Skortur á tíma til rannsókna Steinþór Skúlason skrifar 15. október 2011 08:15 Þórólfur prófessor Matthíasson er harðskeyttur gagnrýnandi íslensks landbúnaðar. Það má hver hafa sína skoðun á landbúnaði eins og öðrum málum en ekki er hjá því komist að gera verulegar athugasemdir við ýmislegt í málflutningi hans. Í grein í Bændablaðinu 29. september fór undirritaður með rökstuddum hætti yfir skrif Þórólfs í sama blaði 1. september síðastliðinn. Þórólfur fullyrti að ekki væri hægt að bera saman útflutningsverð kindakjöts við heilskrokkaverð til bænda. Þetta er rangt hjá honum eins og útflutningsskýrslur sýna. Þórólfur fullyrti að afurðastöðvum væri ekki lengur heimilt að verðfella kjöt til útflutnings. Þetta er rangt hjá honum. Afurðaverð er frjálst og þar með einnig hvað greitt er fyrir útflutning. Þórólfur fullyrti að innanlandsmarkaður hefði gleypt við öllu því magni sem flutt var út ef verð hefði verið lækkað um 10-20%. Þetta er rangt hjá honum eins og dæmi um verðteygni kjöts á innanlandsmarkaði sýnir. Í svargrein í Fréttablaðinu hinn 8. október síðastliðinn kýs Þórólfur að svara engu af þessu enda getur hann það ekki. Þórólfur byrjar á því að gagnrýna að undirritaður hafi notað tölur Hagstofunnar en ekki gögn SS um útflutning og spyr hvers vegna ekki sé upplýst um útflutningsverð SS á ærkjöti í heilum skrokkum. Væntanlega á Þórólfur við útflutningsverð SS á kindakjöti en ekki ærkjöti því þær tölur sem vitnað var til voru um kindakjöt og kindakjötsafurðir. Kindakjöt er samheiti um dilkakjöt og ærkjöt en þessi ónákvæmni er skiljanleg og minniháttar. Það er auðvelt að upplýsa um tölur frá SS en hvernig er hægt að byggja umræðu á gögnum sem einn hefur aðgang að en aðrir ekki? Að sjálfsögðu verður umræðan að byggjast á gögnum sem eru öllum aðgengileg enda snúast þessi skoðanaskipti ekki um SS heldur um landbúnaðinn og útflutning kindakjöts í heild sinni. Þórólfur heldur áfram og spyr hvort hugsanlegt sé að SS sé að selja kjöt til útlanda með stórfelldu tapi. Það má setja sig í heimspekilegar stellingar og segja að æði margt sé hugsanlegt. En í grein undirritaðs í Bændablaðinu var upplýst að undanfarin tvö ár hefði SS fengið hærra verð fyrir útflutt kindakjöt en það sem selt hefur verið innanlands. Og miðað við útflutningsverð og verð til bænda er ljóst að viðunandi framlegð var af þessu viðbótarmagni og það ekki selt með tapi. Áfram heldur Þórólfur með furðulega staðhæfingu um að neytendur eigi rétt á upplýsingum um útflutningsverð SS því SS gæti verið að halda kjöti frá innanlandsmarkaði til að hækka verð innanlands. Það hefur líklega farið alveg framhjá Þórólfi að í umræðu um meintan kjötskort seinni hluta síðasta sumars sendi SS oftar en einu sinni frá sér upplýsingar um að félagið ætti nóg af kjöti og hefði gætt þess að takmarka útflutning til að sinna innanlandsmarkaði. Í þessu samhengi er einnig gott fyrir Þórólf að hafa í huga að SS er með innan við 20% af sauðfjárslátrun landsins og hvorki með vilja né getu til að spila með markaðinn eins og hann telur mögulegt að SS geri. Þessi rökleiðsla Þórólfs sem hefst á því hvort eitthvað sé hugsanlegt og endar svo með staðhæfingu um mögulegt kolólöglegt athæfi er æft og útsmogið áróðursbragð. Þórólfur mótmælir tölum um framlegð sem sóttar voru í búreikninga og telur að þar séu vantaldir margir kostnaðarliðir sem geri að breytilegur kostnaður sé allt annar og meiri en búreikningar segi og þess vegna sé stórfellt tap á útflutningi kindakjöts. Það má til sanns vegar færa að hluti af þeim kostnaðarliðum sem Þórólfur telur vantalda séu breytilegir eða hálfbreytilegir kostnaðarliðir þó að þeir hafi ekki verið taldir breytilegir í útreikningi á framlegð í búreikningum. Ákvörðun hvers bónda að framleiða aukalega til útflutnings eða ekki byggir ekki á hagfræðiskilgreiningum heldur þeirri gullnu reglu að ef ákvörðun hefur ekki áhrif á kostnaðarlið á kostnaðarliður ekki að hafa áhrif á ákvörðun. Með öðrum orðum verður hver og einn bóndi að meta hvaða kostnaðarliðir breytast og hverjir ekki ef hann tekur ákvörðun um að framleiða meira magn sem leiðir til útflutnings. Einu tekjur bóndans af útflutningi eru afurðastöðvaverðið þar sem stuðningur ríkisins er fastur og ótengdur magni og því verður það verð sem bóndinn fær frá afurðastöðinni fyrir útflutning að vera hærra en breytilegur kostnaður bóndans við útflutninginn til að framleiðslan borgi sig. En málið er síðan flóknara en þetta vegna þess að við slátrun verða eigendaskipti á kjötinu, sem eftir það er í eigu og á ábyrgð sláturleyfishafa sem reyna væntanlega hver fyrir sig að hámarka það skilaverð sem þeir geta fengið og flytja út eða ekki eftir því sem hver telur hagkvæmast. Miðað við tölur um útflutningsverð og verð til bænda er ljóst að sláturleyfishafar hafa ávinning af þeirri framlegð sem aukin framleiðsla skilar þeim, sem hjálpar þeim svo aftur að greiða bændum hærra verð. Það verður einnig að álykta að bændur hafi ávinning af útflutningi og þær tekjur séu meiri en breytileg gjöld því annars myndu þeir draga úr framleiðslu. Það er hins vegar rétt og viðurkennd sú niðurstaða Þórólfs að sauðfjárframleiðsla á Íslandi stendur ekki undir sér án ríkisstuðnings en mörg góð rök eru fyrir þeim stuðningi. Þórólfur fer víða með málflutning sinn og í 31. tbl. Vísbendingar 9. september síðastliðinn fer hann löngum orðum um áætlunarbúskap Sovétríkjanna sálugu og heimfærir hann svo upp á hluta íslensks landbúnaðar. Það er þekkt áróðursbragð að draga fram neikvæða fyrirmynd sem lesendur þekkja og heimfæra hana á það sem gagnrýna skal til að móta neikvæða afstöðu lesenda. Þessi sovéski áætlunarbúskapur er hvergi til í íslenskri kjötframleiðslu. Öll framleiðsla á kjöti er frjáls. Verðlagning á öllu kjöti er frjáls og engar nefndir eru til staðar sem hafa nokkurt vald í þessum efnum. Það er því rangt hjá Þórólfi að halda því fram að áætlunarbúskapur sé í íslenskri sauðfjárframleiðslu. Þórólfur seilist langt í að sverta stöðu sauðfjárræktar og leggur reiknaðan kostnað við afréttarbeit við framleiðslukostnað. Þessi reiknaði kostnaður er tilbúningur Þórólfs og á sér enga stoð enda hafa bændur notað afréttina frá upphafi Íslandsbyggðar og ekki hægt að byggja umræðu á slíku. Í sömu grein fer Þórólfur enn og aftur með rangt mál er hann fullyrðir að samkeppni við óhefðbundnar greinar á borð við svín og kjúkling sé takmörkuð með því að leggja skatt á fóður fyrir þær greinar en aðföng fyrir mjólkur- og sauðfjárframleiðendur séu niðurgreidd. Samkvæmt reglugerð 431/1996 með síðari breytingum er gjald sem lagt er á hráefni til fóðurgerðar endurgreitt að fullu, sem og gjald sem lagt er á innfluttar fóðurblöndur sem fluttar eru inn frá löndum EES. Því er engin raunveruleg gjaldtaka af kjarnfóðri til staðar. Þórólfur heldur því einnig fram að aðföng fyrir mjólkur- og sauðfjárframleiðendur séu niðurgreidd. Þetta er einnig rangt hjá honum nema hann búi yfir upplýsingum sem aðrir hafa ekki. Í þessum greinum Þórólfs sem nefndar hafa verið eru sex til sjö rangar fullyrðingar og tvö ómálefnaleg áróðursbrögð. Það hvarflar ekki að nokkrum manni að Þórólfur sé viljandi að afvegaleiða lesendur heldur hlýtur skýringin að liggja í skorti á tíma til rannsókna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þórólfur prófessor Matthíasson er harðskeyttur gagnrýnandi íslensks landbúnaðar. Það má hver hafa sína skoðun á landbúnaði eins og öðrum málum en ekki er hjá því komist að gera verulegar athugasemdir við ýmislegt í málflutningi hans. Í grein í Bændablaðinu 29. september fór undirritaður með rökstuddum hætti yfir skrif Þórólfs í sama blaði 1. september síðastliðinn. Þórólfur fullyrti að ekki væri hægt að bera saman útflutningsverð kindakjöts við heilskrokkaverð til bænda. Þetta er rangt hjá honum eins og útflutningsskýrslur sýna. Þórólfur fullyrti að afurðastöðvum væri ekki lengur heimilt að verðfella kjöt til útflutnings. Þetta er rangt hjá honum. Afurðaverð er frjálst og þar með einnig hvað greitt er fyrir útflutning. Þórólfur fullyrti að innanlandsmarkaður hefði gleypt við öllu því magni sem flutt var út ef verð hefði verið lækkað um 10-20%. Þetta er rangt hjá honum eins og dæmi um verðteygni kjöts á innanlandsmarkaði sýnir. Í svargrein í Fréttablaðinu hinn 8. október síðastliðinn kýs Þórólfur að svara engu af þessu enda getur hann það ekki. Þórólfur byrjar á því að gagnrýna að undirritaður hafi notað tölur Hagstofunnar en ekki gögn SS um útflutning og spyr hvers vegna ekki sé upplýst um útflutningsverð SS á ærkjöti í heilum skrokkum. Væntanlega á Þórólfur við útflutningsverð SS á kindakjöti en ekki ærkjöti því þær tölur sem vitnað var til voru um kindakjöt og kindakjötsafurðir. Kindakjöt er samheiti um dilkakjöt og ærkjöt en þessi ónákvæmni er skiljanleg og minniháttar. Það er auðvelt að upplýsa um tölur frá SS en hvernig er hægt að byggja umræðu á gögnum sem einn hefur aðgang að en aðrir ekki? Að sjálfsögðu verður umræðan að byggjast á gögnum sem eru öllum aðgengileg enda snúast þessi skoðanaskipti ekki um SS heldur um landbúnaðinn og útflutning kindakjöts í heild sinni. Þórólfur heldur áfram og spyr hvort hugsanlegt sé að SS sé að selja kjöt til útlanda með stórfelldu tapi. Það má setja sig í heimspekilegar stellingar og segja að æði margt sé hugsanlegt. En í grein undirritaðs í Bændablaðinu var upplýst að undanfarin tvö ár hefði SS fengið hærra verð fyrir útflutt kindakjöt en það sem selt hefur verið innanlands. Og miðað við útflutningsverð og verð til bænda er ljóst að viðunandi framlegð var af þessu viðbótarmagni og það ekki selt með tapi. Áfram heldur Þórólfur með furðulega staðhæfingu um að neytendur eigi rétt á upplýsingum um útflutningsverð SS því SS gæti verið að halda kjöti frá innanlandsmarkaði til að hækka verð innanlands. Það hefur líklega farið alveg framhjá Þórólfi að í umræðu um meintan kjötskort seinni hluta síðasta sumars sendi SS oftar en einu sinni frá sér upplýsingar um að félagið ætti nóg af kjöti og hefði gætt þess að takmarka útflutning til að sinna innanlandsmarkaði. Í þessu samhengi er einnig gott fyrir Þórólf að hafa í huga að SS er með innan við 20% af sauðfjárslátrun landsins og hvorki með vilja né getu til að spila með markaðinn eins og hann telur mögulegt að SS geri. Þessi rökleiðsla Þórólfs sem hefst á því hvort eitthvað sé hugsanlegt og endar svo með staðhæfingu um mögulegt kolólöglegt athæfi er æft og útsmogið áróðursbragð. Þórólfur mótmælir tölum um framlegð sem sóttar voru í búreikninga og telur að þar séu vantaldir margir kostnaðarliðir sem geri að breytilegur kostnaður sé allt annar og meiri en búreikningar segi og þess vegna sé stórfellt tap á útflutningi kindakjöts. Það má til sanns vegar færa að hluti af þeim kostnaðarliðum sem Þórólfur telur vantalda séu breytilegir eða hálfbreytilegir kostnaðarliðir þó að þeir hafi ekki verið taldir breytilegir í útreikningi á framlegð í búreikningum. Ákvörðun hvers bónda að framleiða aukalega til útflutnings eða ekki byggir ekki á hagfræðiskilgreiningum heldur þeirri gullnu reglu að ef ákvörðun hefur ekki áhrif á kostnaðarlið á kostnaðarliður ekki að hafa áhrif á ákvörðun. Með öðrum orðum verður hver og einn bóndi að meta hvaða kostnaðarliðir breytast og hverjir ekki ef hann tekur ákvörðun um að framleiða meira magn sem leiðir til útflutnings. Einu tekjur bóndans af útflutningi eru afurðastöðvaverðið þar sem stuðningur ríkisins er fastur og ótengdur magni og því verður það verð sem bóndinn fær frá afurðastöðinni fyrir útflutning að vera hærra en breytilegur kostnaður bóndans við útflutninginn til að framleiðslan borgi sig. En málið er síðan flóknara en þetta vegna þess að við slátrun verða eigendaskipti á kjötinu, sem eftir það er í eigu og á ábyrgð sláturleyfishafa sem reyna væntanlega hver fyrir sig að hámarka það skilaverð sem þeir geta fengið og flytja út eða ekki eftir því sem hver telur hagkvæmast. Miðað við tölur um útflutningsverð og verð til bænda er ljóst að sláturleyfishafar hafa ávinning af þeirri framlegð sem aukin framleiðsla skilar þeim, sem hjálpar þeim svo aftur að greiða bændum hærra verð. Það verður einnig að álykta að bændur hafi ávinning af útflutningi og þær tekjur séu meiri en breytileg gjöld því annars myndu þeir draga úr framleiðslu. Það er hins vegar rétt og viðurkennd sú niðurstaða Þórólfs að sauðfjárframleiðsla á Íslandi stendur ekki undir sér án ríkisstuðnings en mörg góð rök eru fyrir þeim stuðningi. Þórólfur fer víða með málflutning sinn og í 31. tbl. Vísbendingar 9. september síðastliðinn fer hann löngum orðum um áætlunarbúskap Sovétríkjanna sálugu og heimfærir hann svo upp á hluta íslensks landbúnaðar. Það er þekkt áróðursbragð að draga fram neikvæða fyrirmynd sem lesendur þekkja og heimfæra hana á það sem gagnrýna skal til að móta neikvæða afstöðu lesenda. Þessi sovéski áætlunarbúskapur er hvergi til í íslenskri kjötframleiðslu. Öll framleiðsla á kjöti er frjáls. Verðlagning á öllu kjöti er frjáls og engar nefndir eru til staðar sem hafa nokkurt vald í þessum efnum. Það er því rangt hjá Þórólfi að halda því fram að áætlunarbúskapur sé í íslenskri sauðfjárframleiðslu. Þórólfur seilist langt í að sverta stöðu sauðfjárræktar og leggur reiknaðan kostnað við afréttarbeit við framleiðslukostnað. Þessi reiknaði kostnaður er tilbúningur Þórólfs og á sér enga stoð enda hafa bændur notað afréttina frá upphafi Íslandsbyggðar og ekki hægt að byggja umræðu á slíku. Í sömu grein fer Þórólfur enn og aftur með rangt mál er hann fullyrðir að samkeppni við óhefðbundnar greinar á borð við svín og kjúkling sé takmörkuð með því að leggja skatt á fóður fyrir þær greinar en aðföng fyrir mjólkur- og sauðfjárframleiðendur séu niðurgreidd. Samkvæmt reglugerð 431/1996 með síðari breytingum er gjald sem lagt er á hráefni til fóðurgerðar endurgreitt að fullu, sem og gjald sem lagt er á innfluttar fóðurblöndur sem fluttar eru inn frá löndum EES. Því er engin raunveruleg gjaldtaka af kjarnfóðri til staðar. Þórólfur heldur því einnig fram að aðföng fyrir mjólkur- og sauðfjárframleiðendur séu niðurgreidd. Þetta er einnig rangt hjá honum nema hann búi yfir upplýsingum sem aðrir hafa ekki. Í þessum greinum Þórólfs sem nefndar hafa verið eru sex til sjö rangar fullyrðingar og tvö ómálefnaleg áróðursbrögð. Það hvarflar ekki að nokkrum manni að Þórólfur sé viljandi að afvegaleiða lesendur heldur hlýtur skýringin að liggja í skorti á tíma til rannsókna.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun