með metnaðarfullri mennta- og velferðarstefnu til að minnsta kosti 20-30 ára. Þannig getum við skapað stöðugleika og velsæld á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á Tækni- og hugverkaþingi 7. október sl. komu fram áhyggjur af stöðu og þróun menntamála hér á landi. Á undanförnum áratug höfum við menntað of fáa einstaklinga í tækni- og raunvísindum. Í dag er staðan því þannig að tækni- og hugverkafyrirtæki fá ekki tæknimenntað fólk til starfa. Greiðasta leið þessara fyrirtækja til að vaxa er að stofna dótturfyrirtæki erlendis og ráða þarlenda sérfræðinga. Fyrir framþróun og vöxt samfélagsins er þetta óásættanlegt ekki síst í ljósi þess að: - Atvinnuleysi á Íslandi var 6,7% í ágúst. - Stór hópur ungs fólks hefur eða er að mennta sig í greinum sem erfitt er að fá störf við á Íslandi. - Yfir 30% Íslendinga á starfsaldri hafa eingöngu grunnskólanám að baki sem er töluvert hærra hlutfall en í Skandinavíu og Norður Evrópu. Til viðbótar þessu alvarlega vandamáli varðandi menntun hér heima, eða skorti á henni, skilar unga fólkið sem hefur lokið framhaldsmenntun erlendis sér ekki endilega heim auk þess sem stór hluti þeirra sem flytja utan um þessar mundir er ungt, vel menntað fólk. Fyrsta skrefið af mörgum til úrbóta er að auka bæði gæði og magn raungreina- og stærðfræðikennslu í grunn- og framhaldsskólum og auka áherslu á nýsköpun. Forsendan er að menntun kennara sé í takti við þessar áherslur. Margoft hefur verið bent á að þeir sem fara í kennaranám velji sig frá stærðfræði og raungreinum á sinni skólagöngu og þar af leiðandi séu fáir kennarar á grunn- og framhaldsskólastigi sem hafa áhuga á þessum fræðum. Nú þegar verið er að lengja kennaranámið er tækifæri til að bæta úr þessu með því að auka sérhæfingu. Því ætti framlenging kennaranámsins mestmegnis að innihalda kennslu í raungreinum. Sú staðreynd blasir einnig við að nýjar námskrár á grunn- og framhaldsskólastigi endurspegla ekki mikilvægi þessara greina þrátt fyrir mikla umræðu í þá átt og úr því þarf að bæta. Við Íslendingar getum byggt upp gott, sterkt og öflugt samfélag ef við greinum vandann, tökum réttar ákvarðanir og skipuleggjum okkur vel á komandi mánuðum og árum. Við þurfum umfram allt að búa til mynd af því samfélagi sem við viljum skila til komandi kynslóða. Birtingarmyndin er öflug atvinnustefna sem fylgt er eftir með metnaðarfullri mennta- og velferðarstefnu til að minnsta kosti 20-30 ára. Þannig getum við skapað stöðugleika og velsæld á Íslandi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun