Foreldrar: Ofbeldi verður ekki liðið! 20. október 2011 06:00 Einelti bæði í skólum og á öðrum vettvangi hefur verið mikið til umræðu síðustu árin á Íslandi en einkanlega þó síðustu vikurnar í kjölfar óhugnanlegra afleiðinga þess. Einelti er eitt birtingarform andlegs ofbeldis en slíkt ofbeldi getur haft skelfingar afleiðingar. Gerandi eineltis er stundum einn en oftar eru fleiri að verki. Hvort sem um er að ræða andlegt ofbeldi, líkamlegt eða kynferðislegt, eru áhrifin á þolandann að jafnaði hörmuleg. Margir búa við líkamleg örkuml en fleiri bera þó ör á sálu sinni með tilheyrandi vanlíðan alla ævi eftir ofbeldisverk. Flestir eru sammála um að ofbeldisverkum fari fjölgandi hér á landi og að þau verði hrottafengnari og alvarlegri með ári hverju. Aukinni fíkniefnaneyslu er kennt um og er sú skýring vafalítið rétt, að nokkru leyti allavega. Í sjónvarpsfréttum nýverið kom fram að nær öll ofbeldisbrot á Akureyri tengdust fíkniefnaneyslu, með einum eða öðrum hætti. Og fréttir vel á minnst: Ekki opnar maður svo fyrir sjónvarp eða útvarp eða kíkir í blað, að það blasi ekki við manni ófögnuður ofbeldisins í öllum myndum: manndráp, líkamsmeiðingar, nauðganir. Sjónvarpsþættir og bíómyndir yfirfullar af ofbeldisverkum. Hvað læra börnin okkar af þessu? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Til að bæta gráu ofan á svart eru svo flestir tölvuleikir, sem börn nútímans eru upptekin af, hlaðnir árásum, vígum, illmennum og drápum. Börnin virðast þannig, utan skólans að minnsta kosti, alast upp með ofbeldi sem hluta af sínu daglega lífi. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Sálfræðingar eru sammála um að sá sem má þola ofbeldi í bernsku, er líklegri til þess að beita sjálfur ofbeldi á fullorðinsárum. Getur verið að barn sem horfir á ofbeldi í sjónvarpi eða tölvu meira og minna alla daga verði ofbeldisfyllra á fullorðinsárum en ella hefði verið? Ekki ólíklegt. Allavega má álykta, að það að sjá með berum augum og upplifa ofbeldi sé vís leið til þess að ýta undir þessa hræðilegu hegðun mannskepnunnar. Er ekki mál að við stöldrum nú við og aðhöfumst eitthvað? Alltof lítið er fjallað um ofbeldið og afleiðingar þess. Og nánast ekkert gert til þess að stemma stigu við þessum hræðilega gjörningi. Er ofbeldi kannski tabú á Íslandi? Eru of margir viðriðnir málið? Er verið að nefna snöru í hengds manns húsi? Hver svo sem ástæðan er ætti okkur öllum sem þetta land búa að vera ljóst, að staðreyndir blasa við: Það er ekki á það hættandi að fara í miðborg Reykjavíkur eftir að skyggja tekur, allra síst að næturlagi um helgar, hér á landi hafa hreiðrað um sig flokkar manna sem stunda ofbeldisverk. Hópur einstaklinga sem nefndir hafa verið handrukkarar hefur lífsviðurværi sitt af því að beita einstaklinga ofbeldi vegna fíkniefnaskulda. Þetta er okkur öllum kunnugt um, við hneykslumst en viðbrögð okkar eru máttlaus ef einhver eru. Sumir segja: Ja, þetta er nú orðinn hluti af okkar daglega veruleika! Það er bara ekki rétt! Ekki OKKAR veruleika heldur veruleika fárra einstaklinga sem telja að ofbeldi sé hluti af eðlilegum mannlegum samskiptum. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt. Það er ekki leyfilegt. Ofbeldi á ekki að líða. Við Íslendingar erum þjóð, samfélag manna, sem byggir á gagnkvæmri virðingu og trausti hver til annars. Ofbeldi á þar ekki heima. Það hefur enginn rétt á því að ráðast á samborgara sinn, hvorki innan heimilis né utan, hvorki með andlegu né líkamlegu ofbeldi né heldur kynferðislegu. Mætum samt ekki ofbeldi með ofbeldi. Grimmd og voðaverk fæða af sér hið sama. Af hverju látum við ekki einn dag ársins heita „Dagur án ofbeldis“, sýnum samstöðu í verki? Gæti þá ekki næsti dagur orðið ofbeldislaus líka? Gætum við ekki látið friðarljósið í Viðey lýsa þennan dag? Ég hygg að það væri ekki fjarri hugsjónum Lennons. Hvernig væri að prestar prédikuðu um ofbeldið og afleiðingar þess? Að sjónvarpsstöðvar skoðuðu það efni sem þær flytja og reyndu að draga úr sýningum ofbeldisefnis? Er ekki líka tími til kominn að við foreldrar tökum höndum saman og kennum börnum okkar sem munu erfa landið að maður beitir ekki ofbeldi í samskiptum við aðra? Að við ölum börnin okkar ekki upp í ofbeldisfullu umhverfi. Það þarf hugarfarsbreytingu, við ein getum snúið við þessari óheillaþróun. Segjum við okkur sjálf og hvort annað og börnin okkar: Ofbeldi ER ekki og VERÐUR ekki liðið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Einelti bæði í skólum og á öðrum vettvangi hefur verið mikið til umræðu síðustu árin á Íslandi en einkanlega þó síðustu vikurnar í kjölfar óhugnanlegra afleiðinga þess. Einelti er eitt birtingarform andlegs ofbeldis en slíkt ofbeldi getur haft skelfingar afleiðingar. Gerandi eineltis er stundum einn en oftar eru fleiri að verki. Hvort sem um er að ræða andlegt ofbeldi, líkamlegt eða kynferðislegt, eru áhrifin á þolandann að jafnaði hörmuleg. Margir búa við líkamleg örkuml en fleiri bera þó ör á sálu sinni með tilheyrandi vanlíðan alla ævi eftir ofbeldisverk. Flestir eru sammála um að ofbeldisverkum fari fjölgandi hér á landi og að þau verði hrottafengnari og alvarlegri með ári hverju. Aukinni fíkniefnaneyslu er kennt um og er sú skýring vafalítið rétt, að nokkru leyti allavega. Í sjónvarpsfréttum nýverið kom fram að nær öll ofbeldisbrot á Akureyri tengdust fíkniefnaneyslu, með einum eða öðrum hætti. Og fréttir vel á minnst: Ekki opnar maður svo fyrir sjónvarp eða útvarp eða kíkir í blað, að það blasi ekki við manni ófögnuður ofbeldisins í öllum myndum: manndráp, líkamsmeiðingar, nauðganir. Sjónvarpsþættir og bíómyndir yfirfullar af ofbeldisverkum. Hvað læra börnin okkar af þessu? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Til að bæta gráu ofan á svart eru svo flestir tölvuleikir, sem börn nútímans eru upptekin af, hlaðnir árásum, vígum, illmennum og drápum. Börnin virðast þannig, utan skólans að minnsta kosti, alast upp með ofbeldi sem hluta af sínu daglega lífi. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Sálfræðingar eru sammála um að sá sem má þola ofbeldi í bernsku, er líklegri til þess að beita sjálfur ofbeldi á fullorðinsárum. Getur verið að barn sem horfir á ofbeldi í sjónvarpi eða tölvu meira og minna alla daga verði ofbeldisfyllra á fullorðinsárum en ella hefði verið? Ekki ólíklegt. Allavega má álykta, að það að sjá með berum augum og upplifa ofbeldi sé vís leið til þess að ýta undir þessa hræðilegu hegðun mannskepnunnar. Er ekki mál að við stöldrum nú við og aðhöfumst eitthvað? Alltof lítið er fjallað um ofbeldið og afleiðingar þess. Og nánast ekkert gert til þess að stemma stigu við þessum hræðilega gjörningi. Er ofbeldi kannski tabú á Íslandi? Eru of margir viðriðnir málið? Er verið að nefna snöru í hengds manns húsi? Hver svo sem ástæðan er ætti okkur öllum sem þetta land búa að vera ljóst, að staðreyndir blasa við: Það er ekki á það hættandi að fara í miðborg Reykjavíkur eftir að skyggja tekur, allra síst að næturlagi um helgar, hér á landi hafa hreiðrað um sig flokkar manna sem stunda ofbeldisverk. Hópur einstaklinga sem nefndir hafa verið handrukkarar hefur lífsviðurværi sitt af því að beita einstaklinga ofbeldi vegna fíkniefnaskulda. Þetta er okkur öllum kunnugt um, við hneykslumst en viðbrögð okkar eru máttlaus ef einhver eru. Sumir segja: Ja, þetta er nú orðinn hluti af okkar daglega veruleika! Það er bara ekki rétt! Ekki OKKAR veruleika heldur veruleika fárra einstaklinga sem telja að ofbeldi sé hluti af eðlilegum mannlegum samskiptum. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt. Það er ekki leyfilegt. Ofbeldi á ekki að líða. Við Íslendingar erum þjóð, samfélag manna, sem byggir á gagnkvæmri virðingu og trausti hver til annars. Ofbeldi á þar ekki heima. Það hefur enginn rétt á því að ráðast á samborgara sinn, hvorki innan heimilis né utan, hvorki með andlegu né líkamlegu ofbeldi né heldur kynferðislegu. Mætum samt ekki ofbeldi með ofbeldi. Grimmd og voðaverk fæða af sér hið sama. Af hverju látum við ekki einn dag ársins heita „Dagur án ofbeldis“, sýnum samstöðu í verki? Gæti þá ekki næsti dagur orðið ofbeldislaus líka? Gætum við ekki látið friðarljósið í Viðey lýsa þennan dag? Ég hygg að það væri ekki fjarri hugsjónum Lennons. Hvernig væri að prestar prédikuðu um ofbeldið og afleiðingar þess? Að sjónvarpsstöðvar skoðuðu það efni sem þær flytja og reyndu að draga úr sýningum ofbeldisefnis? Er ekki líka tími til kominn að við foreldrar tökum höndum saman og kennum börnum okkar sem munu erfa landið að maður beitir ekki ofbeldi í samskiptum við aðra? Að við ölum börnin okkar ekki upp í ofbeldisfullu umhverfi. Það þarf hugarfarsbreytingu, við ein getum snúið við þessari óheillaþróun. Segjum við okkur sjálf og hvort annað og börnin okkar: Ofbeldi ER ekki og VERÐUR ekki liðið!
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun