Atlagan að St. Jósefsspítala Árni Gunnlaugsson skrifar 20. október 2011 06:00 Þegar fjórtán þúsund Hafnfirðingar mótmæltu í byrjun árs 2009 þeim áformum þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, að skerða sjúkraþjónustu á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði bjóst enginn við, að það yrði síðar hlutskipti ráðherra í velferðarstjórn, Guðbjarts Hannessonar, að taka ákvörðun um lokun St. Jósefsspítalans og það gegn hans eigin fyrri fyrirheitum um áframhald þeirrar starfsemi spítalans, sem nú hefur verið tekin ákvörðun um að hætta. En í yfirlýsingu ráðherrans, sem hann sendi frá sér 31. janúar sl. og kynnt var á bæjarstjórnarfundi 12. október sl. felst viðurkenning hans á því, að legudeild almennra lyflækninga verði áfram í húsnæði St. Jósefsspítalans. Forveri ráðherrans, Ögmundur Jónasson, hafði einmitt lagt áherslu á slíka nýtingu spítalans. Það er óþolandi, að ráðherra svíki fyrri fyrirheit sín í máli því, sem hér um ræðir og óverjandi að leggja niður alla starfsemi á virtri sjúkrastofnun, sem í 85 ár hefur af viðurkenndum myndarbrag þjónað Hafnfirðingum og ótal fleirum. Ólögmæt ráðstöfunSamkvæmt þinglýstu afsali á Hafnarfjarðarbær 15% eignarhluta í St. Jósefsspítalanum. Sá hluti var keyptur á þeim forsendum St. Jósefssystra við sölu spítalans, að áfram yrði sjúkrahússrekstur í húsnæði spítalans. Það vildi bærinn tryggja með kaupum sínum á eignarhlutanum. Þar sem húsnæði spítalans er í sameign bæjarins og ríkissjóðs bar viðkomandi ráðherra að mínum dómi skylda til að hafa samráð við bæjaryfirvöld um það áform sitt að breyta nýtingu húsnæðisins með því að leggja þar niður alla sjúkraþjónustu. Bæjarstjóri upplýsti á fundi bæjarstjórnar 12. október sl., að hann hefði fyrst í fréttum útvarps kvöldið áður heyrt um ákvörðun ráðherrans að loka ætti St. Jósefsspítalanum. Framkoman gagnvart Hafnarfjarðarbæ í þessu máli er óafsakanleg og ráðstöfunin að ljúka allri starfsemi spítalans án samþykkis eða samráðs við bæinn sem meðeiganda er að mínu mati ólögmæt. Óvirðing sýnd St. JósefssystrumÞegar St. Jósefssystur seldu spítalann árið 1987 eftir 60 ára rekstur, sem mótaðist af hagsýni og fórnfýsi, fór salan fram á þeim forsendum systranna, að „spítalinn yrði áfram rekinn með svipuðu sniði og verið hafði“ eins fram kemur í skráðum heimildum. Var mér sem ráðgjafa systranna við söluna og í stjórn spítalans um árabil vel kunnugt um þá áherslu systranna, að spítalinn gegndi áfram sama hlutverki og verið hafði allt frá stofnun hans árið 1926. Þegar gengið var frá sölu spítalans féllst þáverandi heilbrigðisráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, og Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra á þá eindregnu ósk bæjaryfirvalda í Hafnarfirði, að starfsemi spítalans skyldi haldið áfram á sem flestum sviðum. Að ætla sér nú að leggja niður alla starfsemi St. Jósefsspítalans yrði því á sinn hátt svik við St. Jósefssystur og óvirðing við minningu þeirra. Engan veginn er ljóst, að ráðherra getið sparað ríkissjóði peninga með því að leggja niður núverandi starfssemi á St. Jósefsspítala og flytja á aðra staði. Þá er ekkert tillit tekið til annarra verðmæta, sem við það glatast og aldrei verða metin til fjár. Hér er átt við mikilvægi nærþjónustu og það örugga athvarf, sem St. Jósefsspítali hefur verið okkur Hafnfirðingum og mörgum fleiri og ekki síst þann einstaka anda, sem ætíð hefur ríkt á spítalanum og rekja má beint til Jósefssystranna og þeirra fórnfúsa og kærleiksríka líknarstarfs. En orð fer af því, hversu frábær og persónuleg öll hjúkrunarþjónusta hefur ætíð verið á St. Jósefsspítala. Áskorun til þingmannaHér með er skorað á þingmenn að hindra, að atlagan að St. Jósefsspítala takist og með því standa vörð um þá mikilvægu hagsmuni sjúklinga að fá áfram notið ómetanlegrar aðhlynningar á þeim spítala, sem er eitt besta og elsta sjúkrahús landsins, sameiginlegt hjarta og stolt okkar Hafnfirðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þegar fjórtán þúsund Hafnfirðingar mótmæltu í byrjun árs 2009 þeim áformum þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, að skerða sjúkraþjónustu á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði bjóst enginn við, að það yrði síðar hlutskipti ráðherra í velferðarstjórn, Guðbjarts Hannessonar, að taka ákvörðun um lokun St. Jósefsspítalans og það gegn hans eigin fyrri fyrirheitum um áframhald þeirrar starfsemi spítalans, sem nú hefur verið tekin ákvörðun um að hætta. En í yfirlýsingu ráðherrans, sem hann sendi frá sér 31. janúar sl. og kynnt var á bæjarstjórnarfundi 12. október sl. felst viðurkenning hans á því, að legudeild almennra lyflækninga verði áfram í húsnæði St. Jósefsspítalans. Forveri ráðherrans, Ögmundur Jónasson, hafði einmitt lagt áherslu á slíka nýtingu spítalans. Það er óþolandi, að ráðherra svíki fyrri fyrirheit sín í máli því, sem hér um ræðir og óverjandi að leggja niður alla starfsemi á virtri sjúkrastofnun, sem í 85 ár hefur af viðurkenndum myndarbrag þjónað Hafnfirðingum og ótal fleirum. Ólögmæt ráðstöfunSamkvæmt þinglýstu afsali á Hafnarfjarðarbær 15% eignarhluta í St. Jósefsspítalanum. Sá hluti var keyptur á þeim forsendum St. Jósefssystra við sölu spítalans, að áfram yrði sjúkrahússrekstur í húsnæði spítalans. Það vildi bærinn tryggja með kaupum sínum á eignarhlutanum. Þar sem húsnæði spítalans er í sameign bæjarins og ríkissjóðs bar viðkomandi ráðherra að mínum dómi skylda til að hafa samráð við bæjaryfirvöld um það áform sitt að breyta nýtingu húsnæðisins með því að leggja þar niður alla sjúkraþjónustu. Bæjarstjóri upplýsti á fundi bæjarstjórnar 12. október sl., að hann hefði fyrst í fréttum útvarps kvöldið áður heyrt um ákvörðun ráðherrans að loka ætti St. Jósefsspítalanum. Framkoman gagnvart Hafnarfjarðarbæ í þessu máli er óafsakanleg og ráðstöfunin að ljúka allri starfsemi spítalans án samþykkis eða samráðs við bæinn sem meðeiganda er að mínu mati ólögmæt. Óvirðing sýnd St. JósefssystrumÞegar St. Jósefssystur seldu spítalann árið 1987 eftir 60 ára rekstur, sem mótaðist af hagsýni og fórnfýsi, fór salan fram á þeim forsendum systranna, að „spítalinn yrði áfram rekinn með svipuðu sniði og verið hafði“ eins fram kemur í skráðum heimildum. Var mér sem ráðgjafa systranna við söluna og í stjórn spítalans um árabil vel kunnugt um þá áherslu systranna, að spítalinn gegndi áfram sama hlutverki og verið hafði allt frá stofnun hans árið 1926. Þegar gengið var frá sölu spítalans féllst þáverandi heilbrigðisráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, og Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra á þá eindregnu ósk bæjaryfirvalda í Hafnarfirði, að starfsemi spítalans skyldi haldið áfram á sem flestum sviðum. Að ætla sér nú að leggja niður alla starfsemi St. Jósefsspítalans yrði því á sinn hátt svik við St. Jósefssystur og óvirðing við minningu þeirra. Engan veginn er ljóst, að ráðherra getið sparað ríkissjóði peninga með því að leggja niður núverandi starfssemi á St. Jósefsspítala og flytja á aðra staði. Þá er ekkert tillit tekið til annarra verðmæta, sem við það glatast og aldrei verða metin til fjár. Hér er átt við mikilvægi nærþjónustu og það örugga athvarf, sem St. Jósefsspítali hefur verið okkur Hafnfirðingum og mörgum fleiri og ekki síst þann einstaka anda, sem ætíð hefur ríkt á spítalanum og rekja má beint til Jósefssystranna og þeirra fórnfúsa og kærleiksríka líknarstarfs. En orð fer af því, hversu frábær og persónuleg öll hjúkrunarþjónusta hefur ætíð verið á St. Jósefsspítala. Áskorun til þingmannaHér með er skorað á þingmenn að hindra, að atlagan að St. Jósefsspítala takist og með því standa vörð um þá mikilvægu hagsmuni sjúklinga að fá áfram notið ómetanlegrar aðhlynningar á þeim spítala, sem er eitt besta og elsta sjúkrahús landsins, sameiginlegt hjarta og stolt okkar Hafnfirðinga.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun