Prestvígðar konur gegn ofbeldi Guðrún Karlsdóttir skrifar 24. október 2011 07:00 Íris Kristjánsdóttir prestur í Hjallakirkju Í tilefni af kvennafrídeginum 24. október 2011 munu prestvígðar konur í þjóðkirkjunni standa fyrir kvennamessu gegn ofbeldi. Í fyrra var kvennamessa af sama tilefni og var þá ákveðið að reyna að gera þetta að árlegum viðburði. Barátta gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einn liður jafnréttisbaráttunnar en flest bendir til að árangur á einu sviði jafnréttisbaráttunnar sé háður árangri á öðrum sviðum. Öll eigum við að vera óhult í kirkjunni. Við vitum þó öll að raunveruleikinn hefur stundum verið annar. Menn sem beita ofbeldi sækja einmitt oft í störf þar sem þeir hafa greiðan aðgang að börnum og konum sem ekki eiga auðvelt með að verja sig. Þeir sækja oft í valdastöður. Það er fullkomlega ólíðandi að ofbeldi af nokkrum toga geti átt sér stað innan kirkjunnar. Þjóðkirkjan þarf því að koma sér upp betri forvörnum og aðgerðaráætlunum svo öllum verði ljóst hvernig bregðast skuli við ef upp kemst um ofbeldi. Nú þegar hefur mikið verið gert og sú vinna mun halda áfram. Til þess að sár geti gróið er nauðsynlegt að lagfæra alla verkferla þjóðkirkjunnar varðandi ofbeldismál, fræða starfsfólk og skoða sakaskrá og feril allra er innan hennar starfa. Greiða þarf öllum þolendum bætur og biðjast fyrirgefningar fyrir hönd stofnunar sem tók afstöðu með gerandanum en sinnti ekki fórnarlömbunum. Í þessu er verið að vinna nú. En þar sem baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einn hluti jafnréttisbaráttunnar teljum við að forsenda þess að þetta takist vel sé að farið verði af alvöru í að auka áhrif kvenna innan kirkjunnar. Í þjóðkirkjunni eru nær engar konur (og engin prestvígð) í æðstu nefndum og embættum kirkjunnar. Þrjár prestvígðar konur af tólf fulltrúum presta sitja á kirkjuþingi. Engin prestvígð kona situr í kirkjuráði, engin prestvígð kona er biskup, engin prestvígð kona er prófastur á höfuðborgarsvæðinu og örfáar konur eru sóknarprestar á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum trú á því að réttlæti og árangur muni nást og að kirkjan okkar standi sterkari á eftir. Við höfum trú á því að næsta kirkjuþing, sem hefst 12. nóvember, muni vekja von um bjarta framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Íris Kristjánsdóttir prestur í Hjallakirkju Í tilefni af kvennafrídeginum 24. október 2011 munu prestvígðar konur í þjóðkirkjunni standa fyrir kvennamessu gegn ofbeldi. Í fyrra var kvennamessa af sama tilefni og var þá ákveðið að reyna að gera þetta að árlegum viðburði. Barátta gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einn liður jafnréttisbaráttunnar en flest bendir til að árangur á einu sviði jafnréttisbaráttunnar sé háður árangri á öðrum sviðum. Öll eigum við að vera óhult í kirkjunni. Við vitum þó öll að raunveruleikinn hefur stundum verið annar. Menn sem beita ofbeldi sækja einmitt oft í störf þar sem þeir hafa greiðan aðgang að börnum og konum sem ekki eiga auðvelt með að verja sig. Þeir sækja oft í valdastöður. Það er fullkomlega ólíðandi að ofbeldi af nokkrum toga geti átt sér stað innan kirkjunnar. Þjóðkirkjan þarf því að koma sér upp betri forvörnum og aðgerðaráætlunum svo öllum verði ljóst hvernig bregðast skuli við ef upp kemst um ofbeldi. Nú þegar hefur mikið verið gert og sú vinna mun halda áfram. Til þess að sár geti gróið er nauðsynlegt að lagfæra alla verkferla þjóðkirkjunnar varðandi ofbeldismál, fræða starfsfólk og skoða sakaskrá og feril allra er innan hennar starfa. Greiða þarf öllum þolendum bætur og biðjast fyrirgefningar fyrir hönd stofnunar sem tók afstöðu með gerandanum en sinnti ekki fórnarlömbunum. Í þessu er verið að vinna nú. En þar sem baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einn hluti jafnréttisbaráttunnar teljum við að forsenda þess að þetta takist vel sé að farið verði af alvöru í að auka áhrif kvenna innan kirkjunnar. Í þjóðkirkjunni eru nær engar konur (og engin prestvígð) í æðstu nefndum og embættum kirkjunnar. Þrjár prestvígðar konur af tólf fulltrúum presta sitja á kirkjuþingi. Engin prestvígð kona situr í kirkjuráði, engin prestvígð kona er biskup, engin prestvígð kona er prófastur á höfuðborgarsvæðinu og örfáar konur eru sóknarprestar á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum trú á því að réttlæti og árangur muni nást og að kirkjan okkar standi sterkari á eftir. Við höfum trú á því að næsta kirkjuþing, sem hefst 12. nóvember, muni vekja von um bjarta framtíð.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar