Viljum við þetta? Svava K. Egilson skrifar 21. október 2011 17:30 Ég tel mig vera jákvæða og lífsglaða manneskju og reyni eftir fremsta megni að líta jákvætt á þær aðstæður sem á vegi mínum verða. Ég hef ekki viljað vera með stór orð í garð ráðamanna því ég tel mig ekki hafa betri ráð og forðast að gagnrýna þær ákvarðanir sem teknar hafa verið í þessu þjóðfélagi. En þegar málin snerta mann beint og maður kemst í þær aðstæður að einu svörin sem maður fær eru niðurskurður og því miður… Við að heyra þær fréttir að loka ætti líknardeildinni á Landakoti varð mér allri lokið. Hvað er í gangi? Fárveikt fólk er sent heim, þar sem makinn (oftast kominn yfir sjötugt eða jafnvel áttrætt) á að vera á 24 tíma vakt – jú, hann fær símanúmer til að hringja í þegar eitthvað kemur upp á og öryggishnapp ef hann ræður ekki við aðstæður. Börnin sem eru í fullri vinnu við að reyna að halda sínum heimilum gangandi eiga að taka vaktina annað slagið og versla inn. En þetta gengur bara ekki upp, makinn sem er kannski nokkuð hress endist ekki til lengdar ósofinn og félagslega vannærður, hann gefst hreinlega upp. Og þetta endar með því að sjúklingarnir verða tveir sem þurfa umönnun í stað eins. Og viljum við hafa þetta svona? Að það sé ekki pláss fyrir okkur þegar við höfum klárað lífsstarfið og erum að bíða eftir lokaferðalaginu sem er það eina örugga í lífinu. Er það ekki eitt af því mikilvægasta að við fáum að kveðja með reisn og finna að við eigum stað sem tekur á móti okkur þegar lífskraftinn þrýtur? Ég held að við séum öll sammála því að þessi þáttur í þjóðfélaginu verður að vera í lagi, þ.e. að heilbrigðiskerfið okkar sé traust og að vel sé tekið á móti okkur þegar við þurfum á því að halda. Það er mín tilfinning að það sé verið að gera breytingar til þess eins að það sé verið að gera eitthvað, burtséð frá því hvort það sé hagkvæmt eða skynsamlegt. Að loka einni stofnun og ætla að sameina hana annarri sem er nú þegar full er ég ekki að skilja. Ef við erum raunsæ í þessu þá hættum við ekki að veikjast og deyja. Við gætum jú tekið upp þann hátt eins og t.d. á bílaverkstæðum, að þegar það borgar sig ekki að gera við, þá erum við send í Vöku. Ég tek ofan fyrir þeim sem velja sér það ævistarf að hlúa að öðrum og vona að þeir haldi það út að vinna hér áfram, því að með hverri uppsögn bætist sú vinna á þá sem eftir eru. Hugum að því sem skiptir máli og hættum að eltast við sýndarmennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég tel mig vera jákvæða og lífsglaða manneskju og reyni eftir fremsta megni að líta jákvætt á þær aðstæður sem á vegi mínum verða. Ég hef ekki viljað vera með stór orð í garð ráðamanna því ég tel mig ekki hafa betri ráð og forðast að gagnrýna þær ákvarðanir sem teknar hafa verið í þessu þjóðfélagi. En þegar málin snerta mann beint og maður kemst í þær aðstæður að einu svörin sem maður fær eru niðurskurður og því miður… Við að heyra þær fréttir að loka ætti líknardeildinni á Landakoti varð mér allri lokið. Hvað er í gangi? Fárveikt fólk er sent heim, þar sem makinn (oftast kominn yfir sjötugt eða jafnvel áttrætt) á að vera á 24 tíma vakt – jú, hann fær símanúmer til að hringja í þegar eitthvað kemur upp á og öryggishnapp ef hann ræður ekki við aðstæður. Börnin sem eru í fullri vinnu við að reyna að halda sínum heimilum gangandi eiga að taka vaktina annað slagið og versla inn. En þetta gengur bara ekki upp, makinn sem er kannski nokkuð hress endist ekki til lengdar ósofinn og félagslega vannærður, hann gefst hreinlega upp. Og þetta endar með því að sjúklingarnir verða tveir sem þurfa umönnun í stað eins. Og viljum við hafa þetta svona? Að það sé ekki pláss fyrir okkur þegar við höfum klárað lífsstarfið og erum að bíða eftir lokaferðalaginu sem er það eina örugga í lífinu. Er það ekki eitt af því mikilvægasta að við fáum að kveðja með reisn og finna að við eigum stað sem tekur á móti okkur þegar lífskraftinn þrýtur? Ég held að við séum öll sammála því að þessi þáttur í þjóðfélaginu verður að vera í lagi, þ.e. að heilbrigðiskerfið okkar sé traust og að vel sé tekið á móti okkur þegar við þurfum á því að halda. Það er mín tilfinning að það sé verið að gera breytingar til þess eins að það sé verið að gera eitthvað, burtséð frá því hvort það sé hagkvæmt eða skynsamlegt. Að loka einni stofnun og ætla að sameina hana annarri sem er nú þegar full er ég ekki að skilja. Ef við erum raunsæ í þessu þá hættum við ekki að veikjast og deyja. Við gætum jú tekið upp þann hátt eins og t.d. á bílaverkstæðum, að þegar það borgar sig ekki að gera við, þá erum við send í Vöku. Ég tek ofan fyrir þeim sem velja sér það ævistarf að hlúa að öðrum og vona að þeir haldi það út að vinna hér áfram, því að með hverri uppsögn bætist sú vinna á þá sem eftir eru. Hugum að því sem skiptir máli og hættum að eltast við sýndarmennsku.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun