Meira um nýjan Landspítala Eygló Ingadóttir skrifar 22. október 2011 06:00 Um fátt er eins mikið rætt um þessar mundir og nýbyggingu Landspítalans sem áætlað er að rísi við Hringbraut á næstu misserum og sýnist sitt hverjum. Hæst heyrist í efasemdaröddum; að við þurfum ekki meiri steypu, að flest heilbrigðisstarfsfólk sé farið til útlanda og að staðarvalið sé afleitt. En hvers vegna þurfum við nýjan Landspítala? Ein aðalástæðan er sú að undanfarna áratugi hefur mikil þróun átt sér stað í heilbrigðisvísindum sem kallar eftir því að sjúklingum standi einbýli með salerni til boða. Sjúklingar eru mun veikari en áður og því viðkvæmari fyrir sýkingum, sem stundum fylgja öðrum sjúklingum. Núverandi húsnæði Landspítalans er reist fyrir einfaldari heilbrigðisþjónustu heldur en rekin er í dag og fullnægir ekki þörfum mikið veikra einstaklinga. Það er gríðarlega mikilvægt að sameina bráðaþjónustu spítalans á einum stað, en nú er hún veitt á tveimur stöðum. Núverandi fyrirkomulag er slæmt, það ógnar öryggi sjúklinga og er dýrt. Með sameiningu fæst hagræðing í rekstri og meiri skilvirkni í þjónustu við sjúklinga. Það er langt síðan framtíðarstaðsetning Landspítalans var ákveðin og með það í huga var Barnaspítali Hringsins byggður og Hringbrautin færð. Ástæður staðarvalsins eru m.a. nálægð við háskólasvæðið og fjöldi nothæfra húsa sem fyrir eru á Landspítalalóðinni. Áhugavert er að 25% starfsmanna spítalans búa í göngufæri við hann og fjölmargir geta ferðast þangað á hjóli á tiltölulega stuttum tíma. Ég er sannfærð um að á komandi árum munu æ fleiri nýta sér vistvænan og heilsusamlegan ferðamáta til þess að komast til vinnu á Landspítala. Engu að síður er viðbúið að á annatímum verði þung umferð í kringum spítalann og það er áhyggjuefni. Fyrir nokkrum árum voru uppi áætlanir um að byggja 120.000 m² sjúkrahús við Landspítalann og rífa talsvert af eldri húsum á svæðinu. Eftir efnahagshrunið voru allar áætlanir endurskoðaðar og lögð áhersla á að sameina bráðastarfsemina á einum stað. Nú á að byggja um 66.000 m² og nýta og lagfæra eldri byggingar. Það er því enginn bragur kenndur við árið 2007 á nýja Landspítalanum sem rísa á við Hringbraut, heldur er hagkvæmni og skynsemi höfð að leiðarljósi. Fjölmargt heilbrigðisstarfsfólk í fremstu röð er enn að störfum á Landspítalanum. Þar er verið að hjúkra, líkna og lækna, rannsaka og kenna. Með nýjum Landspítala munum við geta sinnt störfum okkar betur en áður og aðbúnaður sjúklinga verður mun betri. Þrátt fyrir tímabundna efnahagserfiðleika megum við ekki hætta að hugsa til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Um fátt er eins mikið rætt um þessar mundir og nýbyggingu Landspítalans sem áætlað er að rísi við Hringbraut á næstu misserum og sýnist sitt hverjum. Hæst heyrist í efasemdaröddum; að við þurfum ekki meiri steypu, að flest heilbrigðisstarfsfólk sé farið til útlanda og að staðarvalið sé afleitt. En hvers vegna þurfum við nýjan Landspítala? Ein aðalástæðan er sú að undanfarna áratugi hefur mikil þróun átt sér stað í heilbrigðisvísindum sem kallar eftir því að sjúklingum standi einbýli með salerni til boða. Sjúklingar eru mun veikari en áður og því viðkvæmari fyrir sýkingum, sem stundum fylgja öðrum sjúklingum. Núverandi húsnæði Landspítalans er reist fyrir einfaldari heilbrigðisþjónustu heldur en rekin er í dag og fullnægir ekki þörfum mikið veikra einstaklinga. Það er gríðarlega mikilvægt að sameina bráðaþjónustu spítalans á einum stað, en nú er hún veitt á tveimur stöðum. Núverandi fyrirkomulag er slæmt, það ógnar öryggi sjúklinga og er dýrt. Með sameiningu fæst hagræðing í rekstri og meiri skilvirkni í þjónustu við sjúklinga. Það er langt síðan framtíðarstaðsetning Landspítalans var ákveðin og með það í huga var Barnaspítali Hringsins byggður og Hringbrautin færð. Ástæður staðarvalsins eru m.a. nálægð við háskólasvæðið og fjöldi nothæfra húsa sem fyrir eru á Landspítalalóðinni. Áhugavert er að 25% starfsmanna spítalans búa í göngufæri við hann og fjölmargir geta ferðast þangað á hjóli á tiltölulega stuttum tíma. Ég er sannfærð um að á komandi árum munu æ fleiri nýta sér vistvænan og heilsusamlegan ferðamáta til þess að komast til vinnu á Landspítala. Engu að síður er viðbúið að á annatímum verði þung umferð í kringum spítalann og það er áhyggjuefni. Fyrir nokkrum árum voru uppi áætlanir um að byggja 120.000 m² sjúkrahús við Landspítalann og rífa talsvert af eldri húsum á svæðinu. Eftir efnahagshrunið voru allar áætlanir endurskoðaðar og lögð áhersla á að sameina bráðastarfsemina á einum stað. Nú á að byggja um 66.000 m² og nýta og lagfæra eldri byggingar. Það er því enginn bragur kenndur við árið 2007 á nýja Landspítalanum sem rísa á við Hringbraut, heldur er hagkvæmni og skynsemi höfð að leiðarljósi. Fjölmargt heilbrigðisstarfsfólk í fremstu röð er enn að störfum á Landspítalanum. Þar er verið að hjúkra, líkna og lækna, rannsaka og kenna. Með nýjum Landspítala munum við geta sinnt störfum okkar betur en áður og aðbúnaður sjúklinga verður mun betri. Þrátt fyrir tímabundna efnahagserfiðleika megum við ekki hætta að hugsa til framtíðar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun