Meira um nýjan Landspítala Eygló Ingadóttir skrifar 22. október 2011 06:00 Um fátt er eins mikið rætt um þessar mundir og nýbyggingu Landspítalans sem áætlað er að rísi við Hringbraut á næstu misserum og sýnist sitt hverjum. Hæst heyrist í efasemdaröddum; að við þurfum ekki meiri steypu, að flest heilbrigðisstarfsfólk sé farið til útlanda og að staðarvalið sé afleitt. En hvers vegna þurfum við nýjan Landspítala? Ein aðalástæðan er sú að undanfarna áratugi hefur mikil þróun átt sér stað í heilbrigðisvísindum sem kallar eftir því að sjúklingum standi einbýli með salerni til boða. Sjúklingar eru mun veikari en áður og því viðkvæmari fyrir sýkingum, sem stundum fylgja öðrum sjúklingum. Núverandi húsnæði Landspítalans er reist fyrir einfaldari heilbrigðisþjónustu heldur en rekin er í dag og fullnægir ekki þörfum mikið veikra einstaklinga. Það er gríðarlega mikilvægt að sameina bráðaþjónustu spítalans á einum stað, en nú er hún veitt á tveimur stöðum. Núverandi fyrirkomulag er slæmt, það ógnar öryggi sjúklinga og er dýrt. Með sameiningu fæst hagræðing í rekstri og meiri skilvirkni í þjónustu við sjúklinga. Það er langt síðan framtíðarstaðsetning Landspítalans var ákveðin og með það í huga var Barnaspítali Hringsins byggður og Hringbrautin færð. Ástæður staðarvalsins eru m.a. nálægð við háskólasvæðið og fjöldi nothæfra húsa sem fyrir eru á Landspítalalóðinni. Áhugavert er að 25% starfsmanna spítalans búa í göngufæri við hann og fjölmargir geta ferðast þangað á hjóli á tiltölulega stuttum tíma. Ég er sannfærð um að á komandi árum munu æ fleiri nýta sér vistvænan og heilsusamlegan ferðamáta til þess að komast til vinnu á Landspítala. Engu að síður er viðbúið að á annatímum verði þung umferð í kringum spítalann og það er áhyggjuefni. Fyrir nokkrum árum voru uppi áætlanir um að byggja 120.000 m² sjúkrahús við Landspítalann og rífa talsvert af eldri húsum á svæðinu. Eftir efnahagshrunið voru allar áætlanir endurskoðaðar og lögð áhersla á að sameina bráðastarfsemina á einum stað. Nú á að byggja um 66.000 m² og nýta og lagfæra eldri byggingar. Það er því enginn bragur kenndur við árið 2007 á nýja Landspítalanum sem rísa á við Hringbraut, heldur er hagkvæmni og skynsemi höfð að leiðarljósi. Fjölmargt heilbrigðisstarfsfólk í fremstu röð er enn að störfum á Landspítalanum. Þar er verið að hjúkra, líkna og lækna, rannsaka og kenna. Með nýjum Landspítala munum við geta sinnt störfum okkar betur en áður og aðbúnaður sjúklinga verður mun betri. Þrátt fyrir tímabundna efnahagserfiðleika megum við ekki hætta að hugsa til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Um fátt er eins mikið rætt um þessar mundir og nýbyggingu Landspítalans sem áætlað er að rísi við Hringbraut á næstu misserum og sýnist sitt hverjum. Hæst heyrist í efasemdaröddum; að við þurfum ekki meiri steypu, að flest heilbrigðisstarfsfólk sé farið til útlanda og að staðarvalið sé afleitt. En hvers vegna þurfum við nýjan Landspítala? Ein aðalástæðan er sú að undanfarna áratugi hefur mikil þróun átt sér stað í heilbrigðisvísindum sem kallar eftir því að sjúklingum standi einbýli með salerni til boða. Sjúklingar eru mun veikari en áður og því viðkvæmari fyrir sýkingum, sem stundum fylgja öðrum sjúklingum. Núverandi húsnæði Landspítalans er reist fyrir einfaldari heilbrigðisþjónustu heldur en rekin er í dag og fullnægir ekki þörfum mikið veikra einstaklinga. Það er gríðarlega mikilvægt að sameina bráðaþjónustu spítalans á einum stað, en nú er hún veitt á tveimur stöðum. Núverandi fyrirkomulag er slæmt, það ógnar öryggi sjúklinga og er dýrt. Með sameiningu fæst hagræðing í rekstri og meiri skilvirkni í þjónustu við sjúklinga. Það er langt síðan framtíðarstaðsetning Landspítalans var ákveðin og með það í huga var Barnaspítali Hringsins byggður og Hringbrautin færð. Ástæður staðarvalsins eru m.a. nálægð við háskólasvæðið og fjöldi nothæfra húsa sem fyrir eru á Landspítalalóðinni. Áhugavert er að 25% starfsmanna spítalans búa í göngufæri við hann og fjölmargir geta ferðast þangað á hjóli á tiltölulega stuttum tíma. Ég er sannfærð um að á komandi árum munu æ fleiri nýta sér vistvænan og heilsusamlegan ferðamáta til þess að komast til vinnu á Landspítala. Engu að síður er viðbúið að á annatímum verði þung umferð í kringum spítalann og það er áhyggjuefni. Fyrir nokkrum árum voru uppi áætlanir um að byggja 120.000 m² sjúkrahús við Landspítalann og rífa talsvert af eldri húsum á svæðinu. Eftir efnahagshrunið voru allar áætlanir endurskoðaðar og lögð áhersla á að sameina bráðastarfsemina á einum stað. Nú á að byggja um 66.000 m² og nýta og lagfæra eldri byggingar. Það er því enginn bragur kenndur við árið 2007 á nýja Landspítalanum sem rísa á við Hringbraut, heldur er hagkvæmni og skynsemi höfð að leiðarljósi. Fjölmargt heilbrigðisstarfsfólk í fremstu röð er enn að störfum á Landspítalanum. Þar er verið að hjúkra, líkna og lækna, rannsaka og kenna. Með nýjum Landspítala munum við geta sinnt störfum okkar betur en áður og aðbúnaður sjúklinga verður mun betri. Þrátt fyrir tímabundna efnahagserfiðleika megum við ekki hætta að hugsa til framtíðar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun