Ósanngjarn skattur Lýður Þorgeirsson skrifar 21. október 2011 16:00 Við Íslendingar finnum á eigin skinni hversu háir bifreiðaskattar eru. Sá sem flytur inn bifreið þarf að standa skil á aragrúa síhækkandi gjalda. Ein birtingarmynd þeirrar skattastefnu er að endurnýjun bílaflota landsmanna hefur nánast verið stöðvuð og má því segja að meðalaldur bílflotans aukist nánast um eitt ár á ári. Er svo nú komið að bílafloti landsins er einn sá elsti í allri Evrópu. Önnur afleiðing þessarar opinberu neyslustýringar er að þær fáu bifreiðar sem fluttar eru til landsins virðast frekar hannaðar til aksturs á vel snyrtum golfvöllum erlendis en á íslenskum þjóðvegum. Af bifreiðasköttunum eru svokölluð vörugjöld langhæst og munu halda áfram að hækka í þrepum til ársins 2013. Þá munu hæstu gjaldflokkarnir teygja sig upp í 65% af kostnaði við bifreiðina á hafnarbakka. Við tollinn bætist svo hæsti virðisaukaskattur á byggðu bóli 25,5% og reytingur af öðrum gjöldum svo sem umferðaröryggisgjald og nýskráningargjald. Niðurstaðan er sú að hér kostar nýr og öruggur fjölskyldujeppi rúmlega tvöfalt það sem hann kostar fjölskyldur t.a.m. í Bandaríkjunum. Þar að auki þrefalda stjórnvöld verð á eldsneytinu með flóru af tollum, gjöldum og öðrum sköttum. Bensínlítrinn kostar því hér á landi nú um 230 krónur í sjálfsafgreiðslu en til samanburðar blöskrar íbúum Massachusetts fylkis 110 króna verðmiði á bensínlítranum sín megin Atlantsála. Til viðbótar ofangreindu rukka stjórnvöld svo sérstakt árlegt bifreiðagjald. Tómt mál er að rökstyðja þessa háu skatta með því að þeir séu nauðsynlegir til að standa undir kostnaði við vegagerð. Þeim sem fylgst hafa með þjóðmálum er það ljóst að skattfénu hefur hingað til að stórum hluta verið varið í dýrar framkvæmdir á landsbyggðinni. Eins og allir þekkja ráða önnur sjónarmið en hagsmunir almennra bifreiðaeigenda þar för og því torsótt að ætlast til að bifreiðaeigendur greiði fyrir þær framkvæmdir frekar en aðrir. Núverandi skattastefna bitnar helst á því fjölskyldufólki sem minnst hefur á milli handanna og neyðist til að búa langt frá vinnu; venjulegum íbúum þessa lands sem skutla börnum sínum á íþróttaæfingar, drýgja tekjurnar með akstri í lágvöruverðsverslanir, sem kjósa öruggt farartæki fyrir fjölskyldu sína, landsbyggðarfólki og þeim sem verða að komast leiðar sinnar í öllum veðrum. Sá ágæti hópur virðist ekki eiga sér neinn málsvara nú um stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar finnum á eigin skinni hversu háir bifreiðaskattar eru. Sá sem flytur inn bifreið þarf að standa skil á aragrúa síhækkandi gjalda. Ein birtingarmynd þeirrar skattastefnu er að endurnýjun bílaflota landsmanna hefur nánast verið stöðvuð og má því segja að meðalaldur bílflotans aukist nánast um eitt ár á ári. Er svo nú komið að bílafloti landsins er einn sá elsti í allri Evrópu. Önnur afleiðing þessarar opinberu neyslustýringar er að þær fáu bifreiðar sem fluttar eru til landsins virðast frekar hannaðar til aksturs á vel snyrtum golfvöllum erlendis en á íslenskum þjóðvegum. Af bifreiðasköttunum eru svokölluð vörugjöld langhæst og munu halda áfram að hækka í þrepum til ársins 2013. Þá munu hæstu gjaldflokkarnir teygja sig upp í 65% af kostnaði við bifreiðina á hafnarbakka. Við tollinn bætist svo hæsti virðisaukaskattur á byggðu bóli 25,5% og reytingur af öðrum gjöldum svo sem umferðaröryggisgjald og nýskráningargjald. Niðurstaðan er sú að hér kostar nýr og öruggur fjölskyldujeppi rúmlega tvöfalt það sem hann kostar fjölskyldur t.a.m. í Bandaríkjunum. Þar að auki þrefalda stjórnvöld verð á eldsneytinu með flóru af tollum, gjöldum og öðrum sköttum. Bensínlítrinn kostar því hér á landi nú um 230 krónur í sjálfsafgreiðslu en til samanburðar blöskrar íbúum Massachusetts fylkis 110 króna verðmiði á bensínlítranum sín megin Atlantsála. Til viðbótar ofangreindu rukka stjórnvöld svo sérstakt árlegt bifreiðagjald. Tómt mál er að rökstyðja þessa háu skatta með því að þeir séu nauðsynlegir til að standa undir kostnaði við vegagerð. Þeim sem fylgst hafa með þjóðmálum er það ljóst að skattfénu hefur hingað til að stórum hluta verið varið í dýrar framkvæmdir á landsbyggðinni. Eins og allir þekkja ráða önnur sjónarmið en hagsmunir almennra bifreiðaeigenda þar för og því torsótt að ætlast til að bifreiðaeigendur greiði fyrir þær framkvæmdir frekar en aðrir. Núverandi skattastefna bitnar helst á því fjölskyldufólki sem minnst hefur á milli handanna og neyðist til að búa langt frá vinnu; venjulegum íbúum þessa lands sem skutla börnum sínum á íþróttaæfingar, drýgja tekjurnar með akstri í lágvöruverðsverslanir, sem kjósa öruggt farartæki fyrir fjölskyldu sína, landsbyggðarfólki og þeim sem verða að komast leiðar sinnar í öllum veðrum. Sá ágæti hópur virðist ekki eiga sér neinn málsvara nú um stundir.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun