Prestvígðar konur gegn ofbeldi Guðrún Karlsdóttir skrifar 24. október 2011 07:00 Íris Kristjánsdóttir prestur í Hjallakirkju Í tilefni af kvennafrídeginum 24. október 2011 munu prestvígðar konur í þjóðkirkjunni standa fyrir kvennamessu gegn ofbeldi. Í fyrra var kvennamessa af sama tilefni og var þá ákveðið að reyna að gera þetta að árlegum viðburði. Barátta gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einn liður jafnréttisbaráttunnar en flest bendir til að árangur á einu sviði jafnréttisbaráttunnar sé háður árangri á öðrum sviðum. Öll eigum við að vera óhult í kirkjunni. Við vitum þó öll að raunveruleikinn hefur stundum verið annar. Menn sem beita ofbeldi sækja einmitt oft í störf þar sem þeir hafa greiðan aðgang að börnum og konum sem ekki eiga auðvelt með að verja sig. Þeir sækja oft í valdastöður. Það er fullkomlega ólíðandi að ofbeldi af nokkrum toga geti átt sér stað innan kirkjunnar. Þjóðkirkjan þarf því að koma sér upp betri forvörnum og aðgerðaráætlunum svo öllum verði ljóst hvernig bregðast skuli við ef upp kemst um ofbeldi. Nú þegar hefur mikið verið gert og sú vinna mun halda áfram. Til þess að sár geti gróið er nauðsynlegt að lagfæra alla verkferla þjóðkirkjunnar varðandi ofbeldismál, fræða starfsfólk og skoða sakaskrá og feril allra er innan hennar starfa. Greiða þarf öllum þolendum bætur og biðjast fyrirgefningar fyrir hönd stofnunar sem tók afstöðu með gerandanum en sinnti ekki fórnarlömbunum. Í þessu er verið að vinna nú. En þar sem baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einn hluti jafnréttisbaráttunnar teljum við að forsenda þess að þetta takist vel sé að farið verði af alvöru í að auka áhrif kvenna innan kirkjunnar. Í þjóðkirkjunni eru nær engar konur (og engin prestvígð) í æðstu nefndum og embættum kirkjunnar. Þrjár prestvígðar konur af tólf fulltrúum presta sitja á kirkjuþingi. Engin prestvígð kona situr í kirkjuráði, engin prestvígð kona er biskup, engin prestvígð kona er prófastur á höfuðborgarsvæðinu og örfáar konur eru sóknarprestar á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum trú á því að réttlæti og árangur muni nást og að kirkjan okkar standi sterkari á eftir. Við höfum trú á því að næsta kirkjuþing, sem hefst 12. nóvember, muni vekja von um bjarta framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íris Kristjánsdóttir prestur í Hjallakirkju Í tilefni af kvennafrídeginum 24. október 2011 munu prestvígðar konur í þjóðkirkjunni standa fyrir kvennamessu gegn ofbeldi. Í fyrra var kvennamessa af sama tilefni og var þá ákveðið að reyna að gera þetta að árlegum viðburði. Barátta gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einn liður jafnréttisbaráttunnar en flest bendir til að árangur á einu sviði jafnréttisbaráttunnar sé háður árangri á öðrum sviðum. Öll eigum við að vera óhult í kirkjunni. Við vitum þó öll að raunveruleikinn hefur stundum verið annar. Menn sem beita ofbeldi sækja einmitt oft í störf þar sem þeir hafa greiðan aðgang að börnum og konum sem ekki eiga auðvelt með að verja sig. Þeir sækja oft í valdastöður. Það er fullkomlega ólíðandi að ofbeldi af nokkrum toga geti átt sér stað innan kirkjunnar. Þjóðkirkjan þarf því að koma sér upp betri forvörnum og aðgerðaráætlunum svo öllum verði ljóst hvernig bregðast skuli við ef upp kemst um ofbeldi. Nú þegar hefur mikið verið gert og sú vinna mun halda áfram. Til þess að sár geti gróið er nauðsynlegt að lagfæra alla verkferla þjóðkirkjunnar varðandi ofbeldismál, fræða starfsfólk og skoða sakaskrá og feril allra er innan hennar starfa. Greiða þarf öllum þolendum bætur og biðjast fyrirgefningar fyrir hönd stofnunar sem tók afstöðu með gerandanum en sinnti ekki fórnarlömbunum. Í þessu er verið að vinna nú. En þar sem baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einn hluti jafnréttisbaráttunnar teljum við að forsenda þess að þetta takist vel sé að farið verði af alvöru í að auka áhrif kvenna innan kirkjunnar. Í þjóðkirkjunni eru nær engar konur (og engin prestvígð) í æðstu nefndum og embættum kirkjunnar. Þrjár prestvígðar konur af tólf fulltrúum presta sitja á kirkjuþingi. Engin prestvígð kona situr í kirkjuráði, engin prestvígð kona er biskup, engin prestvígð kona er prófastur á höfuðborgarsvæðinu og örfáar konur eru sóknarprestar á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum trú á því að réttlæti og árangur muni nást og að kirkjan okkar standi sterkari á eftir. Við höfum trú á því að næsta kirkjuþing, sem hefst 12. nóvember, muni vekja von um bjarta framtíð.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar