Ósanngjarn skattur Lýður Þorgeirsson skrifar 21. október 2011 16:00 Við Íslendingar finnum á eigin skinni hversu háir bifreiðaskattar eru. Sá sem flytur inn bifreið þarf að standa skil á aragrúa síhækkandi gjalda. Ein birtingarmynd þeirrar skattastefnu er að endurnýjun bílaflota landsmanna hefur nánast verið stöðvuð og má því segja að meðalaldur bílflotans aukist nánast um eitt ár á ári. Er svo nú komið að bílafloti landsins er einn sá elsti í allri Evrópu. Önnur afleiðing þessarar opinberu neyslustýringar er að þær fáu bifreiðar sem fluttar eru til landsins virðast frekar hannaðar til aksturs á vel snyrtum golfvöllum erlendis en á íslenskum þjóðvegum. Af bifreiðasköttunum eru svokölluð vörugjöld langhæst og munu halda áfram að hækka í þrepum til ársins 2013. Þá munu hæstu gjaldflokkarnir teygja sig upp í 65% af kostnaði við bifreiðina á hafnarbakka. Við tollinn bætist svo hæsti virðisaukaskattur á byggðu bóli 25,5% og reytingur af öðrum gjöldum svo sem umferðaröryggisgjald og nýskráningargjald. Niðurstaðan er sú að hér kostar nýr og öruggur fjölskyldujeppi rúmlega tvöfalt það sem hann kostar fjölskyldur t.a.m. í Bandaríkjunum. Þar að auki þrefalda stjórnvöld verð á eldsneytinu með flóru af tollum, gjöldum og öðrum sköttum. Bensínlítrinn kostar því hér á landi nú um 230 krónur í sjálfsafgreiðslu en til samanburðar blöskrar íbúum Massachusetts fylkis 110 króna verðmiði á bensínlítranum sín megin Atlantsála. Til viðbótar ofangreindu rukka stjórnvöld svo sérstakt árlegt bifreiðagjald. Tómt mál er að rökstyðja þessa háu skatta með því að þeir séu nauðsynlegir til að standa undir kostnaði við vegagerð. Þeim sem fylgst hafa með þjóðmálum er það ljóst að skattfénu hefur hingað til að stórum hluta verið varið í dýrar framkvæmdir á landsbyggðinni. Eins og allir þekkja ráða önnur sjónarmið en hagsmunir almennra bifreiðaeigenda þar för og því torsótt að ætlast til að bifreiðaeigendur greiði fyrir þær framkvæmdir frekar en aðrir. Núverandi skattastefna bitnar helst á því fjölskyldufólki sem minnst hefur á milli handanna og neyðist til að búa langt frá vinnu; venjulegum íbúum þessa lands sem skutla börnum sínum á íþróttaæfingar, drýgja tekjurnar með akstri í lágvöruverðsverslanir, sem kjósa öruggt farartæki fyrir fjölskyldu sína, landsbyggðarfólki og þeim sem verða að komast leiðar sinnar í öllum veðrum. Sá ágæti hópur virðist ekki eiga sér neinn málsvara nú um stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Við Íslendingar finnum á eigin skinni hversu háir bifreiðaskattar eru. Sá sem flytur inn bifreið þarf að standa skil á aragrúa síhækkandi gjalda. Ein birtingarmynd þeirrar skattastefnu er að endurnýjun bílaflota landsmanna hefur nánast verið stöðvuð og má því segja að meðalaldur bílflotans aukist nánast um eitt ár á ári. Er svo nú komið að bílafloti landsins er einn sá elsti í allri Evrópu. Önnur afleiðing þessarar opinberu neyslustýringar er að þær fáu bifreiðar sem fluttar eru til landsins virðast frekar hannaðar til aksturs á vel snyrtum golfvöllum erlendis en á íslenskum þjóðvegum. Af bifreiðasköttunum eru svokölluð vörugjöld langhæst og munu halda áfram að hækka í þrepum til ársins 2013. Þá munu hæstu gjaldflokkarnir teygja sig upp í 65% af kostnaði við bifreiðina á hafnarbakka. Við tollinn bætist svo hæsti virðisaukaskattur á byggðu bóli 25,5% og reytingur af öðrum gjöldum svo sem umferðaröryggisgjald og nýskráningargjald. Niðurstaðan er sú að hér kostar nýr og öruggur fjölskyldujeppi rúmlega tvöfalt það sem hann kostar fjölskyldur t.a.m. í Bandaríkjunum. Þar að auki þrefalda stjórnvöld verð á eldsneytinu með flóru af tollum, gjöldum og öðrum sköttum. Bensínlítrinn kostar því hér á landi nú um 230 krónur í sjálfsafgreiðslu en til samanburðar blöskrar íbúum Massachusetts fylkis 110 króna verðmiði á bensínlítranum sín megin Atlantsála. Til viðbótar ofangreindu rukka stjórnvöld svo sérstakt árlegt bifreiðagjald. Tómt mál er að rökstyðja þessa háu skatta með því að þeir séu nauðsynlegir til að standa undir kostnaði við vegagerð. Þeim sem fylgst hafa með þjóðmálum er það ljóst að skattfénu hefur hingað til að stórum hluta verið varið í dýrar framkvæmdir á landsbyggðinni. Eins og allir þekkja ráða önnur sjónarmið en hagsmunir almennra bifreiðaeigenda þar för og því torsótt að ætlast til að bifreiðaeigendur greiði fyrir þær framkvæmdir frekar en aðrir. Núverandi skattastefna bitnar helst á því fjölskyldufólki sem minnst hefur á milli handanna og neyðist til að búa langt frá vinnu; venjulegum íbúum þessa lands sem skutla börnum sínum á íþróttaæfingar, drýgja tekjurnar með akstri í lágvöruverðsverslanir, sem kjósa öruggt farartæki fyrir fjölskyldu sína, landsbyggðarfólki og þeim sem verða að komast leiðar sinnar í öllum veðrum. Sá ágæti hópur virðist ekki eiga sér neinn málsvara nú um stundir.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun